Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 68
Útskrifaðist frá Læknadeild HÍ 1949 Viðtal við Lilju Marfu Petersen, lækni egar ég hafði samband við Lilju varð hún hissa á því að ég skildi vilja hitta sig. Hún sagðist ekkert hafa gert merkilegt um ævina. Þá varð ég hissa. Mérfinnst Lilja María Petersen mjög merkileg kona. Hún er fædd í Reykjavík 19. nóvember 1922. Foreldrar hennar voru Hans Petersen kaupmaður og Guðrún Margrét Jónsdóttir og er Lilja ein sex systkina. Hún kvæntist Jóni Sigurðssyni, bifreiðastjóra árið 1949 og eignuðust þau fimm börn. Lilja lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og hóf nám við Læknadeild Háskóla íslands þá um haustið. Hún vartólfta konan til að Ijúka læknisfræðinni hér á landi en sex konur voru saman í náminu á þessum tíma. En hvað varð til þess að hún valdi læknisfræði? Lítið val var um nám erlendis vegna ástands í heiminum á þessum tíma og þess vegna kaus hún að læra á íslandi. Lítill áhugi var fyrir lögfræði hjá Lilju og viðskiptafræði var nú bara fyrir þá sem vildu leggja minna á sig í námi, eins og hún orðaði það. Það var þannig aldrei spurning um hvort hún færi í háskólanám, heldur bara hvaða deild háskólans heillaði mest. Uppbygging námsins fyrir 65 árum var talsvert frábrugðin því sem læknanemar þekkja í dag. Því var skipt í þrjá hluta, fyrsta hluta, miðhluta og síðasta hluta. Fyrsti hlutinn var annars vegar eins árs kennsla í efnafræði (kemíu) og heimspeki (fýlunni) og próf um vorið. Hins vegar var kennsla í líffæra- og lífeðlisfræði sem fór fram næstu þrjú árin. Ekki var þó bein kennsla í seinni fögunum heldur voru nemar teknir upp og látnir þylja upp staðreyndir þar til þeir strönduðu. Þá var næsti nemi tekinn fyrir. Prófað var í líffæra- og lífeðlisfræði með munnlegum prófum í lok þessara þriggja ára. Algengt var þó að nemar tækju prófin eftir þrjú og hálft ár, jafnvel fjögur ár þegar þeim þótti þekkingin orðin nægilega mikil. Gaman er að nefna að Lilja varfyrsta konan til að Ijúka prófunum á réttum tíma og þar af leiðandi fyrsta konan til að Ijúka læknisfræði á réttum árafjölda. Miðhluti námsins byggðist á kennslu í meinafræði og lyfjafræði í eitt ár. Þegar hingað var komið fór kennsla nánast eingöngu fram á Landspítalanum við Hringbraut og var þar áfram þar til náminu lauk. Lyflæknisfræði, skurðlæknisfræði, háls-, nef- og eyrna- læknisfræði, húð- og kynsjúkdómafræði, kvensjúk- dómafræði, heilsufræði, augnlæknisfræði og fleiri greinar tilheyrðu svo síðasta hluta námsins. Áhugavert hlýtur að þykja í dag að fyrsta verkefni stúdenta á skurðdeildum fólst í að svæfa sjúklinga með chloroformi og svæfingargrímu. Á þessum tíma voru notaðar sérstakar grímur sem keyptar voru í Skotlandi. Einstaka sinnum var notað eter. Formleg kennsla í þessum greinum var ekki heldur til staðar heldur voru tímarnir frekar á spjallformi. Kennsla var einnig yfir sumarið. Lilja útskrifaðist frá Læknadeild árið 1949 eftir sjö ára nám. Það var eðlileg tímalengd námsins á þessum árum. Eftir útskrift vann hún sem héraðslæknir á Egilsstöðum þar til í byrjun árs 1950 og eftir það tók við eins og hálfs árs kandídatstímabil á Landspítalanum með hléum. Því lauk formlega í byrjun árs 1952. Lilja kenndi lengst af líffærafræði, fyrst við Fósturskóla íslands frá 1968-1974 og síðan við Hjúkrunarskóla íslands frá 1972 þar til honum var lokað upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar. Henni þótti þetta starf henta betur samhliða því að sinna fjölskyldunni og segir verkefnið hafa verið eitt það skemmtilegasta sem hún hefurtekið sérfyrir hendur. í dag er það að sjálfsögðu undantekning að mönnum bregði við að sjá kvenmann klæðast hvítum slopp og munda hlustunarpípuna. Fyrir 65 árum þótti þetta ekki sjálfsagt mál en ekki urðu konurnar þó varar við að þær mættu beint mótlæti. Það var ekki gert upp á milli kynjanna í kennslu og sjúklingarnir tóku þeim vel. Lilju líkar þróunin í kynjaskiptingu Læknadeildar vel og segir konur alls ekki síðri lækna en karla. Við látum þar við sitja í bili. Texti: Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir 68 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.