Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 86

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 86
sjúklinga sem vilja kæra vel meinandi lækna fyrir eðlilega fylgikvilla. Atul Gawande nálgast þessi mál með nýjum hætti. Hann er skurðlæknir nýlega útskrifaður frá Harvard og hefur varið talsverðum tíma í að skoða nánar málefni lækna sem lent hafa í að vera sviptir lækningaleyfi vegna mistaka. í löngum viðtölum við þessa menn kemur fram að í flestum tilvikum drekktu þessir menn sér einfaldlega í vinnu þar til þreytan var orðin svo yfirþyrmandi að þeim var orðið alveg sama um sjúklingana. Viðtölin eru persónuleg og það skín í gegn að Gawande hefur raunverulega innsýn í líðan læknanna fyrrverandi. Allir læknar geta farið út af sporinu á einhverjum tímapunkti starfsferilsins og því er gagnlegt að lesa þessar lýsingar til að meiri líkur séu á því að þekkja einkennin nægilega snemma og geta brugðist við. Sigfinnur Þorleifsson - í nærveru Eini Islendingurinn sem ratar inn í þessa upptalningu er Sig- finnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur. Fyrir nokkrum árum kom út bók hans "í nærveru" sem fjallar um sálgæsluna frá ýmsum sjónarhornum, bæði hvernig öðlast skal styrk til þess að styðja fólk í erfiðleikum og einnig hvernig sé hægt að styðja og hjálpa heilbrigðisstarfsfólki. Bókin kemur víða inn á trúmál og er gagnleg og áhugaverð lesning um efni sem allt of lítið er rætt um meðal lækna. Kenneth Purvis - Karlafræðarinn Vissir þú að til er saga um að á tíundu öld hafi Jóhanna nokk- ur fyrir mistök verið kosin páfi í Róm? Kaþólska kirkjan var svo miður sín eftir að þessi mistök komust upp að til þess að koma í veg fyrir að svona nokkuð gæti endurtekið sig var komið á þeirri reglu að áður enn nokkur væri valinn páfi yrði hann að setjast á eins konar klósettsetu og kardinálarnir að sannreyna með eigin hendi að undir honum væru eistu. Vissir þú að enska orðið "testemony" er dregið af orðinu "testes" og til komið vegna þess að í fornöld tíðkaðist það að menn sóru eiða með hendi á eistum? Ofangreindar sögur ásamt óteljandi öðrum skemmtilegum eru í Karlafræðaranum eftir Kenneth Purvis sem Stefán Steins- son læknir þýddi yfir á okkar ástkæra ylhýra fyrir nokkrum árum. Purvis þessi er læknir sem starfar við karlsjúkdóma og skrifaði bókina með skemmtilegri blöndu læknisfræðilegs fróð- leiks, sagnfræði og eigin skrípamyndum. Nánast allir læknar eru annað hvort karlmenn eða þá giftir einum slíkum og því mæli ég eindregið með því að lesa þennan fróðlega og skemmt- ilega leiðavísi. Jean-Dominique Bauby - The Diving Bell and the Butterfly Jean-Dominique Bauby var aðalritstjóri tískutímaritsins ELLE. Dag einn verður hann fyrir því einhverju mesta óláni allra ólána að fá heilablóðfall og læsast inn í líkama sínum í "locked in syndrome". í því heilkenni er hugsunin algerlega heil en mað- urinn ófær um að hreyfa nokkuð annað en augun og er því í raun læstur inn í eigin líkama. Þrátt fyrir þetta ástand, sem er reyndar ekki svo mjög sjald- gæft, skrifar maðurinn bókina "The Diving Bell and the Butt- erfly". Skriftirnar fóru fram þannig að einhver sat og las staf- rófið upphátt þar til hann blikkaði auga og þannig gat hann skrifað einn staf. Milli þess sem hann var að "skrifa" varði hann síðan dögunum í að hugsa út hvað hann ætlaði að segja næst í bókinni. Bókin er vel skrifuð, enda Bauby vel ritfær maður fýrir. Hún er einnig þörf áminning um að fyrst þessi maður gat fundið hjá sér styrk til þess að halda áfram störfum þá ættu flestir þeir sem skilgreina sig óvinnufæra að geta komið einhverju í verk. Kannski minnir hún líka á að öllum er nauðsynlegt að hafa ein- hver verkefni í lífinu, að hluti þess að "lifa" sé að hafa eitthvað fyrir stafni. Bókin snart mig og eins og öllum ofangreindum mæli ég með lestri hennar. Tracy Kidder - Mountains Beyond Mountains: The Quest of Dr. Paul Farmer, a Man Who Would Cure the World Paul nokkur Farmer ólst upp í stétt hjólhýsahyskis í BNA. Þökk sé námshæfileika komst hann til mennta og lauk námi í mannfræði áður hann fór áfram í læknisfræði og svo smitsjúk- dómalækningar. Farmer fór upphaflega vegna mannfræðir- annsókna til Haiti og þrátt fyrir að hafa kynnst fátækt og eymd víða í heimalandi sínu komst hann þar loksins í alvöru vanda- mál. Án nokkurs hiks hjólaði hann í að leysa málin, nokkuð sem virtist gjörsamlega ómögulegt, og á því svæði sem hann starfar hefur nú enginn dáið af berklum áratugum saman, allir njóta góðrar grunnheilsugæslu og farið er að gera opnar hjart- aaðgerðir á sjúkrahúsinu. Frá Haiti dregst Farmer síðan inn í berkla- og alnæmisverkefni í Perú, Rússlandi og víðar auk þess að vera prófessor á Brighams í Boston hluta úr árinu. Hugsjónir og eldmóður Farmer, sem sagt er frá í listilega skrifaðri ævisögu Tracy Kidder, vekja mann verulega til um- hugsunar um til hvers læknar eru að sinna starfi sínu. Nálgun Farmer byggist á takmarkalausri umhyggju fyrir skjólstæðing- um sínum auk þess að ráðast miskunnarlaust á þá blekkingu að líf fátækra sé mun minna virði að bjarga en ríkra vesturland- abúa. Reyndar virðist hann ná markmiðum sínum með ára- tugalangri maníu og ekki eiga sér nokkurt líf fyrir utan vinnuna. En, þegar upp er staðið er það kannski margfalt betra og meira gefandi líf en líf flestra. Ofangreind upptalning áhugaverðra bóka erfjarri því að vera tæmandi, ég þykist viss um að enn séu óteljandi áhugaverðar bækur eftir í læknisfræði sem ekki hafa ratað inn í mínar bók- ahillur og ég á eftir að hafa ánægju af að lesa. Ef þið rekist á sérlega góðar bækur um læknisfræðina þigg ég gjarna ábend- ingar, enda er ekkert skemmtilegra en læknisfræði. 8 6 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.