Læknaneminn - 01.04.2007, Page 55
Verknám á 4. námsári í Ivf- oa handlækninqum
spítalann lenda í engum vandræðum með að finna
bílastæði. Enn fremur verður maður þessarar sérstöðu
fljótt var inni á spítalanum því andrúmsloftið er allt miklu
léttara og þægilegra. Starfsmenn spítalans þekkja hvern
annan meira og minna með nafni, hafi þeir eitthvað saman
að sælda á annað borð, og gjarnan fjölskylduhagi aðra líka
svo mér þótti samstarf fólks og samskipti oft ganga
einhvern vegin eðlilegar og mannlegar fyrir sig heldur en á
LSH. Ég minnist þess t.a.m. ekki að hjúkrunarfræðingar
hafi haft önnur en góð afskipti af okkur nemunum, þrátt
fyrir að eflaust hafi verið næg tilefni til. Vegna smæðarinnar
er einnig mjög einfalt að rata um húsið og fljótlegt að læra
inn á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og engir fjandans
öryggiskóðar og talnarunur til að gleyma og týna.
Matsalurinn krefst sérstakrar umfjöllunar. Matseldin þar
er til fyrirmyndar og finnur maður það á bragðinu og
áferðinni að hann er eldaður af alúð. Matseljuna sér maður
fyrirsérsem hlýlega og þéttholda mömmu á miðjum aldri,
samanborið við róbótana í matvinnsluverksmiðju LSH. Og
fyrir stúlkurnar og íþróttaálfana - salatbar á hverjum degi.
Greitt er svo fyrir matinn með strikamerktu auðkenniskorti
eða einfaldlega uppgefinni kennitölu svo matarmiðavesen
er úr sögunni, en gíróseðlarnir berast reyndar um síðir.
Skurðdeildirnar eru tvær, bæklunardeild og hand-
leekningadeild, sem er afar fjölbreytt að viðfangsefnum.
Bæklunarskurðlæknarnir eru fimm og flestir óvenju
viðkunnanlegir og kennslufúsir miðað við stétt. Þar á meðal
erannartveggja bestu handarkirurga landsins, sem sökum
handaskaðafæðar sinnir öðrum skönkum engu síður; eins
er þarna Þorvaldur Ingvarsson, afbragðskennari og
Ijómandi maður, þrátt fyrir að vera um þessar mundir að
asnast út í pólitík, og það fyrir íhaldið. Á handlækningadeild
eru fimm skurðlæknar. Tveir þvagfæraskurðlæknar og
almennur skurðlæknir frá Hrísey. Æðaskurðlæknir, sem er
bróðir Eiríks Haukssonar en syngur mun betur, með
bassarödd neðan úr iðrum jarðar og vekur því sjúklingana
til lífsins með sálmasöng að morgni dags. Enn fremur er
þarna forstöðulæknirinn indverski, Shreekrishna Datye,
sem er sem skurðlæknir jafn fjölhæfur og mannlífið
meðfram Ganges og öflugri íslenskumaður en unglæknarnir
flestir og segir hann þeim því til jafnt í læknisfræði sem
málfræði.
Þrátt fyrir að nýbreytni tómleikans hafi berlega blasað
við mér, stöku sjúkrarúm auð dögum saman, og engir
sjúklingar legið á göngunum, þá var í raun enginn skortur
á viðfangsefnum eða fórnarlömbum á hinn alræmda
skráningarlista sjúrnala og innskrúbbaðra aðgerða,
sérstaklega þarsem færri bekkjarfélagar voru til að berjast
við um hvern sjúkling. Fjölbreytileiki aðgerðanna var einnig
ágætur, en möguleiki er að sjá flest allt annað en heila- og
hjartaaðgerðir, ent.a.m. erum þriðjungurgerviliðaaðgerða
á íslandi framkvæmdur á FSA og er nokkuð um það að
sjúklingar séu sendir að sunnan. Áhugasamir hafa einnig
möguleika á því að komast í aðgerðir kvensjúkdóma- og
fæðingarlækna og krufningar ef lítið er að gerast á öðrum
vígstöðvum auk þess sem maður getur alltaf skotist á
slysadeildina. Sá ókostur er reyndar á slysadeildinni að
íbúafjöldi svæðisins býður ekki upp á hinn stöðuga eril
Læknaneminn 2007 55