Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 95
i/'r gagnvart dauðanum?
eru16. Niðurstaða þeirra var sú að bilið væri breiðara
varðandi þá sjúkdóma þar sem meðferð skipti miklu máli
(conditions amenable to treatment), en að það skýrði þó
aðeins lítinn hluta þessa munar. Aðrar rannsóknir hafa sýnt
að þótt formlegt aðgengi að þjónustunni sé svipað, sé
árangur meðferðar oft betri hjá betur settum
þjóðfélagshópum, bæði vegna þess að þeir geti betur
tileinkað sér meðferðina, en líka hitt að læknar gefa þeim
gjarnan meiri gaum og meiri tíma meðan á meðferðinni
stendur.
Mikilvægi málsins
Woodward og Kawachi draga mikilvægi þess að berjast
gegn þjóðfélagslegum mun á heilsufari saman í fjóra
meginþætti17.
Mynd 6 Líkan Marmots um samspil þeirra félagsþátta sem hafa
áhrif á heilsu fólks.
LokaorÖ
1. Þjóðfélagslegur munur á heilsufari er tegund af
misrétti og er siðferðilega ranglátt fyrirbæri, þegar
munurinn er afleiðing af ójöfnum tækifærum til gæða eins
og menntunar eða atvinnu.
2. Fyrirbæri sem algengari eru meðal lægri
þjóðfélagsstétta,svosemfíkniefnaneyslaeðaáhættuhegðun
eins og hraðakstur, sem hvoru tveggja getur leitt til
alvarlegs heilsubrests þessara þjóðfélagsþegna, snerta í
raun alla þegna þjóðfélagsins.
3. Það er hægt að bæta þar með heilsufar landsmanna
í heild með aðgerðum stjórnvalda, sem áður hafa verið
nefndar og bæta hag þeirra verr settu, svo sem með
skattaákvörðunum, atvinnumálastefnu, sjúkrabótum,
aðgengi að heilbrigðisþjónustu og sértækum aðgerðum
fyrir þá sem mest þurfa á því að halda, svo eitthvað sé
nefnt.
4. Rannsóknir á sviði kostnaðar og nytjagreiningar
sýna að sumar lýðheilsuaðgerðir hins opinbera sem bæta
hag lægri þjóðfélagsstétta eru beinlínis hagfræðilega
arðbærar. Það verður að hætta að einblína á þann kostnað
sem slíkar aðgerðir hafa í för með sér, en líta jafnframt á
ávinninginn.
Af ofangreindu ætti að vera Ijóst að mismunur á heilsufari
eftir búsetu eða annarri aðstöðu fólks í þjóðfélaginu er
mikill og þar er verk að vinna, sem skiptir miklu. Sjaldgæft
er að óheilsa stafi einungis af líffræðilegum erfðaþáttum,
sem þýðir í raun að úr heilsufarsmuni má draga verulega
með samfélagslegum aðgerðum og að svo beri að gera í
siðmenntuðu þjóðfélagi. Eðlilegt er að spurt sé um tillögur
til lausnar á þessum málum. Þær liggja ekki á lausu, enda
er Ijóst að um flókið samspil erfða, umhverfis, líffræðilegra
þátta, áhættuþátta og aðbúnaðar er að ræða, eins og sjá
má af líkani Michaels Marmots á mynd 6 1S. Ýmsar þjóðir
leggja mikla vinnu og metnað í að finna lausn á þessum
málum og eru Bretar, Svíar, Finnar og Flollendingar þar í
fararbroddi. Þeir láta sér ekki nægja að setja sér einhver
markmið, eins og gert er í íslenskri heilbrigðisáætlun,
heldur er markvisst unnið að því að finna lausnir til þess að
ná þessum markmiðum. í sumum þessara landa er m.a.
farið að gera svokallað "Health Impact Assessment" þegar
ný lög eru sett, en í því felst að metið er hvaða áhrif ný
lagasetning, á hvaða sviði sem er, hefur á heilsufar
landsmanna og hvort lagasetningin sé líkleg til þess að
auka bilið milli þjóðfélagshópa hvað heilsufar snertir. Gott
yfirlit um aðgerðir til að minnka ójöfnuð í heilsu er að finna
nýlegri bók prófessors Mackenbachs19, sem ásamt
títtnefndum prófessor Michael Marmot hefur verið einn
helsti frumkvöðull þessara mála í Evrópu, en prófessor
Marmot er nú forystumaður í nefnd Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar, sem ætlar sér mikla hluti í þessum efnum
(Commission on Social Determinants of Health) á
alþjóðavísu. Nefndin hóf störf í mars 2005 og mun Ijúka
Kennari höfundar, prófessor Michael Marmot, á hjólinu sínu sínu í Camden í Lundúnaborg. Við það að
hjóla í 30 mínútur frá Hampstead i norðurhluta Camden til University College í suður fer hann frá
svæði þar sem lífslíkur eru 81 ár hjá körium í borgarhluta þar sem lífslíkur eru 11 árum skemmri eða
70 ár. í Glasgow, svo annað dæmi sé tekið var munurinn um 7 ár fyrir tveimur áratugum, en er nú
12 ár. í Washington eru ævilíkur blökkumanna í fátækrahverfunum 57 ár, en 77 ár í ríkari hverfum
hvítra. Og frá fyrirmyndarlandinu Svíþjóð berast þær fréttir að í Gautaborg myndi ungbarnadauði
helmingast ef öll hverfi hefðu sömu dánartölu og besta hverfið.
Læknaneminn 2007 95