Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 52
Sjúkratilfelli 2 Greining Vinnugreining var einföld blaðra (simple ovarian cyst), líklega gengin frá eggjastokk. Verkir taldir geta skýrst af blæðingu inn í blöðruna, sjá á mynd 2, eða snúningi fram og tilbaka á eggjastokk með heftu blóðflæði og þar með blóðþurrð og tilheyrandi verkjum. Þar sem konan var ekki meðtekin af verkjum við skoðun og hún kom inn á helgarvakt, var ákveðið að bíða með aðgerð þar til tveim dögum síðar. Var konan þá kölluð inn til kviðarholsspeglunar til að fjarlægja blöðruna. Við aðgerð kom í Ijós 18 cm stór einföld blaðra á vinstri eggjastokk, fyllt gráglærum vökva. Blaðran var fyrst tæmd og hún síðan skræld út úr eggjastokknum. Vefurinn sem myndaði blöðruna var svo sendur í vefjagreiningu. Gangur eftir aðgerð var eðlilegur og útskrifaðist konan samdægurs. Vefjagreining leiddi svo í Ijós hluta af eggjastokk með mucinous cystadenoma með borderline malignant breytingum, focal intramucosal carcinoma með focal microinvasion. í kjölfarið var gerð önnur aðgerð þar sem afgangur af vinstra eggjastokk var fjarlægður. Vefjagreining á eggjastokknum sýndi eðlilegan eggjastokk án merkja um illkynja breytingar. Deilt hefur verið um það hvernig stiga eigi sjúkdóminn í svona tilfellum, stigun sjúkdómsins er stig Ia eða Ic. Samkvæmt afturskyggnum rannsóknum hækkar stig sjúkdómsins úr Ia í Ic við það að tæma blöðruna fyrst og gera síðan aðgerð til að fjarlægja eggjastokkinn. í hvorugu tilfellinu er þörf á frekari meðferð. 6yn V 75/6/5EU 5.0 FPS Sd Angle Z20d Dffset Dyn Rng 60d6 Persist 5 Edge 1 6ain 29dB Dutput -SdE Sray Map L Mynd 2: Ómskoðun sýnir blæðingu inn í blöðruna Umræða Skyndilegir kviðverkir hjá konum á barnseignaraldri eru algeng kvörtun. Orsakir slíkra verkja eru fjölmargar og misalvarlegar. Efst á listanum yfir mismunagreiningar ættu alltaf að vera eggjaleiðarabólga og utanlegsþungun og hægt er að útiloka utanlegsfóstur með neikvæðu þungunarprófi. Konur með bráða kviðverki og jákvætt þungunarpróf þarf hins vegar að meta af kvensjúkdóma- lækni til frekari greiningar. Aðrar algengar orsakir fyrir bráðum kviðverkjum eru til dæmis botnlangabólga, nýrnasteinar, tíðaverkir, legslímuflakk, blöðrur á eggjastokkum og vandamál í tengslum við þær, t.d. rof á blöðru með blæðingu inn í kvið, snúningur á eggjastokk eða blæðing inn í blöðru.1 í tilfellinu að framan var um að ræða fyrirferð á eggja- stokk sem gaf versnun á langvinnum kviðverkjum. Mismunagreiningar í þessu tilfelli voru m.a. blæðing í blöðruna, snúningur á eggjastokk ásamt einkennum frá ristli og þvagblöðru vegna þrýstingsáhrifa. Þegar stórar fyrirferðir greinast á eggjastokk eins og í þessu tilfelli þarf að hafa í huga að snúist getur upp á eggjastokk með þeim afleiðingum að blóðþurrð myndast. Hjá þeim sjúklingum eru verkir yfirleitt mjög sárir og lífhimnuertingu að finna við skoðun. Ef grunur leikur á slíku þarf að leiðrétta ástandið sem fyrst með aðgerð. Yfirleitt er þá gerð kviðarholsspeglun þarsem fyrirferð erfjarlægð og blóðflæði er komið á til eggjastokks á nýjan leik. Ef mikil bið verður á því að blóðflæði komist á aftur þarf að fjarlægja eggjastokk vegna dreps. Blöðrur á eggjastokkum eru algengar hjá konum á öllum aldri allt frá fósturlífi þar til eftir tíðahvörf. Samkvæmt breskum tölum hafa um 4% allra kvenna verið lagðar inn á sjúkrahús fyrir 65 ára aldur vegna einkenna sem rekja má til fyrirferðar á eggjastokk.2 Hjá konum fyrir tíðahvörf eru fyrirferðir á eggjastokknum oftast góðkynja. Líkur á illkynjun hjá konum með fyrirferð á eggjastokk fyrir tíðahvörf eru 6-10%.3 Aðrar heimildir sýna líkur upp á 3- 6% upp að 40 ára aldri og 6% hjá konum milli 40-45 ára.4 Langoftast er því um góðkynja fyrirferðir að ræða. Þar eru algengastar einfaldar blöðrur sem myndast í tengslum við þroskun eggbús um miðbik tíðahrings. Þá þroskast eggbú án þess að losa egg og heldur áfram að stækka. Þær blöðrur verða þó sjaldan yfir 10 cm í þvermál. Yfirleitt er ekki þörf á sértækri meðferð hjá konum með þess háttar blöðrur heldur hverfa þær af sjálfu sér. Hins vegar er alltaf viss hætta á rofi eða uppásnúningi eggjastokks í tengslum við stærri tegundir einfaldra blaðra. Aðrar tegundir fyrirferða á eggjastokk eru komnar frá yfirborðsþekju eggjastokksins, kímfrumum eða kynfrumustoðvef og geta þær verið bæði góðkynja eða illkynja eins og var raunin hjá þessari konu. Þær eru einnig af öllum stærðum. Þær fyrirferðir hverfa ekki af sjálfu sér. Hafa þarf einnig í huga hluti eins og abscess í eggjaleiðara, legslímuflakk og utanlegsþungun sjáist fyrirferð á eggjastokk við ómun eða finnist stækkun við þreifingu. Hvernig á svo að greina á milli þessara tegunda og komast nær réttri greiningu til að ákvarða viðeigandi meðferð? Aldur sjúklings gefur góðar vísbendingar um uppruna fyrirferðar. Konur eftir tíðahvörf eru margfalt líklegri til að hafa illkynja fyrirferð heldur en þær sem eru yngri. Útlit á ómskoðun gefur mikilvægar upplýsingar. Einfaldar, 52 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.