Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 72

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 72
Sjúkratilfelli 3 er það þá algengast á heilataugum III, IV, VI og VII. Liðbólgur finnast stundum í Meningókokka sýkingum en ekki öðrum bakteríusýkingum (1,2). Rannsóknir Almennur blóðhagur gefur oftast ekki mikla viðbót við greiningu á heilahimnubólgu, hvítu blóðkornin geta ýmist verið há eða lág. Það á að gera mænuástungu hjá öllum sjúklingum sem eru grunaðir um að hafa heilahimnubólgu. Heila- og mænuvökvinn er þá sendur í Grams litun, frumutalningu,prótein-ogglúkósamælingu,bakteríuræktun og veiruleit. Ef glúkósinn í heila- og mænuvökvanum er lækkaður (<2.5 mmól/L), prótein hækkuð (>500 mg/dL) og hvít blóðkorn einnig hækkuð eða yfir 1000/pL, þá bendir það sterklega til bakteríu heilahimnubólgu. Gramslitun getur gefið mikilvægar vísbendingar strax, t.d. ef það sjást gramneikvæðir diplococcar, þar sem það tekur alltaf tíma að bíða eftir bakteríuræktuninni. Blóðræktun er jákvæð í 50 til 75% tilfella og getur því verið gagnleg, sérstaklega þegar mænuvökvi hefur ekki náðst áður en sýklalyfin voru gefin. Mænuástunga getur tafist þegar að grunur er um aðra orsök fyrir hækkuðum heilaþrýstingi, t.d. heilaæxli, en þá er nauðsynlegt að taka tölvusneiðmynd af höfði áður en mænuástungan er gerð (2,4,9). Meðferð Innankúpuþrýstingur er oft hækkaður í kjölfar bakteríu heilahimnubólgu og er hann mjög mikilvægur í stjórnun á blóðflæði til heila. Hækkaður innankúpuþrýstingur minnkar blóðflæði til heilans og veldur þrýstingi og samfalli á heilastofninum, og getur þar með valdið taugaskaða og einnig dauða (10). Það er því mjög mikilvægt að lækka innankúpuþrýstinginn sem fyrst ef hann er hækkaður og er markmiðið að halda honum fyrir neðan 20 mmHg. Besta meðferðin til að lækka innankúpuþrýsting er að fjarlægja orsökina, t.d. eins og í þessu tilfelli að tappa af heila- og mænuvökva með dreni. Þá er mikilvægt að halda uppi blóðþrýstingi til að blóðflæði til heilans sé nægilegt (CPP eða cerebral perfusion pressure >60 mmHg) og koma í veg fyrir miklar sveiflur á blóðþrýstingnum. Það á að halda sjúklingnumeuvolumískumognormo-eðahyperosmólískum með vökvagjöf í æð. Að svæfa sjúklinginn lækkar einnig innankúpuþrýstinginn og ef hann er með hita þá er ráðlagt að gera yfirborðskælingu eins og gert var í þessu tilfelli til að hægja á efnhvörfum í heilanum og þar með minnka súrefnisþörfina. Einnig er ráðlagt að láta sjúkling sitja hátt uppi, gefa þvagræsandi lyf eins og mannitól og fúrósemíð, en mannitól veldur osmótísku flæði frá heila út í blóðrásina og lækkar þannig þrýstinginn. Það getur verið gagnlegt að láta sjúklinginn hyperventilera til að viðhalda PC02 um 26- 30 mmHg en það veldur æðasamdrætti og minnkun á blóðrúmmáli heilans (11). í þessu tilfelli var farið eftir Lundarmeðferðinni til að lækka innankúpuþrýstinginn en hún er umdeild aðferð sem gengur út á tvennt, þ.e. að viðhalda eðlilegum innankúpuþrýstingi eða lækka hann (ICP-targeted goal), og bæta blóðflæði og súrefnisflutning til skemmdra svæða í heilavefnum (perfusion-targeted goal). Til þess að ná þessum markmiðum er súrefnismettun haldið eðlilegri, normovolemíu viðhaldið með eðlilegri hematokrít og próteinmagni í plasma, komið í veg fyrir æðasamdrátt af völdum katekólamína í plasma (draga úr streitu og yfirborðskæling). Blóðþrýstingi er því haldið innan eðlilegra marka, onkótískum þrýstingi í plasma einnig og magni rauðra þlóðkorna og plasma, súrefnisþrýstingi (Pa02) og koldíoxíðsþrýstingi (PaC02). Einnig fær sjúklingurinn næringu í æð til að forðast ofnæringu. Litlar klínískar rannsóknir hafa verið birtar þar sem Lundarmeðferðin er notuð og hafa niðurstöður þeirra lofað góðu (12). Mikilvægast er að byrja sem fyrst á sýklalyfjameðferð, helst innan 30 mínútna eftir að sjúklingur kemur á bráðamóttöku. Áður en hún er ákveðin er mikilvægt að fá eftirfarandi upplýsingar: Saga um lyfjaofnæmi, einhver í kringum viðkomandi sjúkling nýlega búinn að vera með heilahimnubólgu, nýleg sýking (t.d. lungnabólga eða eyrnabólga), nýlegur höfuðáverki, saga um HIV eða ónæmisbælingu annars konar. Sýklalyfið sem er notað hverju sinni á að vera bakteríudrepandi (e.bacteriocidal) og á að komast yfir blóð-heila þröskuldinn. Þriðju kynslóðar cephalosporín eru yfirleitt fyrsta val á empirískri meðferð gegn heilahimnubólgu, t.d. ceftriaxone (Rocephalin) eða cefotaxime (Clafuran), ásamt amoxicillini hjá þeim aldurshópum þar sem aukin áhætta er á sýkingum af völdum Listería Monocytogenes og enterococcum, þ.e. hjá nýburum og 60 ára og eldri. Frekara val stjórnast svo af vísbendingum sem fást úr Gramslitun eða úr bakteríuræktunum og næmisprófum. Ef gram pósitífir kokkar sjást í Gramslitun hjá sjúklingi má gera ráð fyrir að um Pneumókokka sé að ræða, nema að það sé saga um nýlega skurðaðgerð á höfði, höfuðáverka eða heila- og mænuvökvaleka frá nefi eða eyrum en þá ætti helst að gruna Staphylokokka (aureus eða coaguiasa neikvæða) og setja viðkomandi sjúkling á Vancomycin (13). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að dexómetasón gjöf getur hugsanlega minnkað líkur á skyntaugarheyrnartapi við heilahimnubólgu af völdum Haemophiius Infiuenzae og Pneumókokka ef meðferð er hafin á undan eða samtímis sýklalyfjagjöf. Árangurinn er hins vegar óvissari við sýkingar af völdum annarra baktería (9, 14, 15). Umræða Klínískar leiðbeiningar mælast til þess að tölvusneiðmynd af höfði sé framkvæmd áður en mænuástunga er gerð ef sjúklingur er með merki um hækkaðan innankúpuþrýsting þar sem mænuástunga getur aukið hættuna a ,,transtentorial herniation" (2,4,9). Umhugsunarvert er hér í þessu tilfelli hvort það hefði átt að bíða með mænuástungu og taka fyrst tölvusneiðmynd af höfðinu? 72 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.