Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 47
Lost - týnda sjúkdómsástandið Eins og sést á töflunni þá eru einkenni rúmmáis- minnkunarlosts mjög lítil í upphafi og því mikilvægt að vera á varðbergi. Helstu orsakirfyrirrúmmálsminnkunarlosti eru allar meiriháttar blæðingar t.d. eftir slys, aðgerðir eða blæðingar frá meltingarvegi og annað sem orsakað getur vökvatap,t.d.uppköst,niðurgangur,aukinnþvagútskilnaður, minnkuð vökvainntaka og bruni. Einkenni rúmmálsminnkunarlosts eru eins og kemur fram í töflunni breytt meðvitundarstig, lækkaður blóð- þrýstingur, hraður og veikur púls, kaldsveitt húð, hröð og djúp öndun og þreyta. Einnig getur verið þorstlæti og lækkaður líkamshiti. Meðferð við rúmmálsminnkunarlosti er fyrst og fremst vökvameðferð. Þó hafa rannsóknir sýnt að við meira en 20% blóðtap sé rétt að byrja strax blóðgjöf og einnig ef einstaklingurinn svarar ekki vökvagjöf með saltvatni. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á nokkurn mun milli mismunandi tegunda vökva. Einnig er mikilvægt að gefa súrefni og auðvita reyna að stöðva orsök vökvatapsins. Bíða á með inotropisk lyf eins og noradrenalin eða dópamín nema ef svörun við vökvameðferð sé ófullnægjandi eða blóðþrýstingur mjög lágur. Hjartabilunarlost eða cardiogeniskt lost er eins og nafnið ber með sér lost af völdum ófullnægjandi starfsemi hjartans. Vandamálið liggur þá í því að dæluvirkni hjartans er skert þannig að ekki tekst að viðhalda fullnægjandi blóðþrýstingi og blóðflæði til vefja líkamans. Oftast er þetta vegna nýrra eða gamalla skemmda á hjartavöðvanum. Helstu orsakir fyrir hjartabilunarlosti eru stórt hjartadrep (AMI), hjartsláttartruflanir, þykknun eða stífni í hjarta- vöðvanum, hjartabilun, útflæðisvandamál (stenosis) og lokusjúkdómar. Fyrir utan bein hjartaáföll þá er það oft eitthvað annað sem kemur hjartabilunarlosti af stað. Veldur það þá auknu álagi á hjartað sem getur verið veikt fyrir vegna t.d. krónískrar hjartabilunar. Einkenni hjartabilunarlosts eru álík rúmmálsminnkunar- losti. Orsökin er þá léleg dæluvirkni og minnkað ústreymi sem veldur lágum blóðþrýstingi, hækkuðum púls, breyttu meðvitundarástandi, seinkaðri háræðafyllingu og kald- sveittri húð. Einnig geta verið þandar hálsbláæðar og auðvitað óreglulegur púls ef hjartsláttaróregla er orsök lostástands. Einkennum er hægt að skipta upp eftir því hvort starfstruflunin er vinstra eða hægra megin í hjartanu. Meðferð á hjartabilunarlosti miðar að því að ná upp dæluvirkni hjartans og bæta súrefnisbúskap þess til að oiinnka mögulegar skemmdir á hjartavöðvanum. Meðferð er þó nokkuð mismunandi eftir því hver orsökin er. Ávallt skal þó hefja sem fyrst súrefnismeðferð og leiðrétta blóðþrýsting. Oft þarf að bregðast hratt við með lyfjum til að leiðrétta t.d. hjartabilun eða hjartsláttaróreglu. Mikilvægast er þó eins og áður að vera vakandi fyrir skilmerkjum losts og bregðast hratt við ef einstaklingur stefnir í eða er komin í hjartabilunarlost. Það ástand setur hann í allt annan flokk þegar kemur að lífslíkum en yfir 50% einstaklinga látast ef einkenni þeirra þróast yfir í hjartabilunarlost. Blóðflæðishindrunarlost eða obstructive lost er þegar blóðflæði er stöðvað eða það kemst ekki til þess líffæris sem því er ætlað. Því skapast staðbundið rúmmálsminnkunarlost en einkenni geta verið mjög mismunandi eftir því hvar blóðflæðistruflunin er. Helstu orsakir fyrir blóðflæðishindrunarlosti eru cardiac tamponade þar sem þrýstingur í gollurshúsinu dregur úr eða stöðvar flæði blóðs til hjartans sem veldur minnkuðu útstreymi og blóðþrýstingsfalli. Þrýstingsloftbrjóst veldur samfalli á lunga og tilfærslu á miðmætinu. Við það kemur þrýstingur á hjartað og stóru bláæðarnar og dregur úr blóðflæði til hjartans. Blóðtappar í lungum sem valda truflun á loftskiptum í lungum geta með auknum lungnaþrýstingitruflaðblóðflæðitilhjartans.Ósæðarþrengsli valda truflun í útstreymi frá hjartanu og valda þar með truflun á blóðflæði. Einnig geta blóðtappar eða æðaþrengsli í minni líffærum valdið afmarkaðri truflun í blóðflæði sem er þó nægjanleg til að koma af stað lostástandi. Einkenni blóðflæðishindrunarlosts eru svipuð og við rúmmálsminnkunarlost með lækkuðum blóðþrýstingi, hækkuðum púls, breyttu meðvitundarástandi og kaldsveittri húð. Einnig koma fram eins og í hjartabilunarlosti þandar hálsbláæðar og pulsus paradoxus getur fundist ef um tamponade er að ræða. Meðferð blóðflæðishindrunarlosts er einföld, leiðrétta verður undirliggjandi orsök fyrir lostinu. Meðferðin getur því verið mjög mismunandi, frá því að setja inn brjóstholskera vegna loftbrjósts eða gefa segaleysandi meðferð vegna blóðtappa í lungum. Það sem er mikilvægast er að eins og áður sé meðferð hafin eins fljótt og hægt er og jafnvel áður en greining hefur að fullu verið staðfest. Æðavíkkunarlost eða distributive lost er til komið eins og í rúmmálsminnkunarlosti vegna þess að skortur er á blóðrúmmáli. Það sem er þó öðruvísi í æðavíkkunarlosti er að vökvaskorturinn er í raun ekki til staðar heldur er það mikil víkkun á æðakerfinu sem veldur falli á blóðþrýsting og ófullnægjandi blóðflæði til vefja líkamans. Hjartað reynir að bæta fyrir þetta með því að auka útstreymið og hraða hjartslætti. Vegna bólgu- og ónæmissvörunar verður truflun á súrefnisupptöku í vefjum líkamans og einkenni losts fara að koma fram. Orsakir fyrir æðavíkkunarlosti eru margar og nokkuð mismunandi. Algengasta orsökin er sýklasótt þar sem Læknaneminn 2007 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.