Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 70

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 70
Sjúkratilfelli 3 Gangur og áframhaldandi meðferð Eftir tölvusneiðmyndina af höfði var farið á skurðstofu og þegar þangað var komið voru bæði Ijósop samandregin. Hún var búin að fá 500 ml af mannitóli í æð á þessum tímapunkti. Henni var haldið sofandi. Heila- og taugaskurðlæknir setti kera (e.drain) í heilahólfin (e.ventriculus) og mældist innankúpuþrýstingurinn verulega hækkaður eða 60 mmHg. Eftir að kerinn var settur kom heilmikið af heila- og mænuvökva og þrýstingurinn lækkaði töluvert við það. Hún var flutt á gjörgæsluna og illa gekk að ráða við innankúpuþrýstinginn fyrst í stað og var því settur inn keri (e.drain) í mænugöngin á milii lendhryggjarliða sex dögum eftir innlögn. Eftir að það var sett lækkaði þrýstingurinn meira og betur gekk að ráða við hann. Kerinn var svo tekinn 21 degi eftir innlögn og sett hjáveita á milli heilahólfa og kviðarhols (e.ventriculer peritoneal shunt). Líkamshita var haldið í 36°C með yfirborðskælingu fyrstu vikurnar. í mænuvökvanum sem var tekinn strax við komu á Slysa- og bráðadeildina ræktuðust svo Meningokokkar af grúppu B. Hún var í öndunarvél á gjörgæslunni í mánuð og með barkaraufa (e.tracheostomy) síðustu 2 vikurnar. Fór að vakna aðeins upp á 3.viku. Eftir að hún vaknaði upp aftur var hún með lömun í höndum og fótum. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi í fyrstu miklar lágþéttnibreytingar yfir nær öllu hægra heilahveli (mynd 1) en segulómun sem gerð var rétt fyrir útskrift af gjörgæslu yfir á barnadeild sýndi áfram dreifðar lágþéttnibreytingar (e.ischemia) yfir öllu hægra heilahveli (mynd 2) ásamt lágþéttnibreytingum í ofanverðri hálsmænu alveg upp við mænugat (e.foramen magnum) (mynd 3). Það var því Ijóst að hún hafði bæði hlotið heila- og mænuskaða í kjölfar heilahimnubólgunnar. Mynd 1: Tölvusneiðmynd af heila nokkrum dögum eftir innlögn Lágþéttnisvæði parietalt hægra megin, svo mörk milli grás og hvíts hei/avefs eru nánast alveg útmáð. Nú liggur hún á endurhæfingardeild í stífri endurhæfingu og eru einkenni hennar í dag í kjölfar þessara skemmda máttminnkun í hægri fótlegg, handleggurinn hægra megin nýtist við daglegar athafnir en útlimir vinstri hliðar eru bæði mjög spastískir og auk þess máttlausir. Hún kemst á Mynd 2: Segulómun af heila við útskrift af gjörgæslu Útbreitt lágþéttnisvæði í hægra heilahveli. Breytingarnar sjást temporalt occipitalt og hátt parietalt og frontalt. Ekki merki um lágþéttnisvæði vinstra megin. Status eftir dren sem lagt var í hægra framhorn. Mynd 3: Segulómun af hálshrygg við útskrift af gjörgæslu Efst í hálsmænu í hæð við C1 sjást tvær segulskærar skemmdir í hálsmænu. Líklegast lágþéttnisvæði (infarct). 70 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.