Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 93

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 93
þjóðfélagsaðstaðan skánar. Með öðrum orðum virðist ekki um neitt "mettunarstig" að ræða eins og búast mætti við. Þetta sést vel í athugun R. Eriksons á dánarorsökum Svía sem voru 64 ára að aldri árið 1990, en fylgst var með dánartíðni þeirra eftir menntunargráðu allt til ársins 1996. Eins og sést á mynd 4 fylgir dánartíðni menntunarstiginu. Doktorspróf Masterspróf BA próf Stúdentspróf Idnskólapróf Grunnskólapróf Mynd 4 Hlutfall karla í Svíþjóð sem voru 64 ára 1990 og náðu ekkl sjötugsaldri (iátnir 1996) (Erikson 1991). Varla má búast við því að skýringin sé sú, að þeir sem lokið hafa doktorsprófi geti svo miklu betur tileinkað sér þá heilbrigðisfræðslu sem í boði er en þeir sem hafa meistaragráðu eða að þeir sem hafi meistarapróf borði hollari mat en þeir sem eru einungis með BA gráðu, svo dæmi sé tekið. Allir þessir hópar ættu að hafa nægilega greind og aðstöðu til þess að skilja heilbrigðisfræðslu og tileinka sér hana og þarna er ekki um að ræða fólk sem lifir við skort. Hér virðist vera eitthvað annað á ferðinni, sem veldur því að því ofar sem fólk er í þjóðfélagsstiganum miðað við aðra er heilsufarið hlutfallslega betra. Sami munur kom fram í rannsókn sem höfundur þessarar greinar gerði milli heilsufars barna tveggja til 17 ára á Norðurlöndum og þjóðfélagsstöðu foreldranna7. í töflu 1 er sýnt dæmi úr þeirri rannsókn, en þar sést sambandið milli ákveðins mælikvarða á heilsu barnsins annars vegar og menntunar móðurinnar hins vegar. OR Cl Háskóli 1.00 Framhaldsskóli lengri 1.26 (1.01-1.56) Framhaldsskóli styttri 1.45 (1.19-1.77) Grunnskóli eða minna 1.71 (1.38-2.13) Tafla 1 Sambandið milli menntunarstigs móður og heitsufars barns (í ofangreindu tilviki að barnið kvarti um a.m.k. eitt af b'lteknum einkennum ekki sjatdnaren aðra hverja viku) í rannsókn á barnafjöiskyidum á Norðuriöndunum 1996. Odds ratio með háskólamenntun móður sem viðmið. Sama mynstur og að ofan er nefnt er þekkt úr dýraríkinu, t.d. hjá frændum okkar öpunum. Staða viðkomandi apa í virðingarstiganum í hjörðinni hefur veruleg áhrif á líðan dýrsins og heilsufar. Sapolsky hefur rannsakað hvernig virðingarstaða dýrsins endurspeglast í starfsemi nýrnahettnanna og hefur áhrif á starfsemi kynkirtla, ónæmis- og hjarta- og æðakerfi og hefur þannig áhrif á tíðni sjúkdóma og dauða, sem er lægra settum dýrunum í óhag, þar sem þau búa við stöðuga streitu og ótta8'9. Streita er, eins og kunnugt er, af misjöfnum toga. Sum streita örvar til dáða og er okkur nauðsynleg til að leysa áhugaverð verkefni. Forstjórar og ráðamenn, sem sífellt þurfa að taka ákvarðanir eru að vísu undir andlegu álagi, en það kemur í toppum við vissar aðstæður og virðist hafa síður óæskileg áhrif en stöðugt áreiti hjá þeim sem vinna einhæf störf, sem þeir hafa lítið um að segja sjálfir. Dæmigert slíkt starf er vinna við færiband í verksmiðju, þar sem verkamaðurinn hefur ekkert vald yfir aðstæðunum og ræður engu um sinn vinnutíma eða hraða og vinnuumhverfi býður ekki upp á neina tilbreytingu. Fólk sem finnur að það getur haft áhrif á umhverfi sitt og stöðu, en er ekki leiksoppur aðstæðna og umhverfis býr að jafnaði við betra heilsufar. Þá virðist frjótt samband við annað fólk, t.d. fjölskyldu og vini, og þátttaka í félagsstarfi hafa verndandi áhrif á heilsu og líðan. EggiÖ eða hænan ? Eðlilegt er að sú spurning vakni þegar rætt er um samband lágrar þjóðfélagsstöðu og heilsuleysis hvort ekki geti eins verið að fólk lendi í fátækt, menntunarskorti og atvinnuleysi vegna heilsuleysis og sjúkdóma, en ekki öfugt. Þversniðsrannsóknir sýna einungis fram á samband, en segja lítið til um orsök. Þetta var mikið rætt í árdaga rannsóknanna og var kallað úrvalskenningin (selection theory). Seinni tíma framvirkar rannsóknir, þar sem hópi fólks er fylgt eftir í fjölda ára, sýna að þessi þáttur skýri málin aðeins að litlum hluta. Veigamesta skýringin er sú að aðstæður valdi heilsutjóni. Sérstaklega á þetta við um samband menntunarskorts og heilsuleysis. Flest heilsufarsvandamál koma fram á þeim aldri, þegar fólk hefur lokið menntun sinni og færist því ekki til hvað menntunarstig varðar, en algengara er að það flytjist milli tekjuhópa. En jafnvel í þeim tilvikum skýrir úrvalskenningin einungis fremur lítinn hluta dæmisins. Þá ber að geta þess að þversniðsrannsóknir sýna aðstæður einungis á ákveðnum tímapunkti. Læknanemar á fyrstu árum námsins geta vafalaust verið auralitlir um tíma, en ekki er líklegt að það hafi áhrif á heilsufar þeirra, enda eiga margir þeirra von á feitum embættum og góðum tekjum (upward mobility). Nú er því lögð meiri áhersla á áhrif óæskilegra þjóðfélagsaðstæðna um langan tíma og á mismunandi æviskeiðum (life course perspective)10. Norskur prófessor í heimilislækningum, Anders Forsdahl, birti árið 1977 grein sem vakti mikla athygli11, en í henni sýndi hann fram á mikinn breytileika á dánartíðni fólks, Læknaneminn 2007 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.