Læknaneminn - 01.04.2007, Page 41

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 41
hátækm SVO sem göng undir Öskjuhlíðina og Sundabraut munu tryggja að allir borgarbúar og landsmenn munu hafa greiðan aðgang að þessu svæði til framtíðar. Þessu til viðbótarmá benda á áætlaða uppbyggingu hátækniiðnaðar og sprotafyrirtækja í Vatnsmýrinni. Slík tengsl háskólastarfsemi og nýsköpunar er mikilvæg leið til að skapa grundvöll að framsæknu nútímaþjóðfélagi. Við horfum björtum augum til þeirrar framtíðaruppbyggingar heilbrigðis- og lífvísinda í nánum tengslum við háskólastarfsemi og þekkingar- og hátækniiðnað. Slíkur kjarni er líklegur til að skapa frjóar hugmyndir, betra heilbrigðiskerfi og veita auknum krafti í uppbyggingu á nútíma borgarsamfélagi í Reykjavík. Ekki verður séð að önnur staðsetning hafi upp á slíka kosti að bjóða. Grein þessi er að hluta byggð á fyrri grein höfunda er birtist í Morgunblaðinu í júlí 2006 Á móti Nú eru liðin sjö ár frá sameiningu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. í stað þess að fara hagkvæmustu leiðina að því að sameina reksturinn var ákveðið að byggja nýjan spítala við Hringbraut frá grunni og afnema hlutverk spítalans í Fossvogi. Því er Ijóst að margir áratugir muni líða þar til fer að gæta hagræðingar sameiningarinnar. Allan tímann hefur legið fyrir mun hagkvæmari lausn til að sameina rekstur spítalans. Búast má við miklum kostnaði við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Fyrri hluti spítalans sem þarf að byggja núna, þ.e. nálægt 40-50 þúsund fermetrar, mun kosta 25-30 milljarða króna. Reikna má með að kostnaður við seinni hluta byggingar, 50-60 þúsund fermetrar, verði nálægt 30-40 milljörðum króna. Við erum því að tala um kostnað upp á nálægt 60-70 milljarða króna fyrir þetta risaverkefni sem þarf að leysa. Það er ekki sama hvernig sameining svo stórra og flókinna fyrirtækja sem spítalar eru fer fram. Það þarf mikinn undirbúning og kostar miklar breytingar á aðstöðu, skipulagi og fleiru. Markmiðið er að ná fram hagræðingu í rekstri og faglegum styrkleika. Ljóst er að hagræðing hefur ekki náðst á þeim sjö árum sem spítalinn hefur starfað. Það kemur engum sem til þekkir á óvart þar sem það er reynsla víða erlendis frá að ekki næst hagræðing nema hægt sé að flytja meginstarfsemina á einn stað. Kostnaður af sameiningarferlinu er orðinn töluverður. Ef það sem ríkið greiddi Reykjavíkurborg fyrir þau mannvirki sem það yfirtók er talið með, má gera ráð fyrir að þessi kostnaður sé á bilinu 3-4 milljarðar króna. Staða Landspítala virðist því vera sú að mjög nauðsynlegt sé að færa líkamlega bráðaþjónustu á einn stað og sameina þar dýrustu þjónustudeildirnar, þ.e. skurðstofur, gjörgæslu, myndgreiningu og rannsóknarstofur. Það er alger forsenda þess að hagræðing náist í rekstri. Talið er að sú hagræðing gæti numið 1-1,5 milljörðum króna á ári þannig að eftir miklu er að slægjast. Ráðgjafar frá fyrirtækinu Ementor í Kaupmannahöfn komu með ákveðna tillögur um lausn málsins fyrir 6-7 árum. Eftir að hafa skoðað alla núverandi aðstöðu sameinaðs spítala var niðurstaða þeirra að hagkvæmasta og fljótvirkasta lausnin væri sú að líta á lóðir við Hringbraut og í Fossvogi sem eina lóð. Til að ná hagkvæmni sem fyrst væri nauðsynlegt að sameina alla líkamlega bráðastarfsemi í Fossvogi. Þar eru bestu legudeildir sem til eru á landinu fyrir um 250-300 sjúklinga sem auðvelt væri að laga og uppfylla flestar kröfur sem til þeirra þarf að gera. Þar er einnig hægt að nota áfram núverandi aðstöðu skurðstofu, röntgendeildar og jafnvel gjörgæsludeildar og tengja þar við nýja byggingu fyrir þann hluta þessarar starfsemi sem nú fer fram á Hringbraut. Byggja þarf legudeildir til þess að hægt sé að flytja skurðdeildir og lyfjadeildir í Fossvog en kvensjúkdómadeildir og barnadeildir kæmu í kjölfarið. Áfram verði ýmis starfsemi við Hringbraut t.d. geðdeild, endurhæfingadeild, ýmsar rannsóknadeildir og háskólastarfsemi. Reynslan mun síðan leiða í Ijós hvaða aðra starfsemi væri nauðsynlegt að flytja í Fossvog. Það skiptir engu máli fyrir hlutverk Landspítala sem háskólastofnunar hvort hún er staðsett í Fossvogi eða við Hringbraut. Fossvogur er mun meira miðsvæðis með tilliti til þess hvar íbúar höfuðborgarsvæðisins búa og starfa. Það má ekki gleyma því að árlega skipta heimsóknir á spítalann mörg hundruð þúsundum. Lóðin í Fossvogi er mun stærri og auðvelt að byggja þar mun hærri hús en mögulegt er að byggja við Hringbraut. Tenging við umferðaræðar er góð og ekki þarf að eyða milljörðum í að flytja slíkt mannvirki eins og gert hefur verið við Hringbraut. Læknaneminn 2007 4 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.