Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 84

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 84
Um nokkrar læknisfræðibækur sem ekki eru kenndar í læknadeild Hjalti Már Björnsson Læknir á slysa- og bráðadeild LSH Margar voru þær bækurnar sem ég las á ágætum árum í læknadeildinni. Kafað var djúpt í starfsemi mannslíkamans og sálarinnar og okkur nemunum kynnt helstu vandamálin sem hrjá mennina. Það eru hins vegar til margar góðar bækur um eðli mannsins og mannslíkamans sem ekki gefst tími til að kenna í læknadeild. Bækur sem í raun eru flestar skrifaðar fyrir almenning, en fela samt í sér mikla visku og þekkingu sem ég held að ekki sé verra að læknar tileinki sér. Hér á eftir fer umsögn um nokkra rithöfunda og verk þeirra sem ég hef rekist á á þeim árum sem eru liðin frá útskrift minni úr læknadeild H.í. og mér finnst hafa verið sérstaklega áhugaverðar eða haft einhver áhrif á starf mitt sem læknir. Oliver Sachs Kvikmyndin "The Awakenings" er líklega það sem hefur aflað taugalækninum Oliver Sachs mestrar frægðar. Árið 1969 reyndi hann að gefa sjúklingunum sem verið höfðu í dái áratugum saman hið nýuppgötvaða L-Dopa með þeim árangri að sjúklingarnir lifnuðu við aftur. Reyndar entist kraftaverkið fremur stutt hjá flestum þar sem aukaverkanir komu fljótt fram, en bókin sló í gegn og var gerð fræg í kvikmyndinni sem var gerð árið 1990 og prýdd stórstjörnum. Það var bara nýlega sem ég las þessa frægustu bók Sachs, hafði séð myndina og hélt að ég þekkti þessa sögu. Ég mæli hins vegar eindregið með að lesa hana, bókin kafar mun dýpra læknisfræðilega í þessa einstöku atburði í sögu læknavísindanna og sögurnar fannst mér bæta miklu við skilning almenns læknis á eðli mannsins. Sachs hefur gefið út fjölda annarra bóka og flestar þeirra fjalla um óvenjulega sjúklinga sem hann hefur rekist á í starfi sínu. Þekktust þeirra er eflaust "The man who mistook his wife for a hat", nefnd eftir manninum sem reyndi að skrúfa höfuðið af konu sinni þegar þau voru að yfirgefa læknastofu Sachs þar sem hann hélt að höfuð hennar væri hatturinn sinn. Tókst það ekki. Annað svipað safn af sjúkrasögum er í bókinni "An Antrhopologist on Mars". Einnig er rétt að minnast á bókina "The Island of the colour blind" sem eru ferðasögur frá heimsókn hans í Kyrrahafið. Á eyjunni Pingelaperum 10% íbúannafæddirmeðachromatopsiu, alvarleg litblinda sem fylgirsjónskerðing og óþol gegn birtu. Til Pingelap fer Sachs í fylgd vinar síns augnlæknis og norsks lífeðlisfræðings sem sjálfur þjáist af þessu ástandi og saman kynnast þeirýmsum hliðum lífs hinna litblindu (í mínum eyrum virðist þetta lýsing á spennandi ferðasögu en ég er ekkert viss um að vinum mínum bankastarfsmönnunum þætti þetta áhugaverð lýsing á bók). í heimsókn sinni til Guam, sem lýst er í síðari hluta bókarinnar, reynir Sachs að komast að orsökum þess að ALS er þar margfalt algengari en á öðrum stöðum. Einnig eru áhugaverðar lýsingar á því hvernig samfélagið vinnur úr þessum erfiða sjúkdómi sem er býsna ólíkt því sem við eigum að venjast. í bókinni "A leg to stand on" segir Sachs frá því hvernig lífsreynsla það var að fótbrotna, sæmileg lesning en ekki hans besta bók, en ævisagan hans "Uncle Tugnsten" er hins vegar nokkuð áhugaverð uppvaxtarsaga í sprengiregni stríðsáranna í London. Oliver Sachs skrifar einstaklega fallegt mál. Hann hefur lag á því að skrifa setningu með óteljandi kommum sem nær yfir 15línuríbókinni,enersamtfullkomlega læsilegááreynslulausan hátt. Sachs stundar mannlega læknisfræði þar sem vandamál þeirra einstaklinga sem hann sinnir er ekki skilgreint verkfræðilega með því að einblína á tíðnitölur um fjölda einkenna til að uppfylla greiningarskilgreiningar, heldur mannlegan skilning á þjáningum og umhyggju fyrir manneskjum. í gegnum allar lýsingar hans á sjúklingum og vandamálum þeirra skín raunverulegur smitandi áhugi á vandamálum þeirra og það er auðvelt að hrífast með. Fyrir Sachs eru sjúklingar augljóslega ekki verkefni sem þarf að skila af sér til að komast út í golf. Ég var næstum farinn að læra taugalækningar eftir að hafa lesið nokkrar af bókum Sachs. Robert Sapolski Vinur minn sem stundaði nám í Stanford fyrir nokkrum árum spilaði þar fótbolta með lágvöxnum, fremur hnellnum manni. Þó maðurinn hafi hlaupið duglega um hafði hann ekki mikla boltatækni, missti oft boltann og gerði almennt lítið gagn a vellinum. Þessi lágvaxni maður heitir Robert Sapolski og er hins vegareinn allra vinsælasti fyrirlesarinn í sögu Stanford, Þ° hann hafi verið þögull og lítið skemmtilegur á fótboltavellinum- Rannsóknir hans hafa áratugum saman snúist um frumeðli hegðunar mannsins og byggjast að miklu leyti á umfangsmiklurn rannsóknum hans á bavíönum. Á hverju sumri í yfir 20 ar hefur hann tekið sig upp og fylgst náið með bavíönunum ' 84 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.