Læknaneminn - 01.04.2007, Page 85

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 85
austurhluta Afríku með því að meta félagsleg samskipti þeirra innbyrðis. Auk þess hefur hann reglulega tekið blóðsýni úr þeim til að meta magn streituhormóna. I raun byggja rannsóknir Sapolskis á þeirri kenningu að með því að rannsaka hegðun mannapa megi komast að upplýsingum um eðli mannsins, hvernig hegðun og heilsa mannsins væri ef mótun menningarinnar væri ekki að hafa áhrif á hana. í fyrstu virðist þetta allt að því móðgandi fullyrðing, að hegðun okkar sé eiginlega ekkert frábrugðin hegðun apanna. Eftir því sem maður les meira af skrifum hans neyðist maður hins vegar til að horfast í augu við hversu mikið við getum lært um okkur sjálf af þessum rannsóknum. Víða í bókmenntum og á öðrum vettvangi er vísað í eðli dýra og það talið í grundvallaratriðum frábrugðið hegðun okkar mannanna en Sapolski sýnir fram á hversu ótrúlega lítill þessi munurerí raun. RannsóknirSapolskis og fleiri undanfarna áratugi hafa leitt í Ijós að apar drepa hvern annan og fara jafnvel í stríð til að útrýma nágrannaættbálki. Þeir gleðjast, reiðast, móðgast, eltast við stöðutákn, fara hjá sér, stunda kynlíf sér til ánægju og samkynhneigð er vel þekkt meðal þeirra, allt eiginleikar sem hingað til hefur verið haldið fram að sé eingöngu að finna meðal manna. Margar af pælingum Sapolskis snúast um áhrif þess á heilsu hvar einstaklingurinn er staddur í virðingarstiga samfélagsins, er hann neðstur sem allir sparka í eða er hann ríkjandi. Hjá öpum erskipting í virðingarstigann innan hópsins mjög skýr, en hjá okkur mönnunum er víða mjög erfitt að átta sig á uppröðuninni. Illa menntaður undirmálsmaður getur verið á toppi virðingarstigans í mótorhjólaklúbbnum, því er mun einfaldara að skoða þessi mál hjá bavíönum. Frægasta bók Sapolskis er líklega "Why zebras don't get ulcers". Þar tekur hann fyrir áhrif streitu á hina ýmsu þætti líkamsstarfseminnar; þunglyndi, ristilkrampa, háþrýsting og margt fleira. Við að lesa bókina verður manni Ijóst að mörg vandamál sem eru flokkuð sem "idiopathic" í okkar hefðbundnu fræðum eru í raun að miklu leyti streituvandamál. í heild finnst mér oft gleymast í þeirri læknisfræði sem stunduð er á íslandi í dag að vanlíðan og sjúkdómar stafa ekki bara af smitsjúkdómum, æxlum, slysum, erfðagöllum og sjálfsofnæmi, heldur er rót vandamálanna í einhverjum tilvikum einfaldlega vanstilling líkamsstarfseminnar vegna streitu. Ekki það að Sapolski hafi alltaf mikil svör á reiðum höndum um hvernig skuli bregðast við, en fyrsta skrefið er væntanlega að skilja á réttan hátt hvernig sjúkdómarnir þróast. Bókin kom fyrst út árið 1994 en hefur nú verið endurútgefin og uppfærð í takt við nýja þekkingu á efninu. Önnur stórmerkileg bók Sapolskis heitir "The trouble with testosterone" og er ritgerðasafn sem snertir á ýmsum flötum Riannlífsins, allt frá kynlífi yfir í trúarlíf. Greinar Sapolskis birtast einnig víða í ýmsum tímaritum og er rétt að hafa auga ^eð þeim. Textinn sem Sapolski skrifar er í raun eins og fyrirlestur, ég hef hann næstum grunaðann um að hafa látið ritarann skrifa UPP fyrirlestrana sína og síðan rétt lagfært aðeins fyrir útgáfu. Þannig eru bækur hans ekki bara stórmerkilegar læknisfræðilega séð, heldur einnig mjög fræðandi um uppbyggingu fyrirlestra. Ég hef ekkert lesið eftir Sapolski sem ég ekki flokka sem snilld og hef þó lesið allt sem ég hef komist í eftir manninn. Hann veitir nýja sýn á ótrúlega margt í hegðun mannsins og áhrifum þess á heilsuna. Ef ég stjórnaði læknadeild væri "Why zebras don 't get ulcers" skyldulesning. Samuel Shem StephenBergmanerútskrifaðurúrlæknadeild Harvardháskóla og með doktorsgráðu í lífeðlisfræði. Hann hefur starfað sem rithöfundur undir nafninu Samuel Shem og þekktustu skrif hans eru af reynslusögu unglæknisins Roy Basch. Fyrri bókin um Roy gerist á sjúkrahúsinu House of God þar sem sögupersónan kemst smám saman að því að sjúkrahúsin eru einn stór geðbilaður heimur. í upphafi virðist þetta allt í lagi, en firringin eykst sífellt eftir því sem lengra líður á kandídatsárið og bókina. Margar lýsingar eru af manngerðum sem eru vel þekktar í sjúkrahúsheiminum. Einnig hefur hún orðið til að breiða út frasa eins og að tala um GOMER-sjúklinga (Get Out of My ER), TURF, orthopedic height og annan mjög svo kaldhæðinn húmor. Eftir að hafa fengið upp í kok á lyflækningum fer sögupersónan í næstu bók, "Mount Misery", að læra geðlækningar. í lok fyrri bókarinnar var hann búinn að mynda sér þá skoðun að það væri áhugavert að vinna við það fag og að geðlæknar væru allir svo yfirvegaðir. Það reynist hinn mesti misskilningur. Roy kynnist Freudistanum sem brýtur sjúklingana sína sífellt meir niður til að komast að "kjarna" sálarinnar, lyfjageðlækninum sem fer á sjúkrabíl á bláum Ijósum og sækir mann vegna bráðaþunglyndis og flytur hann á sjúkrahús með þrjártegundir þunglyndislyfja í dreypum og pervertanum sem sefur hjá sjúklingum sínum. Sá eini sem raunverulega hjálpar sjúklingunum gerir það með því að bara hlusta á þá og spila með þeim körfubolta. Bókin er áhugaverð lesning og ég las hana þegar ég vann um tíma á geðdeildinni. Þó sögupersónurnar séu ýktar má finna nokkra samsvörun með sumum af þeim atriðum sem hún fjallar um í starfi á raunverulegri geðdeild. Samuel Shem er enginn snilldarrithöfundur. Textinn sem hann skrifar er ekki nema þokkalegur þannig að sem bókmenntaverk eru bækurnar hans ekki merkilegar. Þær eru helst skemmtilegar fyrir þá sem þekkja til sjúkrahússirkussins og ég get ábyrgst að læknar geta hlegið að þeim. Atul Gawande - Complications: A Surgeon's Notes on an Imperfect Science Læknar gera mistök. í mínu uppeldi í læknadeild og reyndar í starfi mínu á LSH hefur hins vegar ekki verið mikið rætt um þetta býsna veigamikla atriði, að mistök lækna séu raunverulega hluti af okkar starfsemi, eða hvað þá hvernig skuli bregðast við þeim. Hefur viljað brenna við að þessi mál séu rædd á nótum þess að um sé að ræða vonda lögfræðinga og illa upplýsta Læknaneminn 2007 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.