Læknaneminn - 01.04.2007, Page 88

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 88
Snilldarráðstefna í Noregi Læknanemar á ráðstefnu brjóstholsskurðlækna í Geilo f Noregi Greinarhöfundar: Hannes Sigurjónsson 6. ári, Sverrir Ingi Gunnarsson 5. ári og Sæmundur J. Oddsson 5. ári. Dagana 8.-10. febrúar 2007 var haldin vísindaráðstefna á vegum The Scandinavian Society for Research in Cardiothoracic Surgery (SSRCTS) í skíðabænum Geilo í Noregi. Ráðstefnan er árlegur viðburður hjá félaginu og var þetta í 17. skiptið sem hún var haldin. Geilo2007 hópurinn, f.v. Jóhann Páll, Bjarni T, Hannes, Guðrún Fönn, Sverrir, Tómas, Sæmundur og Steinn. Eins og sést varSæmi sá eini sem gafst ekki upp og reyndi "endurlífgun". Ungur nemur, gamall temur SSRCTS er undirfélag Scandinavian Association of Thoracic Surgery. Félagið er hugsað sem vettvangur fyrir þekkingarmiðlun í rannsóknum í brjóstholsskurðlækningum á Norðurlöndunum. Ennfremur er þingið, sem haldið er árlega í Geilo, kjörið fyrir nýliða í rannsóknum til að kynna niðurstöður sínar fyrir þeim sem eru eldri og reyndari í faginu. Á þennan hátt geta nýliðar fengið ábendingar og leiðsögn sem gætu orðið að gagni þegarfram í sækir. Hvert ár er ákveðið aðalumfjöllunarefni tekið fyrir á þinginu. í ár var aðalumfjöllunarefnið dýramódel í hjartasjúkdómum og árið þar áður var það gáttaflökt (atrial fibrillation). „íslenska innrásin" Þingið var bæði skemmtilegt og fróðlegt í senn. Aðstandendur þingsins voru afar ánægðir með „íslensku innrásina" eins og hún var nefnd þar sem að hingað til hefur þátttaka verið lítil frá íslandi. Steinn „Zappa" Steingrímsson flutti verkefni sitt um djúpar sárasýkingar í tengslum við brjóstholsskurðaðgerðir. Guðrún Fönn Tómasdóttir bar saman aðferðir við að lækna loftbrjóst. Jóhann Páll Ingimarsson kynnti notkun Novo7 storkuþáttarins við skurð-aðgerðir. Hannes Sigurjóns-son kynnti verkefni sitt um stjórnun NO myndunar í æðaþelsfrumum. Sæmundur J. Oddsson flutti verkefni sitt um rannsóknir á genatjáningu ferlisins þegar ósérhæfð stofnfruma verður að sláandi hjartavöðvafrumu í ræktunarskál, en stutt umfjöllun um það verkefni er að finna á öðrum stað í þessu tölublaði Læknanemans. Óhætt er að segja að öllum hafi gengið vel að flytja erindi sín enda hópurinn vel undirbúinn af hjarta-skurðlæknunum Tómasi Guðbjartssyni og Bjarna Torfasyni og liðsstjóranum Sverri Inga Gunnarssyni. Steinn "Zappa" einbeittur í Tricuspidlokuskipti voru aðal aðgerð. þemað í WetLabinu í ár. Hér sést Hannes máta lokuna. Skurðlækningar og skíði Þingið var bæði fjölbreytt og fræðandi. í lok þingsins var lækna-nemum og ung-læknum til að mynda boðið upp á svokallað WetLab. í því fólst að við fengum að æfa okkur á svínshjörtum og í ár var aðaláhersla lögð á þríblöðku- lokuskipti. íslenski hópurinn var afar ánægður með ráðstefnuna- Ekki skemmdi staðsetning þingsins fyrir þar sem Geilo er stærsti skíðabær Noregs auk þess sem dagskráin gerði ráð fyrir því að fólk notaði hluta úr degi til skíða- og snjóbrettarennslis. 88 Læknaneminn 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.