Læknaneminn - 01.04.2007, Page 79
Utan við eina stöðina
kekkjunarpróf fyrir taugaveiki. Einnig voru gerðar
smásjárrannsóknir á þvag- og saursýnum en ekki var hægt
að rækta sýni. Meðferðarúrræði voru í nær öllum tilfellum
sýkla- og verkjalyfjagjöf og það mátti einu heita hver
greiningin var. Okkur var því oft hugsað til vaxandi
sýklalyfjaónæmis sem hart er barist gegn á vesturlöndum
og veltum því jafnan fyrir okkur í hve mörgum tilfellum
lyfin skiluðu tilætluðum árangri og hvenær þau voru e.t.v.
bara friðþæging bæði læknis og sjúklings. Engu að síður
var á stöðvunum unnið gott starf við erfiðar aðstæður og
að 2 vikna handleiðslu lokinni vorum við þrjár orðnar
svellfærar í greiningu og meðhöndlun helstu
vandamálanna.
Meiriparturinn af sjúklingahópnum sem leitar læknis-
aðstoðar er ungt fólk og börn, enda er talið að ríflega
helmingur íbúa fátækrahverfanna séu börn yngri en 18
ára. Mikið er því lagt upp úr mæðra- og ungbarnaeftirliti og
Mæður bíða með börnin sín, ungbarnavernd
attum við margar ánægjulegustu stundirnar í litlu
skoðunarherbergjunum þar sem við vigtuðum og
bólusettum litlu krílin m.a. fyrir berklum, barnaveiki og
stífkrampa. Á þremur stöðvum er einnig aðstaða til
feðingarhjálpar og er tekið á móti að meðaltali 28 börnum
í hverri viku samkvæmt tölum Provide. Aðstaðan er ekki
beinlínis eins og í Hreiðrinu en engu að síður fá konurnar
öruggan samastað og aðstoð við fæðinguna. Á stöðvunum
fer einnig fram mikilvægt starf við fræðslu og forvarnastarf,
m.a. á þáttum er snúa að næringu og umönnun barna,
getnaðarvörnum og HIV.
En það var ekki bara vinnan og fátækrahverfin sem við
kynntumst í Nairobi. Á hverjum degi eftir vinnu fórum við
yfirleitt í bæinn og röltum um og reyndum að átta okkur á
borginni. Við þurftum stundum að versla í matinn og kom
það okkur á óvart að matvælaverðið var ekki ósvipað og
hér heima. Það var því ekki fyrir hvern sem er að versla sér
í matinn í miðbænum. Við kíktum einnig í aðrar búðir og
Að störfum í ungbarnavernd, börnin vigtuð, bólusett og allt skráð
niður
Árdís að hlusta barn
fannst okkur merkilegt að sjá hve vestrænu Iífi er hægt að
lifa í borginni ef maður á nógan pening. Langskemmtilegast
Læknaneminn 2007 79