Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 42

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 42
Alþjóðanefndin SO ára Hálfrar aldar afmæli Alþjóðanefndar læknanema Hjörtur Brynjólfsson Aðst. nemendaskiptastjóri 2006-2007 Þorgerður Guðmundsdóttir Formaður IMSIC 2003-2004 r Iár er fimmtugasta starfsár Alþjóðanefndar læknanema og er því vel við hæfi að kynna starfsemi nefndarinnar og hvernig hún hefur þróast. Alþjóðanefndin, öðru nafni IMSIC (Icelandic Medical Student's International Committee) hefur verið starfandi frá árinu 1957 þegar íslenskir læknanemar urðu aðilar að IFMSA (International Federation of Medical Students Associations). IFMSA voru eins og mörg önnur alþjóðafélög stúdenta stofnuð skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldar. I Kaupmannahöfn vorið 1951 komu saman fulltrúar læknanema frá níu löndum til að stofna alþjóðasamtök læknanema, IFMSA. Markmiðið var að koma á fót alþjóðlegum ópólitískum nemendasamtökum. IFMSA hafa að leiðarljósi að auka faglegt samstarf læknanema óháð þjóðerni, trú, stjórnmálaskoðun og kyni. Á þessum 56 árum sem liðin eru frá stofnfundinum hafa samtökin vaxið gríðarlega og standa nú 92 aðildarlönd að IFMSA. Innan IFMSA starfa sex nefndir sem hver og ein sinnir verkefnum á afmörkuðu sviði svo sem menntun læknanema, lýðheilsu, kynfræðslu, mannréttindum og stúdentaskiptum. Tvisvar á ári eru haldnir aðalfundir IFMSA þar sem saman koma um 700 manns frá mörgum aðildarlöndum. Þar fer fram aðalstarf þessara sex nefnda, skipulag og undirbúningur verkefna sem og þjálfun, fræðsla og kennsla á margvíslegum sviðum. Á vegum IFMSA er unnið að ýmsum alþjóðlegum verkefnum á borð við tóbaksvarnir, Bangsaspítalann, baráttu gegn berklum og kynsjúkdómum, þar á meðal alnæmi og verkefni tengt munaðarlausum börnum í Rúmeníu. IFMSA eru virt samtök á alþjóðavísu og eiga meðal annars fulltrúa í Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO), Sameinuðu þjóðunum og World Medical Association (WMA). Hingað til hafa stúdentaskiptin verið aðalhlutverk IMSIC og hafa margir íslenskir læknanemar nýtt sér þau síðastliðin fimmtíu ár. Út frá þessu alþjóðastarfi hafa á síðustu árum orðið til tvö önnur félög innan raða læknanema, Ástráður - forvarnarstarf læknanema - og nýstofnað Lýðheilsufélag læknanema. Þrátt fyrir að vera lítil nefnd á alþjóðamælikvarða getum við státað af því að Björg Þorsteinsdóttir fyrrverandi formaður IMSIC fór einnig með embætti forseta IFMSA árið 1997-1998. Einnig hafa verið haldnar þrjár alþjóðlegar ráðstefnur hér á landi, síðast í nóvember 2004. Þá var haldin árleg ráðstefna FINO (Federation of International Nordic Medical student's Organisations). FINO er norrænt samstarf innan IFMSA og þar koma saman fulltrúar frá Norðurlöndunum sem öll eiga aðild að IFMSA. Þótti fundurinn heppnast mjög vel. Á þessum fundi kynntu Norðmenn verkefni sitt í Kenya sem felst í sjálfboðavinnu á heilsugæslustöðvum í fátækrahverfum Nairobi. Buðu þeir hinum Norðurlöndunum að taka þátt og fór fyrsti hópurinn á vegum IMSIC út strax sumarið 2005. Eftir það hafa fleiri hópar íslenskra læknanema og einnig tannlæknanema lagt leið sína til Kenya. Næsta sumar eru enn fleiri hópar á leið þangað. í stjórn IMSIC sitja 8 læknanemar. Formaður og stúdentaskiptastjóri eru af 4. ári, gjaldkeri og aðstoðar stúdentaskiptastjóri eru af 3. ári, ritari og sumardagskrár- stjóri eru af 2. ári auk tveggja meðstjórnenda af 1. ári. Á hverju sumri tekurlMSIC á móti u.þ.b. 20 læknanemum alls staðar að úr heiminum. Hver nemi er einn mánuð í 42 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.