Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 46

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 46
og nánast ómögulegt er að snúa við ferlinu. Leiðir þetta að lokum til dauða einstaklingsins. Þrátt fyrir að reynt sé í útskýringartilgangi að flokka ferli losts niður í nokkur skref þá er Ijóst að skilin á milli skrefa eru mjög óljós og einstaklingur getur verið að færast fram og til baka í ferlinu eftir því hvernig líkaminn bregðst við og hvort utanaðkomandi aðstoð kemurtil. Rannsóknir á losti og sérstaklega á septísku losti hafa sýnt fram á mikilvægi þess að bregðast mjög hratt við ef einkenni um lost eru komin fram. Ástæðan fyrir þessu er að dánartíðni af völdum losts er mjög há og eykst hratt eftir því hversu lengi einkenni losts hafa staðið yfir. Því hefur verið lögð mjög mikil áhersla á snögga greiningu og meðferð og í því sambandi verið talað um hinn "gullna klukkutíma". Er þar markmiðið að full meðferð sé hafin innan 4-6 klukkustunda eftir að einkenni um lost koma fram. Með því móti megi lækka dánartíðni um að meðaltali 25% ef allar tegundir losts eru skoðaðar. Því er mikilvægt í upphafi að vera með skilgreiningarnar á losti á hreinu. Eins og áður hefur komið fram er erfitt að skilgreina lost þar sem grunnástand einstaklinga er mjög mismunandi. Þannig útilokar ekki eðliiegur púls greiningu losts frekar en eðlilegur blóðþrýstingur. Orsökin fyrir þessu er að grunnástand einstaklingsins getur verið allt annað, t.d. einstaklingur með mjög háan blóðþrýsting að staðaldri sem er ekki eðlislægt að vera með efri mörk blóðþrýstings í kringum 100. Því þarf að fara fram heildarmat á einkennum einstaklingsins og lífsmörkum. Hins vegar verður lost aldrei greint nema að það sé haft í huga í upphafsgreiningu. Fyrstu almennu einkennin eru þó oft: þreyting á meðvitundarstigi lækkaður blóðþrýstingur hækkaður púls hröð öndun almennt skert starfsemi hjartans minnkaður þvagútskilnaður Til eru ýmsar skilgreiningar varðandi þessi einkenni og er eftirfarandi skilgreining tekin úr biblíu bráðalækninga, „Rosen's: Emergency medicine": Hjartsláttur > 100 slög/mínútu Öndunartíðni > 22x/mínútu eða pC02 > 32 mmHg Systólískur blóðþrýstingur < 90 mmHg Þvagútskiinaður < 0,5 ml/kg/klukkustund Laktat > 4 mM Slagaæðabasaskortur > 5 mEq/L Þessi skilgreining er sett fram óháð undirliggjandi orsök og getur því verið góð til að styðjast við í upphafsgreiningu þar sem orsök er jafnvel óþekkt. Mikil vinna hefur verið lögð í að reyna að skilgreina og flokka orsakir losts. Árið 1972 komu Hinshaw og Cox fram með flokkun sem er grunnurinn að þeirri flokkun sem notuð er í dag. Þeirra hugmynd var að flokka lost eftir undirliggjandi orsök í 4 mismunandi flokka. Fimmta flokknum var svo bætt við fyrir nokkrum árum. Samkvæmt þessari flokkun Hinshaw og Cox eru lost flokkuð í eftirfarandi flokka: Rúmmálsminnkunarlost (Hypovolemisk lost) Hjartabilunarlost (Cardiogenisk lost) Blóðflæðishindrunarlost (Obstructive lost) Æðavíkkunarlost (Distributive lost) Fimmti flokkurinn sem kom inn seinna er Ofnæmislost (Endocrine lost) Rúmmálsminnkunarlost eða hypovolemiskt lost er algengasta tegund losts og getur blandast inn í aðra flokka losts. Rúmmálsminnkunarlost er tilkomið vegna vökvataps þarsem minnkun verðurá vökvamagni í æðakerfi líkamans. Þetta getur komið til við einfalt blóðtap eins og við miklar blæðingar í kjölfar slysa eða við tap á söltum og vökva við alvarlegan bruna. Einkenni eru í beinu sambandi við vökvatapið og hefur alvarleiki þess verið flokkaður í 4 flokka (sjá töflu). Skilmerki Flokkur I Flokkur II Flokkur III Flokkur IV Blóðtap (mL) upp að 750 750-1500 1500 - 2000 2000 eða meira Blóðtap (%HB) upp á 15% 15-30% 30-40% 40% eða meira Púls <100 >100 >120 140 eða hærra Blóðþrýstingur eðlilegur eðlilegur lækkaður lækkaður Púlsþrýstingur eðl/hækkaður lækkaður lækkaður lækkaður Háræðafylling eðlileg seinkuð seinkuð seinkuð Öndunartíðni 14-20 20-30 30-40 > 35 Þvag (ml/klst) 30 eða meira 20-30 5-15 < 5 Mental status eðlilegur órólegur rugl rugl - minnkuð meðvitund Tafía: Flokkun á rúmmálsminnkunarlosti (byggt á 70 kg einstaklingi) 46 Læknanemirm 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.