Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 69
Sjúkratilfelli 3
Sjúkratilfelli 3
Jenna Huld Eysteinsdóttir
Læknir
Saga
16 ára gömul stúlka, áður heilsuhraust, leitar til
heimilislæknis vegna nokkurra daga sögu um flensulík
einkenni,kvef,slappleika, hitaog höfuðverk. Höfuðverkurinn
var verulega slæmur og fann hún einnig fyrir óþægindum í
baki og fótum. Hún hafði aldrei áður fengið svo slæman
höfuðverk og var hún einnig farin að finna fyrir ógleði og
kastaði aðeins upp fyrr um daginn. Við skoðun hjá
heimilislækni var ekkert sérstakt að finna og fór hún heim
með verkjalyf eftir þörfum og ráðlögð hvíld. Um kvöldið
finnur hún fyrir mjög slæmum höfuðverk áður en hún fer
að sofa en nær að sofna. Morguninn eftir var hún svipuð og
daginn áður og spjallaði aðeins við móður sína. Skömmu
síðar fékk hún krampa og var kallaður til neyðarbíll. Þegar
neyðarbíllinn kom á staðinn var hún með víkkuð Ijósop í
báðum augum og meðvitundarlítil en andaði sjálf og var
með ágætis lífsmörk. Hún var flutt með neyðarbílnum á
Slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi.
Skoðun
Við komu á Slysa- og bráðadeild er hún með yfir 39 stiga
hita en blóðþrýstingur og púls innan eðlilegra marka, 130/
70 og 90 í púls. Andaði ágætlega en var meðvitundarlaus.
Hún var með víkkað Ijósop hægra megin. Lungna- og
hjartahlustun var eðlileg og ekki var að sjá nein útbrot við
skoðun. Hún var ekki hnakkastíf.
Mismunagreiningar
Heilablæðing (intracranial hemorrhage)
Áverki á höfði
Sprunginn æðagúlpur (ruptured aneurysm)
Æðaflækjur (arteriovenous malformation)
Aðrir æðagallar (vascular anomalies)
Sýkingar í miðtaugakerfi
Æxli (neoplasm)
Æðabólgur (vasculitis)
Heilaslag (ischemic infarcts)
Vatnshöfuð (hydrocephalus)
Falskt heilaæxli (pseudotumor cerebri)
Idiopathískt
Tafla 1: Orsakir hækkaðs innankúpuþrýstings
Rannsóknir og meðferð
Við komu á Slysa- og bráðadeild var hún svæfð og sett
barkarenna og hún ventileruð. Það var gerð mænuástunga
og kom gruggugur mænuvökvi sem var sendur áfram í
frumutalningu, prótein- og glúkósamælingu, almenna
ræktun og veiruleit. Við mænuástunguna sást að hún var
með verulega hækkaðan innankúpuþrýsting (e.intracranial
pressure) þó ekki hafi fengist klár mæling á honum. Hún
fékk 2 g af Rocephalíni í æð og einnig mannitól. Það var
tekin tölvusneiðmynd af höfði sem sýndi engin merki um
blæðingu eða víkkuð heilahólf. Röntgen mynd af lungum
sýndi engar klárar íferðir og blóðprufur sýndu eðlilega
elektrólýta, kreatínin og lifrarpróf. Blóðhagur sýndi aftur á
móti verulega hækkun á hvítum blóðkornum eða 18.8 og
mikla vinstri hneigð eða 16.8 daufkyrninga (e.neutrophils).
CRP mældist einnig hækkað eða 180. Mænuvökvinn sýndi
hækkun á hvítum blóðkornum eða 11.5, og mikla vinstri
hneigð eða 98% daufkyrninga.
Hver er sjúkdómsgreiningin?
Hver eru næstu viðbrögð?
Læknaneminn 2007 6 9