Læknaneminn - 01.04.2007, Side 35

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 35
Framhaldsnám í Bandaríkjunum eldri nemendur eru harðir húsbóndar margir hverjir. Maður byrjar á því að taka niður lífsmörk sinna sjúklinga og kíkja augnablik á þá áður en fundur með teyminu og sérfræðingnum byrjar (the attending physician). Fyrir fundinn tekur maður niður upplýsingar um nýjar innlagnir sem búið er að fela manni af næturvaktinni. Allt er skráð niður eftir ákveðnu kerfi á kort (index cards) sem maður notar sem vinnublöð. Aðeins má nota viðurkenndar skammstafanir í skýrslur og það er betra að kunna þær allar sem fyrst. Dæmi: A 50 y.o. <$ ~ CAD, HTN, ESRD, COLD c/o SOB, CP, þ.e. fimmtugur maður með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, endastigs nýrnabilun og langvinnan lungnasjúkdóm kvartar um mæði og brjóstverk. A þeim hraða sem unnið er verður maður feginn þessum styttingum. Flettifundur með teyminu ferfram án nærveru hjúkrunarfræðinga og í raun er ekki fengin nein skýrsla frá þeim nema óbeint í gegnum næturvaktina. Þetta fannst mér einn helsti gallinn við kerfið og kom hann m.a. fram í því að hjúkrunarfræðingarnir voru mun verr að sér en ég átti að venjast heima. Suma kosti hafði það þó sem ég læt ónefnda. Farið var yfir nýja og gamla sjúklinga og svo genginn stofugangur. Svo tók við venjubundin deildarvinna. Nokkra daga í viku var fræðslufundur í hádeginu og svo "grand round" fyrirlestur utanaðkomandi fyrirlesara á föstudagsmorgnum kl. 9-10. Fyrsta árs nemar náðu þó sjaldnast að mæta á þessa fundi. Vaktaálag / vinnustundir á mánuöi eða viku Þetta er mismunandi eftir prógrömmum en er í flestum fylkjum orðið skikkanlegt í lyflækningum. Best er ástandið í New York því þar bannað skv. lögum að vinna yfir 80 stundir á viku. Algengt er að unnið sé um 60 klst. Ástandið er betra þar sem nemarnir eru aðilar að CIR (Committee of Interns and Residents, www.cirseiu.org) en þau samtök berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum nema í sérnámi. Þá er hægt að fá mjög gagnlegar upplýsingar "bakdyramegin" um ýmis prógrömm gegnum síðuna www. scutwork.org en þar geta nemar skrifað álit sitt á prógramminu sínu undir nafnleynd. Þessar upplýsingar eru mikilvægar því maður fær afar sjaldan hreinskilnar upplýsingar frá þeim nema sem fenginn er til að sýna manni og gefa upplýsingar í viðtali. Það er heldur ekki í manngerð Ameríkana að tala um galla sína eða galla vinnustaðarins. Allir eru frekar smeykir um stöður sínar og meðmæli og taka því enga áhættu. Ef maður er sniðugur getur maður kannski fiskað eitthvað en það gæti gefið neikvæða mynd af manni. Fjölskylduvænt? Það er mjög mismunandi eftirfylkjum og borgum. Iowa, Wisconsin, Connecticut og miðríkin eru ekki eins þéttbyggð og í kringum háskólabæi er líklegra að finna fjölskylduvæn hverfi og góða barnapössun. Ég var í New York borg og gæti hugsað méraðala upp barn þarupp aðgrunnskólaaldri. Þrátt fyrir marga kosti við að búa í USA gæti ég ekki mælt með því að ala upp barn þar til fullorðinsára. Það er einfaldlega of mikið í menningunni og lífsskoðunum þar sem mér líkar ekki. Inn á milli eru frábærir einstaklingar en það nægir mér ekki. Við getum lært margt af þeim eins og t.d. aukinn aga og forsjálni en ég fann ekki fyllilega fyrir því öryggi sem ég tel æskilegt. Margir í Iowa og Madison, Wisconsin hafa ílengst þar og líkað vel. Gagnleg netföng CIR (Committee of Interns and Residents): www.cirseiu.org Álitssíður nema í þjálfun: www.scutwork.org Annað má finna eins og ABIM, USMLE, Matching programmið o.fl. Gangi ykkur vel! I Þessi miði gildir | I í Listasafni íslands LÁM) Y/\/ I www.kaffitar.is I 1 Kaffitár - leggur heiminn að vörum þér Læknaneminn 2007 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.