Læknaneminn - 01.04.2007, Side 76

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 76
Ástráður - rosalegur dónakall Ástráður - rosalegur dónakall Omar Sigurvin Formaður Ástráðs 2006-2007 Penis, vagina, vulva, clitoris, coitus. Þetta eru orð sem eru flestum okkar töm og við skiljum án nokkurra vandræða. Þetta eru hinsvegar orð sem enginn annar skilur eða notar. Þess vegna þykir okkur betra að nota orð eins og typpi, leggöng, píka, snípur og samfarir (eða jafnvel bara „að ríða"). En hver erum „við"?? Jú, við erum Ástráður, forvarnarstarf læknanema, og okkur langar til að segja aðeins frá starfinu okkar. Karl Erlingur, Sigurbjörg og Omar Sigurvin á ráðstefnu NECSE (Northern European Conference on Sex Education) í Hollandi í apríl 2006. Þema kvöldsins var transvestites (klæðskiptingar). fyrirlestra. Ef við gerum ráð fyrir að hver fyrirlestur sé 100 mínútur (þar sem 80 mínútur er lágmarkið okkar og margir lengri) þá jafngildir þetta 17.000 mínútum. Þar sem alltaf eru tveir fyrirlesarar eru þetta því 34.000 mínútur auk ferða svo við gerum ráð fyrir að þetta séu um 40.000 mínútur sem fara bara í fyrirlestra. Þetta jafngildir 84 fullum vinnudögum (eða 28 sólarhringum) svo Ijóst er að þetta er heilmikið starf og myndi aldrei ganga upp, nema fyrir þær góðu sálir sem leggja sig fram um að gera þetta að veruleika. Undanfarin sjö ár hafa læknanemar á vegum Ástráðs séð um forvarnar- og fræðslustarf í framhaldsskólum landsins. Ástráðslimir (meðlimir Ástráðs, orðaleikur, hahaha) kenna æsku landsins meðal annars hvernig eigi að forðast kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir, auk þess sem við kennum þeim hvað hægt er að gera ef slysin verða. Það verða jú alltaf slys, bara spurning hvernig á að taka á þeim. Okkur hefur strax orðið ágengt en klamydíusmitum og unglingaþungunum hefur fækkað verulega síðan fyrstu fyrirlestrarnir voru haldnir. En betur má ef duga skal, enda er draumur Ástráðsliða að ráða bug á klamydíusmitum hér á landi. Daglega greinast um 10 manns á íslandi með klamydíu og töluvert fleiri eru einkennalausir og vita ekki af því að þeir eru smitaðir. Ómeðhöndluð klamydía getur leitt til ófrjósemi og er í dag ein algengasta ástæða fyrir ófrjósemi ungra kvenna. Sjúkdómurinn ætti ekki að þurfa að vera svona stórt vandamál, þar sem hægt er að koma í veg fyrir smit með því að stunda öruggt kynlíf. Greiningin er auðveld og meðferðin einnig, í langflestum tilfellum er nóg að taka tvær sýklalyfjatöflur. Að baki öllu þessu starfi er heilmikil vinna en öll sú vinna sem læknanemar leggja á sig, þjálfun, ferðalög og kennsla er unnin í sjálfboðavinnu. Á síðasta ári fluttum við 170 í forvarnarferð 2005. Ferðin er árlegur viðburður og er ætluð nýliðum í forvarnarstarfi Ástráðs. Fer þar fram fræðsla og hópefli. Ástráður er mikilvæg viðbót við menntun læknanema, með þátttöku öðlast nemendur mikilvæga þjálfun í samskiptum, hvernig eigi að ræða viðkvæm málefni við sjúklinga og segja hluti eins og typpi, píka og fleira án þess að verða vandræðaleg, enda þurfa læknar að geta tjáð sig afdráttarlaust. Auk þess er frábært að hafa samskipti við krakkana, þau eru opin og einstaklega áhugasöm. Einnig er fróðlegt að fá þeirra skoðun á hlutunum, vita hvað er að gerast út í þjóðfélaginu og hvað fólki finnst eðlilegt og óeðlilegt í kynlífi á hverjum tíma fyrir sig. Ástráður leggur áherslu á að fara í fyrstu bekki framhaldsskóla landsins, þar sem okkar er óskað, og náum þannig til 95% ungs fólks. Einnig fara Ástráðsliðar í þá grunnskóla sem þess óska og töluvert í félagsmiðstöðvar, ásamt því sem þeir kenna á námskeiðum í Háskóla unga fólksins á sumrin. Þar með teljum við að við náum til um 97-98% af æsku landsins og sumra oftar en einu sinni. Mikill metnaður er innan Ástráðs, reynt er að fara á ráðstefnur á vegum samstarfsverkefna N-Evrópuríkja og Norðurlandanna og mikið er horft til reynslu annarra þjóða af kynfræðslu. Það sem er næst á döfinni hjá okkur er að setja á stofn símalínu, þar sem ungt fólk getur hringt inn með fyrirspurnir um kynlíf og annað því tengt, auk þess sem okkur langar mikið að fara í stærri verkefni á þessu sviði, t.d. plakatagerð um hættur á kynsjúkdómasmiturn við munnmök og fleira. Hægt er að senda okkur í Ástráði fyrirspurnir á leyndo@astradur.is en einnig er félagið með heimasíðu www.astradur.is. Munið nú að nota smokkinn, lömbin mín! 76 Læknaneminn 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.