Læknaneminn - 01.04.2007, Side 88
Snilldarráðstefna í Noregi
Læknanemar á ráðstefnu
brjóstholsskurðlækna í Geilo f Noregi
Greinarhöfundar: Hannes Sigurjónsson 6. ári, Sverrir
Ingi Gunnarsson 5. ári og Sæmundur J. Oddsson 5. ári.
Dagana 8.-10. febrúar 2007 var haldin vísindaráðstefna
á vegum The Scandinavian Society for Research in
Cardiothoracic Surgery (SSRCTS) í skíðabænum Geilo í
Noregi. Ráðstefnan er árlegur viðburður hjá félaginu og
var þetta í 17. skiptið sem hún var haldin.
Geilo2007 hópurinn, f.v. Jóhann Páll, Bjarni T, Hannes, Guðrún
Fönn, Sverrir, Tómas, Sæmundur og Steinn. Eins og sést varSæmi
sá eini sem gafst ekki upp og reyndi "endurlífgun".
Ungur nemur, gamall temur
SSRCTS er undirfélag Scandinavian Association of
Thoracic Surgery. Félagið er hugsað sem vettvangur fyrir
þekkingarmiðlun í rannsóknum í brjóstholsskurðlækningum
á Norðurlöndunum. Ennfremur er þingið, sem haldið er
árlega í Geilo, kjörið fyrir nýliða í rannsóknum til að kynna
niðurstöður sínar fyrir þeim sem eru eldri og reyndari í
faginu. Á þennan hátt geta nýliðar fengið ábendingar og
leiðsögn sem gætu orðið að gagni þegarfram í sækir. Hvert
ár er ákveðið aðalumfjöllunarefni tekið fyrir á þinginu. í ár
var aðalumfjöllunarefnið dýramódel í hjartasjúkdómum og
árið þar áður var það gáttaflökt (atrial fibrillation).
„íslenska innrásin"
Þingið var bæði skemmtilegt og fróðlegt í senn.
Aðstandendur þingsins voru afar ánægðir með „íslensku
innrásina" eins og hún var nefnd þar sem að hingað til
hefur þátttaka verið lítil frá íslandi. Steinn „Zappa"
Steingrímsson flutti verkefni sitt um djúpar sárasýkingar í
tengslum við brjóstholsskurðaðgerðir. Guðrún Fönn
Tómasdóttir bar saman aðferðir við að lækna loftbrjóst.
Jóhann Páll Ingimarsson kynnti notkun Novo7
storkuþáttarins við skurð-aðgerðir. Hannes Sigurjóns-son
kynnti verkefni sitt um stjórnun NO myndunar í
æðaþelsfrumum. Sæmundur J. Oddsson flutti verkefni sitt
um rannsóknir á genatjáningu ferlisins þegar ósérhæfð
stofnfruma verður að sláandi hjartavöðvafrumu í
ræktunarskál, en stutt umfjöllun um það verkefni er að
finna á öðrum stað í þessu tölublaði Læknanemans. Óhætt
er að segja að öllum hafi gengið vel að flytja erindi sín
enda hópurinn vel undirbúinn af hjarta-skurðlæknunum
Tómasi Guðbjartssyni og Bjarna Torfasyni og liðsstjóranum
Sverri Inga Gunnarssyni.
Steinn "Zappa" einbeittur í Tricuspidlokuskipti voru aðal
aðgerð. þemað í WetLabinu í ár.
Hér sést Hannes máta lokuna.
Skurðlækningar og skíði
Þingið var bæði fjölbreytt og fræðandi. í lok þingsins var
lækna-nemum og ung-læknum til að mynda boðið upp á
svokallað WetLab. í því fólst að við fengum að æfa okkur á
svínshjörtum og í ár var aðaláhersla lögð á þríblöðku-
lokuskipti.
íslenski hópurinn var afar ánægður með ráðstefnuna-
Ekki skemmdi staðsetning þingsins fyrir þar sem Geilo er
stærsti skíðabær Noregs auk þess sem dagskráin gerði ráð
fyrir því að fólk notaði hluta úr degi til skíða- og
snjóbrettarennslis.
88 Læknaneminn 2007