Læknaneminn - 01.04.2007, Page 94

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 94
sem þá var á aldrinum 40-69 ára, úr kransæðastíflu eftir fylkjum í Noregi. Forsdahl sýndi fram á sterkt samband milli ungbarnadauða milli fylkjanna í æsku þessa fólks, þannig að fólki sem ólst upp í fylkjum með háan ungbarnadauða vegna skorts mörgum áratugum áður var mun hættara við að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Síðar beindust augu manna einnig í vaxandi mæli að sambandinu milli aðstæðna móðurinnar þegar barnið var enn í móðurkviði og eru rannsóknir breska faraldsfræðingsins Davids Barkers þekktastar á því sviði12. Eru fleiri bæklingar um holla lífshætti lausnin? Áður hefur verið minnst á að áhættuþættir sjúkdóma dreifast mismunandi milli þjóðfélagshópa, en stóra spurningin er. Hver er ástæðan? Af hverju breyta þessir verr settu þjóðfélagshópar ekki hegðun sinni og fara að lifa áhættuminna lífi? Kemst vitneskjan ekki til skila eða leggja þeir minna upp úr því að búa við góða heilsu? Er gildismatið annað? Hver er orsökin að baki orsökunum, ef það má orða það svo? Af hverju fara þeir ekki eftir ráðleggingum hæstvirts heilbrigðismálaráðherra, sem prentaðar eru í litfögrum bæklingum? Er fólki ekki sagt að það eigi að bera ábyrgð á eigin heilsu? Hvað gerir einstæð móðir þegar hún kemur dauðþreytt úr vinnunni og er búin að ná í krakkana á leikskólann og á eftir að laga kvöldmatinn áður en hún fer í skúringar úti í bæ til að ná endum saman? Fer hún kannski út að skokka til að halda sér í formi? Auðvitað gæti hún sleppt skúringunum, en þá hefði hún ekki pening til að borga fyrir íþróttaæfingarnar eða tónlistarskólann fyrir krakkana. Það er þó bót í máli fyrir hana að ríkisstjórnin er búin að lækka virðisaukaskatt og vörugjald á flestri óhollustu og hún getur keypt kók og sælgæti handa krökkunum. Það skemmir að vísu tennurnar og að tannlæknistaxtinn hækkarlangt umfram endurgreiðslunafráTryggingastofnun ríkisins; það er henni seinni tíma vandamál. Áður en hún leggst örþreytt til svefns lái ég henni ekki ef hún kynni að hafa meiri áhuga á að kynna sér sjóðheitasta parið í bænum í "Séð og heyrt" en að lesa 111. pistilinn í Heimild: Dahlgren og Whitehead. http://www. west-norfolk. gov.uk/default. aspx ?page-22422. Mynd 5 Mogganum"Hollráð um heilsuna"frá Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Sú fullyrðing að hver og einn beri ábyrgð á eigin heilsu er hálfsannleikur í mesta lagi. Við búum í þjóðfélagi sem leggur á okkur ýmsar kvaðir sem erfitt er að losna undan, eins og Dahlgren og Whitehead sýna svo glögglega á mynd 5 13. Hún sýnir hvernig allir eru háðir því umhverfi, atvinnu, félagstengslum, menntun, menningu og siðvenjum sem þeir eru órjúfanlegur hluti af. Forsjárhyggja getur verið til góðs Ofangreind dæmi sýna að hér á siðmenntað þjóðfélag að koma til aðstoðar. "Nógir eru andskotans peningarnir" sagði Sverrir Hermannsson einhvern tíma og hann kann að koma orðum að hlutunum. Það er ekki að vera hlutverk þjóðfélagsins að stýra lífi okkar í smáatriðum, en það á að vera hlutverk siðmenntaðs þjóðfélags að gera heilbrigðu leiðina að auðveldustu leiðinni, t.d. með því að leggja hjólreiðastíga, skattleggja óholla vöru meira en holla vöru, skattleggja mengun, greiða niður íþróttaæfingar og liststarfsemi fyrir börn og neita að taka þátt í stríði gegn öðrum þjóðum, sem veldur okkur bara hugarangri og vanlíðan. Ef þetta telst forsjárhyggja er og verður undirritaður eindreginn fylgismaður forsjárhyggju. Athyglisvert er hve sjaldan er fjallað um erfðaþætti sem hugsanlega skýringu á mismunandi heilbrigði, a.m.k. að hluta til, þegar fjallað er um þessi mál, en með aukinni þekkingu á sviði erfðafræðinnar má búast við að þeir þættir verði meira í sviðsljósinu í framtíðinni14. Hlutverk heilbrigðiskerfisins Þegar breska heiibrigðisþjónustan var að mestu færð til ríkisins fyrir um 60 árum og greidd nánast að öllu leyti af hinu opinbera var hugsunin sem að baki lá sú, að ef allir fengju heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og aðstæðum myndi heilsufarslegur stéttamunur hverfa með tímanum. Eins og alkunnugt er gekk þetta ekki eftir og bar með sér oftrú á hlut heilbrigðiskerfisins. Hvoru tveggja er að við suma sjúkdóma, einkum á þeim tíma, hafði meðferð ekki afgerandi áhrif á þróun sjúkdómsins, en líka hitt að þótt rutt sé úr vegi augljósum hindrunum varðandi aðgengi, t.d. með því að afnema þjónustugjöld, þá er eftir sem áður munur á aðsókn að þjónustunni eftir þjóðfélagsstétt. Þannig kom í Ijós í rannsóknum undirrritaðs á aðsókn til lækna á Norðurlöndunum að börn betur menntaðra mæðra sækja frekar til sérfræðinga, en börn hinna efnaminni til heimilislækna15. En það er ekki einungis það að um bil sé að ræða á heilsufari milli þjóðfélagshópa, heldur er þetta bil að aukast víða um lönd. Mackenbach og félagar rannsökuðu hvort þetta gilti jafnt um þá sjúkdóma þar sem heilbrigðis- þjónustan skiptirsköpum og þá sjúkdóma sem illlæknanlegir 94 Læknaneminn 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.