Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 60

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 60
Af Félagi læknanema námsskrá læknadeildar. Töldu margir nemar að þrátt fyrir ágæti nýju námsskrárinnarkæmi framkvæmd breytinganna mikið niður á þeirra námi. Einkum átti það við þá árganga sem hófu nám samkvæmt eldri námsskrá en var þó gert að útskrifast samkvæmt þeirri nýju. Hefur nefndin að mestu leyti einbeitt sér að þessum málum undanfarin misseri. í vor útskrifast fyrsti árgangurinn samkvæmt nýrri námsskrá og er innleiðing breytinganna því langt komin. Kennslu- og fræðslumálanefnd fylgir þessu enn vel eftir en hefur nú meira ráðrúm til annarra starfa á borð við fræðslustarfsemi og uppsetningu rafræns fræðabúrs. Fræðabúrið mun koma til með að innihalda ýmislegt gagnlegt fyrir læknanema og er mjög spennandi verkefni. í vetur hefur nefndin staðið fyrir námskeiðskynningum þar sem eldri nemendur miðla reynslu sinni til þeirra sem styttra eru komnir í náminu. í upphafi nýrra námskeiða getur farið mikill tími hjá nemendum í að ákveða hvaða bækur skuli lesa, hvernig sé best að nálgast námsefnið og hvernig prófamálum sé háttað í viðkomandi námskeiði. Eru námskeiðskynningarnar liður í því að einfalda læknanemum þær ákvarðanir svo tími þeirra nýtist betur til lestrar. Það er svo ætlunin að með öflugu rafrænu fræðabúri sem nú er í vinnslu muni verða hægt að miðla slíkum upplýsingum sem mest á netinu fyrirfram og þannig nýta kynningarnar fyrst og fremst sem fyrirspurnatíma. Á haustmánuðum fóru formaður kennslu- og fræðslumálanefndar og formaður stjórnar félagsins til fundar við nema á fyrstu þremur árum námsins og kynntu þar læknadeild og læknanámið undir yfirskriftinni „Allt sem þú vildir vita um læknanámið en þorðir ekki að spyrja". Þar varm.a. uppbygging læknanámsinsútskýrðímeginatriðum, farið yfir grunnhugtök í læknisfræði og læknanámi ásamt útskýringu á hlutverkaskiptingu lækna innan spítalans. í mörgum tilvikum hafa læknanemar lengi framan af námi verið að velta fyrir sér þýðingu hugtaka á borð við unglæknir, kandídat, aðstoðarlæknir, „medesín" og „kírúrgfa" en kynningin fól í sér útskýringu þessara hugtaka ásamt ýmsu öðru. Er það ætlunin að slík kynning fari fram árlega og verði jafnvel hluti af nýnemaferðinni á haustin. Kennslu- og fræðslumálanefnd hefur einnig komið að nefndarvinnu um nýjan spítala og lagt sitt af mörkum þar varðandi aðstöðu nemenda ásamt því að taka þátt í málefnum tölvuaðgengis læknanema á LSH. Margt er á döfinni hjá kennslu- og fræðslumálanefnd og ber þar helst að nefna hópslysaæfingu læknanema. Slíkar æfingar eru haldnar annað hvert ár og er það hefð að fyrsta árs nemar leiki sjúklinga og nemar eldri ára reyni hvað þeir geti til að bjarga þeim. Þessar æfingar hafa síðustu ár verið gríðarlega umfangsmiklar og afar vel að verki staðið. Framkvæmd þeirra hefur verið í samstarfi við sameiginlegan skyndihjálparhóp björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu ásamt læknum slysadeildar. Mikil tilhlökkun er meðal nema að taka þátt í þessum æfingum sem eru gagnlegar en jafnframt skemmtilegar. Til viðbótar við æfinguna hyggst nefndin standa fyrir fjölbreytilegum fræðslufundum. Önnur embætti Ráðningastjóri ber ábyrgð á ráðningakerfinu og er hann á fimmta námsári. Honum til fulltingis er aðstoðar- ráðningastjóri á fjórða ári. Þeir eru einnig tengiliðir sinna árganga við flest er við kemur verklegu námi læknanema og skiptingu þeirra á deildir. Ráðningastjóri boðar mánaðarlega ráðningafundi og er í samskiptum við alla vinnuveitendur á landinu varðandi afleysingastöður fyrir læknanema. Ritnefnd Læknanemans vinnuröflugtstarfog læknanemar geta verið afar stoltir af útgáfu svo metnaðarfulls fag- tímarits. Ritnefndin er kosin á aðalfundi Félags læknanema en hefð er fyrir því að ritstjóri blaðsins sé af fimmta ári. Ljósmyndari félagsins sér um að mynda atburði á vegum félagsins ásamt því að safna saman innsendum myndum. Myndirnar eru birtar á heimasíðu félagsins. Áður fyrr var slíkt birt á sneplum sem félagið gaf út og gekk útgáfan undir nafninu Meinvörp en með tilkomu heimasíðunnar hefur sú útgáfa lagst af. Lesstofustjórar hafa umsjón með lesstofum læknanema í Ármúla og á Læknagarði og sjá til þess að allt sé í röð og reglu. Þeir fylgjast jafnframt með nýtingu lesaðstöðunnar og deila út borðum samkvæmt nýtingu og eftirspurn. Ritstjóri heimasíðunnar sér um ritstjórn á heimasíðu Félags læknanema. í vinnslu eru umgengisreglur um síðuna sem ritstjóri mun framfylgja. Heimasíða læknanema www.laeknanemar.is er öflugt samskiptatæki læknanema en þar getur félagið komið á framfæri fréttum og auglýsingum auk þess sem spjallþræðir síðunnar eru gríðarlega mikið notaðir af læknanemum til gagns og gamans. Einnig vinna læknanemar ýmis önnur áhugaverð störf innan annarra nefnda og félaga á borð við Ástráð, Alþjóðanefnd og Lýðheilsufélagið sem ekki tengjast beint starfsemi Félags læknanema. Vísa ég í aðrar greinar í þessu blaði um störf þeirra. LokaorÖ Það er Ijóst að starf félagsins er umfangsmikið og margt skemmtilegt um að vera. Vil ég að lokum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem leggja hönd á plóg innan félagsins og fórna til þess miklum tíma og krafti. 60 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.