Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 69

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 69
Sjúkratilfelli 3 Sjúkratilfelli 3 Jenna Huld Eysteinsdóttir Læknir Saga 16 ára gömul stúlka, áður heilsuhraust, leitar til heimilislæknis vegna nokkurra daga sögu um flensulík einkenni,kvef,slappleika, hitaog höfuðverk. Höfuðverkurinn var verulega slæmur og fann hún einnig fyrir óþægindum í baki og fótum. Hún hafði aldrei áður fengið svo slæman höfuðverk og var hún einnig farin að finna fyrir ógleði og kastaði aðeins upp fyrr um daginn. Við skoðun hjá heimilislækni var ekkert sérstakt að finna og fór hún heim með verkjalyf eftir þörfum og ráðlögð hvíld. Um kvöldið finnur hún fyrir mjög slæmum höfuðverk áður en hún fer að sofa en nær að sofna. Morguninn eftir var hún svipuð og daginn áður og spjallaði aðeins við móður sína. Skömmu síðar fékk hún krampa og var kallaður til neyðarbíll. Þegar neyðarbíllinn kom á staðinn var hún með víkkuð Ijósop í báðum augum og meðvitundarlítil en andaði sjálf og var með ágætis lífsmörk. Hún var flutt með neyðarbílnum á Slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi. Skoðun Við komu á Slysa- og bráðadeild er hún með yfir 39 stiga hita en blóðþrýstingur og púls innan eðlilegra marka, 130/ 70 og 90 í púls. Andaði ágætlega en var meðvitundarlaus. Hún var með víkkað Ijósop hægra megin. Lungna- og hjartahlustun var eðlileg og ekki var að sjá nein útbrot við skoðun. Hún var ekki hnakkastíf. Mismunagreiningar Heilablæðing (intracranial hemorrhage) Áverki á höfði Sprunginn æðagúlpur (ruptured aneurysm) Æðaflækjur (arteriovenous malformation) Aðrir æðagallar (vascular anomalies) Sýkingar í miðtaugakerfi Æxli (neoplasm) Æðabólgur (vasculitis) Heilaslag (ischemic infarcts) Vatnshöfuð (hydrocephalus) Falskt heilaæxli (pseudotumor cerebri) Idiopathískt Tafla 1: Orsakir hækkaðs innankúpuþrýstings Rannsóknir og meðferð Við komu á Slysa- og bráðadeild var hún svæfð og sett barkarenna og hún ventileruð. Það var gerð mænuástunga og kom gruggugur mænuvökvi sem var sendur áfram í frumutalningu, prótein- og glúkósamælingu, almenna ræktun og veiruleit. Við mænuástunguna sást að hún var með verulega hækkaðan innankúpuþrýsting (e.intracranial pressure) þó ekki hafi fengist klár mæling á honum. Hún fékk 2 g af Rocephalíni í æð og einnig mannitól. Það var tekin tölvusneiðmynd af höfði sem sýndi engin merki um blæðingu eða víkkuð heilahólf. Röntgen mynd af lungum sýndi engar klárar íferðir og blóðprufur sýndu eðlilega elektrólýta, kreatínin og lifrarpróf. Blóðhagur sýndi aftur á móti verulega hækkun á hvítum blóðkornum eða 18.8 og mikla vinstri hneigð eða 16.8 daufkyrninga (e.neutrophils). CRP mældist einnig hækkað eða 180. Mænuvökvinn sýndi hækkun á hvítum blóðkornum eða 11.5, og mikla vinstri hneigð eða 98% daufkyrninga. Hver er sjúkdómsgreiningin? Hver eru næstu viðbrögð? Læknaneminn 2007 6 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.