Læknaneminn - 01.04.2007, Page 40
Staðsetning hátæknisjúkrahúss
við Hringbraut - með og á móti
Magnús Karl Magnússon
Rannsóknarstofa blóðmeinafræði
Erfða- og sameindalæknisfræðideild
LSH
Meö
Landspítali Háskólasjúkrahús (LSH) er sjúkra-, kennslu-,
og vísindastofnun. Þetta þríþætta hlutverk leggur
margháttaðarskyldurá herðarstofnunarinnar. Eftiráratuga
bið stendur loks fyrir dyrum að reisa nýtt sjúkrahús. Þetta
eru tímamót og því er mikilvægt að standa vel að verki.
Staðsetning, skipulag og hönnun slíkrar byggingar leggur
rammann utan um þessa starfsemi og getur haft mikla
þýðingu fyrir þróun heilbrigðsþjónustu og heilbrigðisvísinda
á komandi áratugum.
Að okkar dómi njótum við þeirrar gæfu að ákvörðun
hefur verið tekin um að staðsetja sjúkrahúsið við
Hringbraut, á svæði sem stuðlað getur að uppbyggingu
allra ofangreindra þátta. í þessari þríþættu starfsemi sem
háskólasjúkrahúsið byggir starfsemi sína á skiptir megin
máli að samþætta grunnstoðirnar. Kennslan byggir á nánu
samspili sjúkrastofnunarinnar og háskólans, vísindastarfið
byggir á nánu samspili og samþættingu grunnvísinda,
klínískra vísinda og hátækni- og sprotafyrirtækja.
Sjúkrastofnunin nýtur síðan þessara ríku tengsla og eflist í
beinu samhengi við eflingu hinna þáttanna tveggja. Það er
ekki tilviljun að þegar litið ertil bestu sjúkrahúsa í heimi þá
fara þessir þrír þættir nær alltaf saman.
Að okkar dómi hníga flest rök að því að framtíðar-
uppbyggingu LSH sé best fyrir komið við Hringbraut. Öll
kennsla í læknisfræði, hjúkrunarfræði, lífeindafræði,
geislafræði og sjúkraþjálfun fer fram í samvinnu LSH og
HÍ. Kennarar í þessum greinum eru oft starfsmenn beggja
stofnana og nemendur sækja menntun sína til þeirra
beggja. Ekki er því unnt að slíta þátt LSH frá þætti HÍ í
þessari kennslu. Auk kennslunnar stunda starfsmenn
þessara stofnana rannsóknir á ýmsum sviðum heilbrigðis-
og lífvísinda og er LSH án vafa ein öflugasta
rannsóknarstofnun landsins með fjölda öflugra
vísindamanna innanborðs. Margir þeirra eru einnig
starfsmenn Háskóla íslands eða tengjast þeirri stofnun
með einhverjum hætti. Þetta svið rannsókna er eitt
þróttmesta svið vísindarannsókna hér á landi. Rannsóknir
og fræðastörf á LSH efla starfsemi sjúkrahússins og auka
þekkingargrunn starfsmanna. Erlendis eru gæði sjúkrahúsa
oftast metin út frá tengslum vísinda- og fræðastarfa við
klíníska starfsemi. Þetta er gert þar sem þessi beinu tengsl
leiða til betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga sem þangað
leita og meiri framfara þegar til langs tíma er litið. Því má
gera ráð fyrir að gæði LSH sem sjúkrastofnunar muni
aukast á svipaðan hátt þegar tengsl þessi verða efld.
Tenging LSH við Háskóla íslands og stofnanir hans skiptir
því LSH afar miklu máli hvað menntun, vísindi og nýsköpun
varðar.
Stór hluti hins nýja sjúkrahúss er ætlaður undir
háskólastarfsemi og er m.a. gert ráð fyrir að Tilraunastöð
HÍ í meinafræði að Keldum verði flutt á þennan sama reit
auk ýmissar annarrar starfsemi HÍ sem nú er dreifð víðs
vegar um borgina. Slík samþjöppun skapar gríðarleg
tækifæri fyrir þá sem stunda rannsóknir í heilbrigðis- og
lífvísindum. Með því að færa rannsóknir þessar á einn stað
skapast bein tengsl milli þeirra eininga og rannsóknahópa
við LSH og HÍ. Til verður umhverfi þar sem kennarar,
sérfræðingar og nemendur eiga greiðan aðgang hver að
öðrum til viðræðna og samvinnu. í slíku umhverfi er
auðveldara að byggja upp rannsóknatengt framhaldsnám
og samnýting tækja, aðstöðu og hugmynda skaparsuðupott
nýsköpunar. Návistin skapar þannig jarðveg sem leiðir til
nýjunga í vísindum og tækni og eflir menntun og þjálfun
nemenda.Mikilvægasterþóaðþettaeflirrannsóknasamfélagið
og samkeppnishæfni þess. Fyrir sjúkrahúsið og sjúklingana
þýðir þetta að til staðar verður öflug þekking á sviði líf- og
læknisfræði en þannig eru lögð drög að læknisfræði til
framtíðar. Sambærilegar breytingar er verið að gera víða
um heim þar sem grunnrannsóknir í heilbrigðis- og
lífvísindum eru að færast inn á sjúkrahúsin til að auka
möguleika á hagnýtingu rannsókna og nýsköpunar.
Með færslu Hringbrautarinnar hefur skapast nýtt rými
fyrir fyrirhugaða starfsemi og aðgengi að sjúkrahúsinu
hefur aukist að mun. Fyrirhugaðar umferðarframkvæmdir
Eiríkur Steingrímsson
Lífefna- og sameindaiíffræðistofa,
Læknadeild HÍ
40 Læknaneminn 2007