Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 58

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 58
Af Félagi læknanema Af Félagi læknanema Sigurður Árnason Formaður Félags læknanema 5. árs læknanemi Félag læknanema var stofnað árið 1933 og er næstelsta nemendafélag við Háskóla íslands. Innan félagsins starfa læknanemar af öllum sex námsárunum en félagið samanstendur af stjórn, fulltrúaráði, kennslu- og fræðslumálanefnd, ráðningastjórum og ritnefnd Læknanemans. Einnig eru starfandi innan vébanda félagsins lesstofustjórar, Ijósmyndari félagsins og ritstjóri heimasíðunnar. Með þessari grein er ætlað að varpa Ijósi á þá miklu vinnu sem lögð er af hendi innan félagsins með því að fara yfir starfsemina á líðandi starfsári. Stiklað verður á helstu atriðum og atburðum undanfarinna mánuða auk þess sem minnst verður á þá viðburði sem eru í burðarliðnum fyrir núverandi vormisseri. Stjórn Félags læknanema Stjórn Félags læknanema er skipuð einum nemanda af hverju námsári og fulltrúi fimmta ársins er formaður stjórnar. Stjórnin er ábyrg fyrir störfum félagsins og heldur utan um daglegan rekstur þess. Formaður stjórnar auk formanns kennslu- og fræðslumálanefndar eru fulltrúar nemenda í deildarráði læknadeildar sem er hið eiginlega framkvæmdavald læknadeildar. Allir stjórnarmenn sitja hina fjölmennu deildarfundi læknadeildar en deildarfundur fer með ákvörðunarvald í málefnum deildarinnar. Um leið og skóla lauk síðastliðið vor hittust fulltrúar stjórnar, fulltrúaráðs og kennslu- og fræðslumálanefndar og lögðu línurnar fyrir komandi starfsár. Sú forvinna skilaði miklu og eftir að nýr samningur við aðalstyrktaraðila félagsins, Kaupþing (þá KB Banki), var undirritaður í júlí var hafist handa við að undirbúa upphaf skólaársins. Stuðningur Kaupþings er í formi fjárstyrkja sem renna beint til útgáfu- og fræðslustarfsemi félagsins auk þess að gera félaginu kleift að halda uppi öflugu félagslífi. Undirbúningur að útgáfu félagsskírteina var hafinn í ágúst og sala þeirra hófst snemma í haust. Félagsgjöld eru ákveðin af stjórnarskiptafundi ár hvert og voru þau 2.500 krónur fyrir veturinn 2006-2007. Einsetti stjórn sér að nemendur þæru sem mest úr býtum ef þeir kysu að ganga í félagið. Félagsaðild að þessu sinni fylgdi aðgangur að heimasíðu félagsins, aðgangur í vísindaferðir félagsins og afsláttur á matsölustöðum, af líkamsræktarkorti og á árshátíð félagsins. Auk þess fengu allirtvo bíómiða á mynd að eigin vali og þeir læknanemar sem eiga börn fengu tvo til viðbótar. Snemma á árinu bauð stjórn ásamt fulltrúaráði nýnema velkomna í deildina með kynningu á félaginu ásamt veglegum veitingum. Síðar sama kvöld voru það svo sjálfir nýnemarnir sem kynntu sig fyrir eldri nemum samkvæmt gamalli hefð. Þykir enn jafn vinsælt að komast að því hvort einhver læknabörn séu í hópnum. Allt frá því að Ijóst var að læknanemar yrðu að víkja af lesaðstöðu sinni í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg síðastliðið vor vann stjórnin að því að útvega nýtt húsnæði. Fengust nokkur vilyrði fyrir húsnæði og varð það úr að læknanemar fengu lesaðstöðu í Ármúla 30, þar sem áður voru rannsóknarstofur í lyfjafræði og réttarlæknisfræði. Háskólinn stóð sig með prýði við að breyta gamalli rannsóknarstofu í snyrtilegt lesrými. Hefur sú aðstaða nýst vel í vetur en hún er ætluð öllum nemum sem lokið hafa öðru námsári. Nemar á fyrstu tveimur árunum hafa áfram aðstöðu í Læknagarði. Því miður er þó ekki víst hvort læknanemar haldi aðstöðunni í Ármúla lengur en til haustsins 2008. Mun stjórn því fljótlega hefjast handa við að útvega nýtt húsnæði. Á haustmánuðum hófst mikil umræða meðal læknanema um ráðningakerfi félagsins sem hefur verið við lýði í fjölda ára. Almenn sátt er um kerfið í meginatriðum en reglugerð þess er þó yfirfarin á hverju ári. í nóvember boðaði stjórn til félagsfundar um ráðningakerfið. Ráðningastjóri kynnti þar ráðningakerfið og reglur þess og Ólafur Baldursson sviðsstjóri skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á LSH ræddi um tengsl læknanema við LSH. Að lokum voru kostir og gallar kerfisins reifaðir og hugmyndir að úrbótum ræddar í líflegum umræðum. Var í kjölfarið sett á laggirnar nefnd læknanema sem hefur það markmið að endurskoða kerfið í heild sinni og varpa Ijósi á þá þætti sem betur mættu fara og koma með tillögur að endurbótum á næsta aðalfundi FL. í október síðastliðnum kom stjórn FL í samstarfi við LSH að því að læknanemar gætu sótt þar um launaðar yfirsetuvaktir. Um er að ræða yfirsetuvaktir yfir sjúklingum sem þurfa tímabundið en stöðugt eftirlit vegna óráðs eða annars ójafnvægis af andlegum eða líkamlegum toga. Þeir læknanemar sem sóttu um vaktirsóttu í kjölfarið námskeið hjá LSH um yfirsetu. Hafa útköll verið um þrjátíu frá því að þessi starfsemi hófst í október en fleiri nemar eru um hituna en læknanemar. 58 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.