Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 45
Lost - tvnda siúkdómsástandið Lost - týnda sjúkdómsástandið Bjarni Þór Eyvindsson Læknir Algengasta notkun orðsins lost í dag er þegar fólk er að tala um ákveðinn amerískan sjónvarpsþátt sem fjallar um fólk sem strandar á eyðieyju og er að leita að björgun. Orðið lost í íslensku er hins vegar notað yfir sjúkdómsástand sem geturfalið í sér ýmsa merkingu. Það má segja að orðið lost sé í svipaðri leit að björgun eins og leikendur í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt, annars vegar að erfitt er að skilgreina sjúkdómsástandið lost þar sem það geta verið margir þættir sem valda losti og eins að mörg önnur heiti eru notuð yfir þetta sjúkdómsástand. Er þá oft verið að vísa til undirliggjandi vandamáls sem veldur losti eins og hjartabilun eða sýkingar. Því hefur notkunin á orðinu lost ekki náð jafn sterkri fótfestu á íslandi eins og erlendis þar sem enska þýðingin "shock" er mikið notuð. Má til sanns vegar færa að aukin skilningur á losti og einkennum þess myndi bæta fyrstu meðferð alvarlegra veikra einstaklinga á bráðamóttöku. Það er miklu sterkari greining að skilgreina einhvern í losti frekar en að tala um versnun á t.d. hjartabilun eða tala um slæma hjartabilun. Það er einnig hægt að leggja mjög mismunandi skilning í orðin „alvarleg sýking". Um leið og einstaklingur hefur verið skilgreindur í septísku losti þá er betra fyrir aðra að skilja ástand sjúklingsins og mikilvægi þess að bregðast hratt við. Eins og áður kom fram er erfitt að setja fram einfalda skilgreiningu á losti. Kemur það fyrst og fremst til vegna þess að lost getur komið fram mismunandi eftir einstaklingum og undirliggjandi orsök. Einfaldasta skilgreiningin á losti er eftirfarandi: „Lost er alvarlegt sjúkdómsástand þar sem ónægt blóðflæði til vefja líkamans veldur skorti á súrefni og næringarefnum. Ónægt blóðflæði geturvaldið lífshættulegu ástandi og er ein helsta orsök dauða í alvarlega veikum einstaklingum. Þetta ástand getur einnig leitt til margra annarra sjúkdóma." Þessi skilgreining er mikil einföldun á því ferli sem fer af stað í losti. Margar tegundir eru til af losti og mjög mismunandi orsakir geta komið af stað ferli sem leiðir til losts. Grunnurinn virðist þó ávallt vera hinn sami og það er að truflun verður á almennu blóðflæði (lágþrýstingur) eða á blóðflæði til ákveðinna líffæra. Truflunin nær þó mun dýpra og þannig verður truflun á starfsemi hvatbera í frumum líkamans vegna ónógs súrefnisflæðis. Til að útskýra ferlið hefur verið reynt að flokka lost eftir því hver svörun líkamans er. Fjögur stig losts: 1. stig - upphaf Truflun á blóðflæði veldur súrefnisskorti í vefjum líkamans. Þetta leiðir til þess að mitochondriur geta ekki framleitt ATP. Einnig koma fram skemmdir í frumuhimnum og frumur skipta yfir í loftóháða öndun. Þetta veldur upphleðslu á laktati og pýruvatsýru sem leiðir til metabolískrar sýringar á blóði. Einnig verður truflun á starfsemi lifrarinnar. 2. stig - svörunarferli Líkaminn reynir að bregðast við og leiðrétta undirliggjandi ástand. Vegna lækkunar á sýrustigi fer einstaklingurinn að anda hraðar þannig að meira sé skilið út af koldíoxíði. Nemar í slagæðum bregðast við lágum blóðþrýstingi og koma af stað losun adrenalíns og noradrenalíns. Þetta veldur æðasamdrætti og hækkun blóðþrýstings og hjartsláttar. Renin-angiotensin kerfið í nýrunum fer að halda í vökva til að viðhalda blóðþrýstingnum. Tilfærsla verður á blóðflæði til hjarta, lungna og heila. 3. stig - einkennaferli Ef ekki tekst að snúa við lostferlinu fara að koma fram bilanir í viðbragðskerfum líkamans. Minnkað súrefnisflæði til frumna veldur upphleðslu á natríum innan þeirra og kalíumleka út úr þeim. Við þetta fer að byrja sjálfsmelting í frumum og niðurbrotsensím losna úr frumunum. Lágt sýrustig veldur samdrætti í æðakerfinu á mótum háræða og bláæða. Þetta veldur því að blóð safnast fyrir í háræðum. Hækkaður þrýstingur í háræðum og aukin losun histamíns veldur því að vökvi og prótein fara að leka út í nálæga vefi. Veldur þetta aukinni seigju á blóðinu og aukinni tíðni á smáum blóðtöppum sem loka þá litlum æðum. Við þetta minnkar enn frekar súrefnisflæði til vefja og ástand þeirra versnar hratt. 4. stig - lokaferli Þegar hingað er komið fara að koma fram líffærabilanir Læknaneminn 2007 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.