Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 64

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 64
háskólabæjarstemmning og rík hjólreiðarhefð svo að á annatímum streyma hjólreiðamenn um göturnar í meira mæli en bílar. Hver er aÖdragandinn og hvernig sækir maÖur um stöðu? Allar: Margar stofnanir hafa góðar upplýsingar á netinu sem auðvelt er að finna og þar er hægt að kynna sér starfsemi deilda, áherslur í rannsóknum, netföng tengiliða, oftast yfirmanns (verksamhetschef), umsjónarlæknis (schemalaggare) og prófessora. Best er að senda umsókn til þessara aðila með tölvupósti. Mörgum hefur reynst farsælt að fá meðmælanda (helst einhvern sem þekkir til þess sjúkrahús/lands sem þú vilt sækja um hjá/í) og fá hann til að hafa samband við deildina ytra, fá netfang þess sem sér um ráðningarmál og skrifa síðan bréf. í bréfinu er gott að fram komi hvers konar stöðu viðkomandi hefur áhuga á, stuttur bakgrunnur með menntun, fyrri störfum og vísindavinnu, auk þess að senda afrekaskrá (curriculum vitae, CV) sem fylgiskjal. Gott erað nefna þar meðmælendur, og að þeir eftir atvikum sendi einnig meðmælabréf. Jákvætt er að lýsa áhuga á og/eða óska eftir að koma í viðtal, þó það sé ekki skilyrði fyrir ráðningu. Bréfið má gjarnan vera á sænsku, en svo er ekkert að því að samræður í síma eða viðtali séu á ensku svo að maðurstandi á jafningjagrundvelli og komi hreint fram. Gott er að hefja undirbúning einu ári áður, þótt vel geti farið svo að manni verði boðið að koma fyrr. Ekki er óalgengt að fyrstu svör séu þau að ekkert sé laust (Tyvárr...). Þá er mikilvægt að senda um hæl þakkarbréf fyrir góð svör, en enda bréfið á að biðja viðkomandi að hafa mann í huga ef eitthvað losnar og óska eftir leyfi til að hafa samband síðar til að heyra hvort eitthvað hafi breyst. Skrifa síðan bréf á 3-4 mánaða fresti til að minna á sig og virkja meðmælanda sinn til þess sama. Þó er hugsanlega hægt að fá viðtal fyrr þótt ekkert sé laust. Þetta getur bæði hjálpað til að komast að síðar, og einfaldað umsóknarferlið þá með því að fylla einungis út umsóknareyðublöðin og spara aðra utanferð sé ekki óskað eftir nýju viðtali. Loks er hægt að fylgjast með lausum stöðum á vef sænska læknafélagsins, http://www.slf.se, og á honum ásamt vef sænska unglæknafélagsins (SYLF, Sveriges Yngre Lákares Förening), http://www.slf.se/sylf, er einnig hægt að fá yfirlit yfir kaup og kjör ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum (getur þurft aðgangsorð, vera meðlimur). Taka ber þó fram að margar vikariat stöður eru aldrei auglýstar. íslendingar þurfa ekki að taka nein próf heldur geta sótt beint um sænskt lækningaleyfi á grunni norrænna samninga. Hvernig er skipulagi sérnámsins háttað? Allar: Námsstöður eru nefndar ST (specialist tjánst- göring) stöður, en tímabundnar afleysingastöður fyrir deildarlækna 'vikariat'. Grunnsérnám í lyflækningum, skurðlækningum og fleiri sérgreinum er 5 ár en til að fá tvöfalda sérgrein (dubbelspecialist) bætast a.m.k. 1,5 ár við. Til dæmis er sérnám í lyflækningum og undirsérgrein 6,5-7 ár, þar af 3 ár í undirsérgrein (gigt, lungna-, innkirtlalækningum...) og 3,5 ár í almennum lyflækningum og öðrum tengdum greinum. Skýrt er kveðið á um lágmarkstíma á hverri deild, svo sem á hjarta- og nýrnadeild og hvaða skilyrði slík deild þarf að uppfylla. Auk þess er viss hluti val. Sænska læknafélagið/sérgreinafélögin gefa út leiðbeiningar (utbildningsbok) með ítarlegum marklýsingum í hverri grein sem hver læknir fær i upphafi sérnáms og þarf að fylla í og skila inn þegar sótt er um sérfræðileyfi. í ýmsum greinum er boðið upp á sérfræðipróf í lokin og í öðrum er haldið stöðupróf árlega. Við upphaf sérnáms fær/velur sérnámslæknir klínískan handleiðara, og sé stefnt að doktorsnámi samhliða, annan rannsókna- handleiðara. Klínískur handleiðari er tengiliður þinn við "kerfið" og veitir leiðsögn um hvaða kúrsa eigi að sækja auk þess sem mánaðarlegir fundir eru haldnir þar sem farið er í gegnum lesefni, tilfelli o.fl. Hann aðstoðar einnig við uppsetningu svonefnds ST samnings í upphafi sérnáms þar sem formlega er kveðið á um innihald og lengd sérnámsins, svo sem tímalengd á einstökum deildum, skyldu- og valkúrsa (SK kurser), ráðstefnur, lesefni, rannsóknatækifæri o.fl., og er þetta einstaklingsmiðað í Ijósi fyrri reynslu. Oft er innifalið í ST samningi rétturtil að sækja 2-4 SK-námskeið eða önnur sambærileg námskeið árlega á launum þar sem uppihald og námskeiðsgjöld eru greidd af klíníkinni. Þessi samningur er undirritaður af námslækni, handleiðara, yfirmanni stofnunar og umsjónarlækni sérnámsins (studierektor) og skuldbindur þannig stofnunin sig til að uppfylla þessi markmið og veita þannig lækninum menntun til sérfræðiviðurkenningar á 64 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.