Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 90

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 90
Sjúkratilfelli 4 Greining Hér er á ferðinni grannur unglingur sem hefur lést að undanförnu og er með sögu um vaxandi þurrk, samanber augnþurrk og orthostatismus. Stúlkan lýsir einnig þorsta og aukinni þvaglátaþörf. Hún er með lækkaðan blóðþrýsting og hraðan púls auk þess að vera klínískt þurr. Blóðsykurmæling (23 mmól/L) sýnir blóðsykurhækkun (hyperglycemiu) en blóðsykur hjá heilbrigðum einstaklingi ætti aldrei að fara upp yfir 11 mmól/L. Hún er því með sykursýki og sýnir klassísk einkenni hennar. Klínískur grunur um ketónblóðsýringu (ketoacidosis) vaknar strax er acetónlík lyktin finnst af andardrætti stúlkunnar. Ketónar í þvagi benda á mögulega ketónemiu en þeir geta þó orsakast af öðru s.s. svelti. Djúpa, hraða öndunin (Kussmaul öndun) bendirá blóðsýringu (acidosis) með respiratoriskri compensatio. Blóðprufur staðfesta metabóliska blóðsýringu með hækkuðu anjónabili. Sykurgildið, ketónar í þvagi og blóðsýringin leggjast á eitt og greiningin er því sykursýkisketónsýring (diabetic ketoacidosis, DKA). Helsta mismunagreining er óhófleg áfengisdrykkjatillangstímasemendaríáfengisketónsýringu (alcoholic ketoaciosis) sem á líklega ekki við hér. Ögn um ketónsýringu í sykursýki Ketónsýring í sykursýki (DKA) er alvarlegasta form ómeðhöndlaðrar sykursýki og er akút vandamál. Ástand orsakast af hlutfallslegum eða algerum insúlínskorti í blóðinu. Þetta ástand einkennist af þrennu: metabóliskri blóðsýringu með pH <7.35, háum blóðsykri, venjulega vel yfir 14 mmól/L, og mælanlegum ketónum í þvagi eða blóði. Við þetta verður hækkun á mótvægishormónum (counterregulatory hormónum; glucagon, adrenalin, vaxtarhormón og cortisol) sem valda aukinni nýmyndun sykurs í lifur (gluconeogenesis) og niðurbroti fitu (lipolysis). Fituniðurbrotið veldur aukningu á fríum fitusýrum (mynda substrat) sem síðan orsakar mikla framleiðslu á ketónum í lifur. Ketónarnir lækka sýrustig blóðsins og auka anjónabil sem nær alltaf er hækkað í DKA. Sérhvert það ástand sem veldur misræmi milli insúlíns og andhormóna þess getur komið ketónsýringu af stað. Allt að 80% tilvika orsakast af ónógri insúlíngjöf eða veikindum af öðrum toga hjá sjúklingum með áður þekkta sykursýki. Þarna er oftast um að ræða sýkingar eða hjartaáfall. Hjá litlum hópi, líkt og hjá þessari stúlku, þá er DKA fyrsta einkenni insúlínháðrar sykursýki. Meðferð Stúlkan þarf mögulega gjörgæslumeðferð. Meðferðin felst í fjórum ólíkum dreypum í æð sem leiðrétta eiga jafnmörg vandamál: 1) Vökva- og natríumskortur 2) Blóðsykurhækkun (hyperglycemia) 3) Kalíumskortur 4) Sýrustig Hafa ber í huga að þó styrkur Na+ og K+ jóna sé eðlilegur, eða jafnvel hækkaður, þá líða þessir sjúklingar heildarskort á Na+ og K+ sem þarf að leiðrétta samhliða vökvauppbót. 1) Fyrst er sett upp infusion 0,9% NaCI til að leiðrétta natríum- og vökvaskort. Gera má ráð fyrir sjúklingur muni í allt þurfa um 4-5 lítra af vökva. 2) Því næst er sett upp insúlín sídreypi í æð (skammvirkt insúlín, t.d. novorapid eða actrapid) og fylgst með blóðsykri á klukkustundar fresti. Markmiðið er að ná sykrinum niður í 14 mmól/L og halda honum þar. 3) Því næst er hugað að kalíumbúskap. Hér skiptir öllu máli að hafa mælingu í höndunum því K+ er ekki leiðrétt blindandi! Hjá þessari stúlku er ekki þörf á að gefa K+ eftir fyrstu mælingu, en gerð er ný kalíummæling á tveggja klukkustunda fresti og meðferð beitt eftir þörfum. Mikilvægt er að halda kalíumgildi innan réttra marka, því hætta er á krömpum, hjartsláttartruflunum (arrythmiu) eða hjartastoppi í hypokalemíu. Gefin eru 20 eða 40 mmól kalíums í hvert skipti, blönduð í 1 L saltvatns, títruð á tveim klukkustundum. 4) Lokavandamálið er leiðrétting hins lága sýrustigs. Ekki er þörf á að gefa basa í æð nema ef þH gildið er lægra en 6,9 klukkustund eftir að vökvagjöf hefst eða ef merki eru um alvarlega blóðsýringu, s.s. blóðsýkingu (sepsis) eða lactic acidosis. Gefið er natríumbicarbónat (NaHC03), 44 mmól í 200 ml vatns. Gjöf er hætt um leið og sýrustig nær 7. Þakkir fær Arna Guðmundsdóttir, innkirtlasérfræðingur fyrir yfiriestur og þarfar ábendingar. Meðferðarleiðbeiningar eru byggðar á kafla 9 úr Handbók í Lyflæknisfræði (2006), Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar (bls. 148-149), eftir Rafn Benediktsson. 90 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.