Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 32

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 32
Framhaldsnám í Bandaríkjunum Svanur Sigurbjörnsson Lyflæknir í Bandaríkjunum Umsóknarferlið Þegar sækja á um í prógrammi í lyflækningum í USA er að mörgu að huga. Fyrst þarf að gera það upp við sig hvort að það sé fýsilegur kostur og hvort að kostir námsins þar réttlæti alla þá fyrirhöfn og kostnað sem er því samfara. Nú hef ég ekki beinan samanburð við nám t.d. á Norðurlöndunum en margumtalaðir kostir námsins í USA eru þeir að það er vel uppbyggt og veitir mikið fræðilegt aðhald. Á hverju ári eru haldin eins dags æfingapróf sem endurspegla vel þær kröfur sem gerðar eru til lokaprófsins hjá American Board of Internal Medicine. Hér áður fyrr var Board prófið ákaflega erfitt og tilviljanakennt en nú er það byggt upp á sama máta og USMLE prófin þannig að prófað er vítt og breitt í tveggja daga prófi. Nú fara nær allir í Board prófið og þó að það sé ekki skylda er erfitt að fá vinnu í USA og samþykki íslensku sérfræðinefndarinnar fyrir sérfræðileyfi sé því ekki lokið. Annar kostur við nám í USA, sérstaklega í stærri borgum strandríkjanna, er sá að þar er fólk af mjög fjölbreyttum uppruna og sjúkdómsbyrðin er mun meiri en á íslandi eða Norðurlöndunum. Þannig fær maður mjög mikla reynslu af meðhöndlun sykursýki, erfiðs háþrýstings, hjartabilunar, nýrnabilunar og gjörgæslumeðferðar. Þá er talsvert um HIV sýkta í borgunum og alls kyns sýkingar (m.a. HTLV) sem eru fágætar eða sjást alls ekki á Norðurlöndunum. Greining og meðferð berkla verður áfram praktísk og þá reynslu fær maður í stórborgunum. Þó að USA sé ekki hitabeltisland (tropical) flytur þangað urmull fólks alls staðar úr heiminum og það þarf að hafa vakandi auga fyrir sjúkdómum eins og malaríu og sníkjudýrasýkingum, ekki síst í eyðnisjúklingum. Á þeim spítölum sem eru einkareknir eða með mikinn hluta sjúklinga sinna í HMO (Health Maintenance Organization) tryggingafélögum er minni "hands on" reynsla, þ.e. ákvörðunarferlið er meira í höndum sérfræðinga og læknar í þjálfun (residents) fá ekki nærri því eins mikið að æfa sig á innsetningu æðaleggja í djúpar æðar eða setja upp barkaslöngu (intubation). Hins vegar eru einkaspítalarnir eða stærri tilvísunarspítalarnir (tertiary care referral hospitals) oft betur settir með fjölda af eldri og reyndari sérfræðingum eða læknum sem eru í fararbroddi í sínu fagi. Að auki eru stærri spítalarnir oftar með prógrömm í undirsérgreinum og því aukast líkur á að komast í þau ef maður stendur sig vel á slíkum spítala. Á sumum stórum stöðum hefur þó orðið ákveðinn atgervisflótti vegna slæms umhverfis. Dæmi um þetta er John Hopkins háskóli í Baltimore sem var og er ein af leiðandi stofnunum á sviði innkirtlafræði. í Baltimore eru íbúar nú um 60% svartir og það er köld staðreynd að þeim fylgja miklir glæpir og er þorgin nú í efsta sæti yfir alvarlega glæpi í USA. Þetta hefur fælt frá og hefur gert spítalanum erfitt fyrir. Aftur í New York hefur glæpatíðni fallið mikið sl. 15-20 ár og borgin öll önnur að heimsækja og búa í. Prófin Nú þarf fjöldann allan af prófum til að koma til greina í prógrömm í USA og ætla ég ekki að tala um þau í löngu máli hér. Það sem ég ráðlegg í þeim efnum er að undirbúa sig vel fyrir prófin því að það dugir ekki að bara rétt ná þeim. Nær öll prógrömm setja kröfur um ákveðið lágmark sem er fyrir ofan lágmarkskröfur prógrammsins. T.d. var í gildi talan 90 eða hærra á lægri skalanum þegar ég var að sækja um í kringum 1997. Því betri útkoma, því fleiri möguleikar opnast. Ég tók eina viku líkt og margir hérlendis í upplestrarfrí en komst að því að fólk frá Miðausturlöndum tók sér 1-3 mánuði og uppskar vel. Því miður var ekkert horft á klíníska reynslu og því verður maður að gefa prófunum góðan undirbúning. Mikilvægt er að nota sérhannaðar bækur í upplestri og æfa sig á æfinga- prófum. 32 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.