Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 59
Af Félaqi læknanema
í marsmánuði hélt Félag læknanema ásamt Félagi ungra
lækna kynningu á formlegri inngöngu fimmta og sjötta árs
læknanema í Félag ungra lækna og þar með í Læknafélag
Islands. Hefur sú innganga mikla þýðingu fyrir launamál
læknanema en um þetta er fjallað annars staðar í
blaðinu.
Af þeim verkefnum sem eru í vinnslu hjá stjórn félagsins
má nefna að félagið hyggst styrkja námskeið í endurlífgun
ætlað fimmta árs nemum. Áhuginn á slíku námskeiði er
mikill því margir læknanemar leysa af í héraði sumarið
eftir fimmta ár. Ekki er boðið upp á slíkt námskeið í sjálfu
læknanáminu fyrr en á sjötta ári. Að lokum má nefna
ráðstefnu í hjartalækningum sem félagið hyggst halda í
samráði við Merck Sharp & Dohme í aprílmánuði.
FulltrúaráÖ
Fulltrúaráð er skipað átta nemum, einum af hverju
námsári en tveimur nemum af fyrstu tveimur árunum.
Formaður ráðsins er fulltrúi þriðja ársins. Fulltrúaráð sér
um og skipuleggur skemmtanir og íþróttaviðburði fyrir
læknanema. Árshátíð Félags læknanema ber þar hæst en
einnig er fjölmargt annað um að vera. Má þar nefna marga
vísindaleiðangra læknanema, árlegt fótboltamót,
snókermót, stelpu- og strákakvöld og Læknaleika. Einnig
hefur fulltrúaráðið styrkt umgjörð vikulegs fótboltahóps og
hlaupahóps fyrir áhugasama læknanema.
Arshátíð Félags læknanema var haldin á Hótel Sögu 9.
mars. Fulltrúaráð á veg og vanda að skipulagningu og
framkvæmd hennar en hafist var handa við
undirbúningsvinnu strax á haustmánuðum. Óhætt er að
segja að hún hafi heppnast mjög vel og öll skipulagning og
umgjörð glæsileg. Dagana fram að árshátíð var fjölmargt
um að vera en fulltrúráð hafði skipulagt dansnámskeið
fyrir læknanema auk pool- og fótboltakvölds. Einnig bauðst
læknanemum afsláttur í skautahöllina í Laugardal og af
snyrtivörum í Lyf og heilsu í Kringlunni. Að morgni
árshátíðarinnar fengu allir bekkirnir gómsætar brauðkörfur
og hittust bekkirnir ýmist um morguninn eða í hádeginu og
gæddu sér á veitingunum. Veglegt happdrætti var svo á
árshátíðinni sjálfri og hlutu hinir heppnu vinninga í boði
félagsins. Aðalvinningur kvöldsins var flugmiði fyrir tvo til
áfangastaðar að eigin vali í Evrópu.
Á árshátíðinni voru afhent kennsluverðlaun Félags
læknanema en Finnbogi Jakobsson, sérfræðingur í
taugalækningum, hlaut þau að þessu sinni. Einnig voru
afhent í fyrsta sinn kennsluverðlaun unglækna og þau
hlaut Bjarni Þór Eyvindsson fyrstur unglækna. Gunnhildur
Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri skurðlæknissviðs LSH, fékk
heiðursverðlaun Félags læknanema að þessu sinni. Um
þessi verðlaun má lesa annars staðar í blaðinu.
Fulltrúaráð stóð fyrir áðurnefndri nýnemakynningu
síðastliðið haust auk þess sem nýnemum var boðið í
helgarferð í Þjórsárver í septembermánuði í árlega
nýnemaferð. Slík ferð hefur verið farin undanfarin ár við
mikla ánægju nýnema og stefnt er að slíku áfram. Á næsta
ári er fyrirhugað að nýta ferðina til að kynna enn betur
fyrir nemum hvernig félagsstarfið innan deildarinnar er
uppbyggt auk almennrar kynningar á læknadeild og
læknanáminu.
Vísindaferðir voru þó nokkrar á haustönn en sú
fjölmennasta var í höfuðstöðvar KB Banka. KB Líf bauð
einnig læknanemum í heimsókn á árinu sem og Álverið í
Straumsvík, Sóltún, Neyðarlínan, Toyota, Svæðisskrifstofa
fatlaðra, Morgunblaðið, Orkuveitan og Landsvirkjun.
Fyrirhugaðar eru fleiri heimsóknir á árinu.
Snóker hefur skapað sér töluverðan sess meðal
læknanema, einkum meðal nema af fyrstu tveimur
námsárunum. Árlega er haldið snókermót sem að þessu
sinni var í októbermánuði. Síðar á önninni var haldið
fótboltamót í Egilshöll. í báðum mótum fóru sjötta árs
nemar með sigur af hólmi og hlutu að launum glæsilega
verðlaunagripi.
Hápunktur skemmtanalífs haustannarinnar var svonefnt
stelpu- og strákakvöld. Stúlkurnar heimsóttu Álverið í
Straumsvík á meðan strákarnir skoðuðu bíla hjá Toyota. Á
eftir bauð félagið hvorum hóp um sig upp á drykkjarföng
og síðar um kvöldið sameinuðust hóparnir og skemmtu sér
saman fram á rauða nótt.
Fulltrúaráð aðstoðaði nema annars árs þegar þeir héldu
hið árlega jólaglögg læknanema. Var jólaölið kneyfað sem
aldrei fyrr þetta kvöld.
Á döfinni hjá fulltrúaráði eru hinir vinsælu Læknaleikar
en þeir voru fyrst haldnir fyrir þremur árum. Á leikunum
keppa læknanemar sín á milli í hinum ýmsu og oft mjög
svo skrautlegu keppnisgreinum.
Kennslu- og fræöslumálanefnd
Kennslu- og fræðslumálanefnd er skipuð sex fulltrúum,
einum af hverju námsári. Formaður nefndarinnar er á
fimmta námsári.
Kennslu- og fræðslumálanefnd vinnur ötult starf í
kennslumálum læknadeildar. Fulltrúar nefndarinnar sitja
fundi kennsluráðs læknadeildar sem annast framkvæmd
og eftirlit með læknanemakennslu í læknadeild. Kennslu-
og fræðslumálanefnd safnar umsögnum og athugasemdum
nemenda um námskeið læknadeildarog kemur þeim áleiðis
til kennsluráðsins.
Óhætt er að segja að undanfarin ár hafi verið stormasöm
hvað kennslumál varðarvegna umfangsmikilla breytinga á
Læknanemirm 2007 5 9