Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 40

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 40
Staðsetning hátæknisjúkrahúss við Hringbraut - með og á móti Magnús Karl Magnússon Rannsóknarstofa blóðmeinafræði Erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH Meö Landspítali Háskólasjúkrahús (LSH) er sjúkra-, kennslu-, og vísindastofnun. Þetta þríþætta hlutverk leggur margháttaðarskyldurá herðarstofnunarinnar. Eftiráratuga bið stendur loks fyrir dyrum að reisa nýtt sjúkrahús. Þetta eru tímamót og því er mikilvægt að standa vel að verki. Staðsetning, skipulag og hönnun slíkrar byggingar leggur rammann utan um þessa starfsemi og getur haft mikla þýðingu fyrir þróun heilbrigðsþjónustu og heilbrigðisvísinda á komandi áratugum. Að okkar dómi njótum við þeirrar gæfu að ákvörðun hefur verið tekin um að staðsetja sjúkrahúsið við Hringbraut, á svæði sem stuðlað getur að uppbyggingu allra ofangreindra þátta. í þessari þríþættu starfsemi sem háskólasjúkrahúsið byggir starfsemi sína á skiptir megin máli að samþætta grunnstoðirnar. Kennslan byggir á nánu samspili sjúkrastofnunarinnar og háskólans, vísindastarfið byggir á nánu samspili og samþættingu grunnvísinda, klínískra vísinda og hátækni- og sprotafyrirtækja. Sjúkrastofnunin nýtur síðan þessara ríku tengsla og eflist í beinu samhengi við eflingu hinna þáttanna tveggja. Það er ekki tilviljun að þegar litið ertil bestu sjúkrahúsa í heimi þá fara þessir þrír þættir nær alltaf saman. Að okkar dómi hníga flest rök að því að framtíðar- uppbyggingu LSH sé best fyrir komið við Hringbraut. Öll kennsla í læknisfræði, hjúkrunarfræði, lífeindafræði, geislafræði og sjúkraþjálfun fer fram í samvinnu LSH og HÍ. Kennarar í þessum greinum eru oft starfsmenn beggja stofnana og nemendur sækja menntun sína til þeirra beggja. Ekki er því unnt að slíta þátt LSH frá þætti HÍ í þessari kennslu. Auk kennslunnar stunda starfsmenn þessara stofnana rannsóknir á ýmsum sviðum heilbrigðis- og lífvísinda og er LSH án vafa ein öflugasta rannsóknarstofnun landsins með fjölda öflugra vísindamanna innanborðs. Margir þeirra eru einnig starfsmenn Háskóla íslands eða tengjast þeirri stofnun með einhverjum hætti. Þetta svið rannsókna er eitt þróttmesta svið vísindarannsókna hér á landi. Rannsóknir og fræðastörf á LSH efla starfsemi sjúkrahússins og auka þekkingargrunn starfsmanna. Erlendis eru gæði sjúkrahúsa oftast metin út frá tengslum vísinda- og fræðastarfa við klíníska starfsemi. Þetta er gert þar sem þessi beinu tengsl leiða til betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga sem þangað leita og meiri framfara þegar til langs tíma er litið. Því má gera ráð fyrir að gæði LSH sem sjúkrastofnunar muni aukast á svipaðan hátt þegar tengsl þessi verða efld. Tenging LSH við Háskóla íslands og stofnanir hans skiptir því LSH afar miklu máli hvað menntun, vísindi og nýsköpun varðar. Stór hluti hins nýja sjúkrahúss er ætlaður undir háskólastarfsemi og er m.a. gert ráð fyrir að Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum verði flutt á þennan sama reit auk ýmissar annarrar starfsemi HÍ sem nú er dreifð víðs vegar um borgina. Slík samþjöppun skapar gríðarleg tækifæri fyrir þá sem stunda rannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum. Með því að færa rannsóknir þessar á einn stað skapast bein tengsl milli þeirra eininga og rannsóknahópa við LSH og HÍ. Til verður umhverfi þar sem kennarar, sérfræðingar og nemendur eiga greiðan aðgang hver að öðrum til viðræðna og samvinnu. í slíku umhverfi er auðveldara að byggja upp rannsóknatengt framhaldsnám og samnýting tækja, aðstöðu og hugmynda skaparsuðupott nýsköpunar. Návistin skapar þannig jarðveg sem leiðir til nýjunga í vísindum og tækni og eflir menntun og þjálfun nemenda.Mikilvægasterþóaðþettaeflirrannsóknasamfélagið og samkeppnishæfni þess. Fyrir sjúkrahúsið og sjúklingana þýðir þetta að til staðar verður öflug þekking á sviði líf- og læknisfræði en þannig eru lögð drög að læknisfræði til framtíðar. Sambærilegar breytingar er verið að gera víða um heim þar sem grunnrannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum eru að færast inn á sjúkrahúsin til að auka möguleika á hagnýtingu rannsókna og nýsköpunar. Með færslu Hringbrautarinnar hefur skapast nýtt rými fyrir fyrirhugaða starfsemi og aðgengi að sjúkrahúsinu hefur aukist að mun. Fyrirhugaðar umferðarframkvæmdir Eiríkur Steingrímsson Lífefna- og sameindaiíffræðistofa, Læknadeild HÍ 40 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.