Læknaneminn - 01.04.2007, Page 66

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 66
Sérnám í Svíþjóð um vinnutíma sem má ekki fara umfram 48 tíma að með- altali á hverju 4 vikna tímabili. Hluti vaktalauna er almennt greiddur sem uppsafnað frí sem kemur betur út skattalega og nýtist vel til lestrar, rannsókna eða annarrar sjálfsbetr- unar. Hvernig er heilbrigðiskerfi Svíþjóðar uppbyggt samanborið við það íslenska? Allar: Það er almennt séð líkt hinu íslenska, að því und- anskildu að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru fáir og göngudeildarstarfsemi mun öflugri, auk þess sem sjúkling- ar þurfa tilvísun til sérfræðings. Hámarksbiðtími eftir lækn- isheimsókn er 3 mánuðir. Hvaða möguleikar eru á rannsóknavinnu? Allar: Hér er mikið lagt upp úr rannsóknum enda líta Svíar á rannsóknavinnu sem mikilvægan hluta sérnáms. Því eru miklir og góðir möguleikar til rannsóknavinnu hér og samþætting hennarvið klínískt sérnám sveigjanlegri og auðveldari en víða gerist. Mikilvægt er þó að benda á að þetta fær ekki að vera á kostnað klínískrar þjálfunar og sérnám lengist því séu rannsóknir fléttaðar inn í. Hvaða valkostir bjóðast í húsnæði? Allar: Góðir möguleikar eru á að kaupa hús (villa) eða íbúð (bostadsrátt) og miðað við laun ráða læknar almennt vel við það. Verðlag er svipað og gerist á íslandi en hefur farið hækkandi, breytilegt eftir svæðum. Skoðið gjarnan á www.hemnet.se og www.bovision.se. Þetta er jafnvel hægt að gera áður en flutt er út. Leiga kemur einnig til greina en er gjarnan 'second hand' og öryggi því minna. Er Svíþjóð fjölskylduvænn sérnámskostur? Sædís: Varla er hægt að hugsa sér betri aðstæður fyrir fjölskylduna. Leikskólar eru almennt mjög góðir og dvalar- tími sveigjanlegri en á íslandi. Mikið tillit er tekið til barna á vinnustað og fæðingarorlof beggja kynja álitið sjálfsagt. Lengd þess er 1 ár og eiga börn rétt á leikskólaplássi frá þeim aldri. Sjálf erum bæði við og dóttir okkar afar ánægð með leikskólann hennar, hún fékk pláss innan mánaðarfrá því við fluttum, og væntanlegu fæðingarorlofi okkar hjóna hefur verið tekið mjög jákvætt af hálfu vinnuveitenda og samstarfsfélaga. Aðstaða til íþrótta s.s. sunds og skíðaiðk- unar er líka frábær í nágrenninu og mikið um gróin útivist- arsvæði í borginni sem eru mannmörg í góðu veðri! Sigríður: Ekki spurning. Forgangsröðunin í samfélaginu er á börnin og fjölskylduna. Við erum með tvö börn, 6 ára strák sem var að byrja í skóla og 4 ára stelpu á leikskóla. Við erum öll ánægð með skólann og leikskólann. Áður en við fluttum út þá vorum við búin að athuga með leikskól- apláss í hverfinu sem við fluttum í og fengum pláss mánuði eftir að við fluttum út, þannig að það gat ekki gengið betur. Hins vegar er mikilvægt að gera allt hér með miklum fyrir- vara. Svíar skipuleggja allt með miklum fyrirvara og því mikilvægt að sækja um eins fljótt og maður getur. Maður er búin að reka sig nokkrum sinnum á það að íslenski hugsunarhátturinn " þetta reddast" gildir ekki hér. Annað hvort sækir þú um og gerir hlutina á réttum tíma eða þú bara missir af! Inga Sif: Við erum tvö í heimili með íslenskan hest og líður afar vel hér. Vinnutíminn er skýr og tími til frístunda góður. Við hjólum mikið, syndum í nálægu vatni yfir sum- artímann, stundum skíðamennsku, fjallaútivist og skauta- tækifæri á vötnum eru óþrjótandi yfir háveturinn. Um- hverfis Uppsala er víða góð aðstaða til að hafa hesta og reiðleiðir fjölbreyttar í fallegri náttúru. Nokkur gagnleg netföng: Sænska læknafélagið (Svenska Lákaresállskapet): www.svls.se/svls.cs Stéttarfélag sænskra lækna (Sveriges lákarförbund): www.slf.se Félag sænskra unglækna (SYLF, Sveriges Yngre Lákares Förening): www.slf.se/sylf Námskeið, kúrsar: www.ipuls.se Socialstyrelsen: www.Socialstyrelsen.se Sænsk-Ensk netorðabók: www.lexin2.nada.kth.se/swe-eng.html Fasteignaleitarsíður: www.hemnet.se,www.bovision.se Að lokum: Við viljum benda áhugasömum á góða og ítarlega yfir- litsgrein sem birtist í Læknablaðinu fyrir nokkrum árum og fjallar almennt um sérfræðinám í Svíþjóð, landið og heil- brigðiskerfið: Kristín Huld Haraldsdóttir, Tómas Guðbjarts- son. Sérfræðinám í Svíþjóð - Vænn kostur. Læknablaðið 2001;87:160-166. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um framhaldsnám í Stokkhólmi eða Uppsala er velkomið að hafa samband við okkur með tölvupósti. Inga Sif Ólafsdóttir, inga sif.olafsdottir@medsci.uu.se Sigríður Bjömsdóttir, sigridur.bjomsdottir@karolinska.se Sædís Sævarsdóttir, saedis.saevarsdottir@karolinska.se 66 Læknaneminn 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.