Læknaneminn - 01.04.2007, Page 100
Heilsutengd þjónusta græðara og fleiri aðila
Heilsutengd þjónusta græöara
og fleiri aðila
Umfjöllun um þá möguleika sem eru f boði og hvers vegna
það er mikilvægt fyrir lækna að þekkja til þeirra
Brynhildur Tinna Birgisdóttir
5. árs læknanemi
5 af 11 um raförvun. Höfundarnir komast að þeirri
niðurstöðu að það séu til staðar sterk rök fyrir virkni
sumra óhefðbundinna meðferða en það sé brýn
nauðsyn á frekari rannsóknum vegna þess hversu
margar greinar falla í flokkinn niðurstöður ekki
afgerandi. Þeir vekja einnig athygli á að einungis ein
yfirlitsgrein af þessum 145 sem kannaðar voru benti til
skaðlegrar virkni af óhefðbundnu meðferðunum sem
rannsakaðar voru."1
ann 2. maí árið 2005 voru samþykkt á Alþingi lög
um græðara. Með orðinu græðari er í skilningi þeirra
laga átt við aðila sem veita heilsutengda þjónustu utan
hinnar almennu heilbrigðisþjónustu. Lögin taka til skráðra
græðara og eftir því sem við á annarra græðara, þótt
óskráðir séu. Áður var notast við hugtakið óhefðbundnar
lækningar eða óhefðbundin meðferð. Nefnd sem skipuð
var af heilbrigðisráðherra árið 2002 til að gera úttekt
á stöðu óhefðbundinna lækninga á íslandi taldi hins
vegar best að kalla viðfangsefnið „heilsutengd þjónusta
græðara" og var á því hugtaki byggt við setningu
laganna. Hér á eftir er með óhefðbundinni meðferð átt
við meðferð sem ekki fellur undir almenna túlkun á
hugtakinu læknismeðferð og veitt er af græðurum og
fleiri aðilum.
Flestar kannanir benda til þess að fólk leiti sér í auknum
mæli aðstoðar græðara. í skýrslu fyrrnefndrar nefndar
segir: „Tuttugu og fjórir til fjörutíu af hundraði þeirra sem
spurðir hafa verið segjast hafa leitað ráða utan hins
almenna heilbrigðiskerfis. Þess ber þó að geta að flestir
þeirra munu einnig hafa leitað til löggiltra heilbrigðis-
stétta."1
í skýrslunni er m.a. vísað í niðurstöður Manheimer og
félaga. Þeir yfirfóru allar greinar í Cochrane gagnasafninu
um óhefðbundnar meðferðir. í skýrslunni segir:
„Þær meðferðir sem flestar yfirlitsgreinar voru til um í
gagnasafninu voru fæðubótarefni (ekki grös) með 71
grein, grös (23), raförvun (11) og nálastungur (10).
Þrjár af hverjum tíu greinum um nálastungur sýndu
gagnlega eða mögulega gagnlega virkni, fjórar af 71
grein um fæðubótarefni, 16 af 23 greinum um grös og
Hafa verður í huga að engin meðferð, hvorki
læknismeðferð né óhefðbundin meðferð, er hættulaus með
öllu. í hvert skipti sem meðferð er beitt er rétt að vega
kosti meðferðar á móti hugsanlegum aukaverkunum.
Mikilvægt er að bæði læknar og óhefðbundnir
meðferðaraðilar viti af öllum lyfjum, náttúru-/jurtalyfjum,
fæðubótarefnum og öðrum óhefðbundnum meðferðum og
meðferðarúrræðum sem sá sem til þeirra leitar notar.1
Grein þessari er ætlað að veita lesendum Læknanemans
stutt yfirlit yfir ýmsa þá möguleika sem eru í boði á íslandi
á sviði óhefðbundinna meðferða, þ.e. heilsutengdrar
þjónustu græðara. Hún erekki tæmandi upptalning á þeim
möguleikum sem í boði eru heldur ætluð til kynningar og
hvatningar fyrir lesendur til að afla sér upplýsinga um það
sem að framan hefur verið kallað óhefðbundnar meðferðir.
Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn viti hvaða meðferðir
eru í boði, hvað þær fela í sér, hverju stefnt er að með
meðferðinni, hvaða aukaverkanireru þekktaraf meðferðinni
og hvaða áhrif meðferðin kann að hafa á hefðbundna
læknismeðferð sem sjúklingurinn hlýtur. Slík vitneskja er
forsenda þessað heilbrigðisstarfsmenn geti veittsjúklingum
sínum fræðslu og lagt mat á þær meðferðir sem sjúklingur
hefur fengið eða ætlar sér að sækja utan hins hefðbundna
heilbrigðiskerfis. Ef heilbrigðisstarfsmaður er neikvæður í
garð óhefðbundinna meðferða án þess að geta veitt
sjúklingi sínum fullnægjandi rök fyrir því á hann á hættu
að missa traust sjúklingsins með þeim afleiðingum að
sjúklingurinn hættir að leita til hans eða dylur það fyrir
honum hvaða aðrar meðferðir hann er að fá.
í greininni verður fyrst farið yfir stöðu græðara á íslandi
og síðan fjallað um einstakar meðferðir. Leitast verður við
að hafa umfjöllunina hlutlausa. Taka ber fram að hvorki
höfundur hennar né ritstjórn Læknanemans tekur afstöðu
til gagnsemi einstakra meðferða. Þá er heldur ekki tekin
7 00 Læknaneminn 2007