Læknaneminn - 01.04.2007, Page 33

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 33
 Framhaldsnám í Bandaríkiunum VISA málin Hér á ég við vegabréfsáritunina. Þetta er stórt mál og skyldi huga mjög vel að því. Ég hvet eindregið til þess að menn reyni að sækja um Grænt kort í Visa-lotteríinu (www. dvlottery.state.gov/) einu ári (eða tveimur) áður en námið er fyrirhugað. Hvort sem að maður ætlar að dvelja langdvölum í USA eða ekki, þá breytir þessi vegabréfsáritun mjög miklu um möguleikana á undirsérgreinanámi eða starfi á góðum stað eftir nám í almennum lyflækningum. Aðeins nám í undirgreinum svæfinga er undantekning frá þessu en þar er mikill skortur á fólki. I undirgreinum lyflækninga eru mun færri prógrömm en fyrir 12-15 árum síðan. Með allsherjar stefnubreytingu var skorið á mjög marga spítala og kennslu í undirgreinum hætt. Að auki eru þau prógrömm (fellowships) sem eftir eru mjög háð fjárveitingum frá heilbrigðisstofnun USA (NIH, National Institute of Health) og þær fjárveitingar eru algjörlega eyrnamerktar umsækjendum sem annað hvort eru ríkisborgarar eða langtímaíbúar (permanent residents, þ.e. með grænt kort). Svokallað H-visa (resident) sem oftast er forveri græna kortsins dugir ekki því reglurnar gera prógrömmunum ókleift að styðja það nema að sýnt sé að engir ríkisborgarar sæki um. Þá er það líka stolt prógrammana að ráða helst Ameríkana því of hátt hlutfall af erlendu fólki mætir þeim fordæmum um að prógrammið sé orðið 2. flokks. Stjórnendur prógramma ala þann draum að nemendur þeirra verði frægir í greininni og efli hróður stofnunarinnar. Samkeppnin er mikil og snýst einnig mikið um fjárveitingar. Flestir fara í almennar lyflækningar (eða aðrar greinar) á svokölluðu J-1 visa (student exchange visa) og flokkast sem útlendingar (aliens). Nái menn inni á virtri stofnun er möguleikinn meiri á því að komast í undirsérgrein en það er ekki lengur sýnd veiði, sérstaklega ef skipta á um spítala. Með J-1 visa þarf spítalinn sjálfur að kosta undirsérgreinanámið og það gera þeir bara ef maður er virkilega feitur biti á pappírunum og meðmælabréfunum. Fari par saman og makinn ákveður að taka J-2 makavísa er heimilt að Ijúka almennu prógrammi á því og vinna á spítala án annars visa í allt að 7 ár frá fyrstu útgáfu vegabréfsins svo framarlega sem makinn heldur sinni J-1 stöðu. J-1 má aftur ekki vinna utan prógramms. J-2 þarf að borga svokallaðan Social Security Tax af launum sínum sem var í New York um 8%. Ég get því ekki mælt með J-2 visa fyrir lækna nema við ákveðnar kringumstæður. Margir lenda í því að komast ekki í undirsérgrein og þurfa að vinna í 3-5 ár á stað sem fáir vilja vinna á til að fá H- visa og svo grænt kort áður en raunsær möguleiki er á því að sækja aftur um. Ég þekkti t.d. mjög frambærilegan Indverja sem vann í fangelsinu á Rikers Island, NY, þessi 3-4 ár sem hann þurfti til að komast í rétta visa-stöðu. Hann náði að endingu með þessari þrautseigju að komast í hjartalækningar. Svona sögur eru þó undantekningar því Prógrömmin vilja sjaldnast fólk sem er orðið eldra eða ekki nýlesið í fræðunum. Viðtölin Úff. Hvílík leiðindi. Ekki koma of seint og ekki klæðast öðru en jakkafötum, fínni dragtog góðum skóm. Ameríkanar klæðast fínu í vinnunni en gallabuxum úti að skemmta sér (að öllu jöfnu). Varastu að grínast á eigin kostnað eða gera lítið úr þér á þann góðlátlega máta sem við erum vön hér heima. Slíkt er bara talið veikleikamerki og fáir hafa húmor fyrir því í USA. Lykilatriði er að tala hátt og skýrt og hafa ekki áhyggjur af framburði eða læknisfræðilegri þekkingu. Algengt er að spurt sé hvort að maður ætli að vera áfram í USA og líklega er best að svara því að svo geti vel farið, enda bla bla bla hversu frábært kerfið þeirra sé. MATCH Matching kerfið er frekar taugastrekkjandi og það er svindlað á því beint eða óbeint. Sum prógrömm sem standa frekar höllum fæti með að fá gott fólk velja eftir persónuleikum í viðtölum og bjóða svo framhjá MATCHinu en sterkari prógrömmin fara í gegnum kerfið en láta þá sem þau eru hrifin af vita af því að þau séu ofarlega á lista. Það þolir sem sagt nær enginn þá spennu sem þessu annars ágæta kerfi fylgir. Verst líður þeim sem eru ekki í efstu 10 sætum neins staðar og fá ekkert að vita fyrr en í útdrættinum. Maður verður að skrá sig í kerfið en það kemur í Ijós eftir viðtölin hver staðan verður. Upphafið Menningarsjokk - ó, já. Ég var ekki viss í byrjun hvort ég hefði óvart lent í Stalingrad, því skriffinnskan er svo mikil. Einnig þarf maður tíma til að venjast því að mega ekki segja það sem maður vill þegar maður vill segja það - goggunarröðin. Þá getur verið erfitt að takast á við bæði sjúklinga og starfsfólk sem hefur allt aðra sýn á lífið og ekki alveg þau sömu siðferðisgildi og við eigum að venjast. T.d. varð ritari einn nett brjálaður þegar ég léttilega lét svífa miða með upplýsingum um sjúkling á borðið til hennar. Henni fannst það argasta móðgun að láta henda til sín hlutum. Mismunandi lönd og þjóðerni, mismunandi túlkanir. Á hinn bóginn var margt virkilega skemmtilegt og oft góður húmor í hópnum. Á fjölþjóðaspítölum strandríkjanna kynnist maður meira fólki frá öllum heiminum en í miðríkjunum meira hvítum Ameríkönum. Húsnæði Húsnæðisverð og leiga er mjög mismunandi eftirfylkjum. í kringum stórborgirnar eru verðin hæst og t.d. í New York fæst lítil 50-60 fm kytra á um 100.000 krónur á mánuði. Það er um þriðjungur mánaðarlaunanna. í miðríkjunum er þetta mun skárra (t.d. í Iowa) og margir hafa jafnvel keypt Læknaneminn 2007 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.