Læknaneminn - 01.04.2007, Page 51
Sjúkratilfelli 2
Sjúkratilfelli 2
Kolbrún Pálsdóttir
Læknir í sérnámi
Kvennadeild, Landspítaii - háskóta-
sjúkrahús
Karl Ólafsson
Sérfræðingur í kvensjúkdóma- og
fæðingarlæknisfræði
Kvennadeild, Landspítali - háskóla-
sjúkrahús
Sjúkrasaga
22 ára gömul kona kallartil vaktlækni vegna skyndilegrar
versnunar á kviðverkjum. Vaknaði hún við verkina sem
voru verulega sárir þrýstingsverkir aftur í endaþarm og
upp í kviðinn. Gat hún sig ekki hreyft vegna þessa. Hafði
hún verið að finna fyrir sömu verkjum bara vægari af og til
undanfarna mánuði. Verkirnir voru staðsettir ofan lífbeins
og komu í köstum. Lýsir hún verkjum sem þrýstingsverkjum
bæði í kviðnum og niður í endaþarm. Hafði verið að finna
fyrir óþægindum við hægða- og þvaglosun. Sjálf hafði hún
einnig tekið eftir þenslu á neðri hluta kviðar. Reynt
árangurslítið að megra sig í nokkra mánuði.
Konan er gravida 0, engin fyrri saga um vandamál tengd
móðurlífi. Síðustu tíðir voru um 3 vikum fyrir komu til
læknis. Tekur við komu p-pilluna, hafði áður verið mjög
óreglulega á blæðingum.
Annað í heilsufari er að hún er með vélindabakflæði og
skjaldkirtilsvanstarfsemi. Tekur vegna þessa T.Euthyrox
0,1 mg lxl og Lomex 20 mg lxl. Ekkert þekkt ofnæmi og
hún reykir ekki.
Hún var hitalaus, blóðþrýstingur 145/90. Kviðskoðun
leiddi í Ijós greinilegt þan á neðri hluta kviðar, og samsvaraði
útlitið 20-22 vikna meðgöngulengd. Ekki voru til staðar
merki um ertingu í lífhimnu, mest bein þreifieymsli yfir
þessari fyrirferð.
Við kvenskoðun þreifast straxfyrirferð neðantil í kviðnum.
Konan er með töluverð palpeymsli þar við þreifingu. Væg
tilfærslueymsli til staðar við hreyfingu á leghálsi
(dislocations eymsli).
Rannsóknir
Við ómskoðun um leggöng sást fyrirferð í grindarholi
18x13 cm í þvermál eins og sést á mynd 1. Ekki sáust
merki um frían vökva í kvið við ómskoðunina. Önnur
uppvinnsla byggðist á blóðprufum, meðal annars CA-125
mælingu, og reyndust þær rannsóknir eðlilegar.
Þungunarpróf var einnig gert sem var neikvætt.
SkoÖun
Mynd 1: Ómskoðun sýnir stóra fyrirferð í grindarholi
Við komu í skoðun á Kvennadeild LSH er konan ekki mjög
meðtekin af verkjum og gefur greinargóða sjúkrasögu. Hver er sjúkdómsgreiningin?
Hún er í eðlilegum holdum.
Læknaneminn 2007 5 7