Læknaneminn - 01.04.2007, Page 101

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 101
Heilsutenqd þjónusta qræðara oq fleiri aðila afstaða til áreiðanleika fullyrðinga um það hvernig tiltekin meðferðarúrræði virki. Heimildir voru mikið sóttar á veraldarvefinn. Oft má efast um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þar finnast en við ritun greinarinnar var eftir fremsta megni leitað að sem áreiðanlegustum heimildum og niðurstöðum rannsókna á meðferðunum. Sú leit skilaði þó ekki alltaf árangri. Líklegt má telja að þeir einstaklingar, sem leita sér aðstoðar utan heilbrigðis- kerfisins, fái mikið af sinni vitneskju á veraldarvefnum. Græðarar á íslandi og staða þeirra Bandalag íslenskra græðara var stofnað í lok ársins 2000 og eiga nú níu fagfélög aðild að því. í siðareglum þandalagsins segir að græðari skuli „aðeins nota viðurkenndar aðferðir og tækni sem eru út frá fræðum, heimspeki, menntun og starfsreynslu sem hver græðari hefur menntun til. Græðara ber skylda til að vísa skjólstæðingum til annara meðhöndlara, læknis/spítala henti það betur. Græðari gefurengin loforð um lækningu."2 Bandalag íslenskra græðara heldur utan um frjálst skráningarkerfi fyrir græðara en ákvörðun um hvort fagfélag fái aðild að skráningarkerfinu er í höndum heilbrigðisráðherra sem hann tekur að fenginni umsögn landlæknis og Bandalags íslenskra græðara. í lögum félagsins kemur m.a. fram að til að nýtt félag öðlist aðild að bandalaginu þurfi menntun félagsmanna að lágmarki að vera 660 kennslustundir, þar af þurfi 6 einingar í líffæra- og lífeðlisfræði og 5 einingar í sjúkdómafræði á framhaldsskólastigi. Eftirtalin félög eiga aðild að Bandalagi íslenskra græðara: • Aromatherapyfélag íslands (ATFÍ) • Fagfélag hómópata (Organon) • Félag höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferðaraðila (CSFÍ) • Félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara (Cranio) • Félag íslenskra heilsunuddara (FÍHN) • Félag lithimnufræðinga (FL) • Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á íslandi (SSOVÍ) • Shiatsufélag íslands • Svæðameðferðafélag íslands (SMFÍ) í íslenskum lögum um græðara segir að skráðum græðurum sé skylt að hafa gilda ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi, þ.e. félagi sem veitir tryggingu vegna tjóns sem leitt getur af gáleysi ístörfum þeirra. Græðarareru bundnirþagnarskyldu. Ef sjúklingur óskar eftir að meðferð alvarlegs sjúkdóms sé í höndum græðara verður það að vera að höfðu samráði við lækni. Græðurum er óheimilt að ráðieggja fólki að hætta lyfjameðferð eða annarri meðferð sem það hefur hafið hjá löggiltu heilbrigðisstarfsfólki. Heilbrigðisstofnun er heimilt að koma til móts við óskir sjúklinga sem vilja nýta sér heilsutengda þjónustu græðara sé það í samræmi við stefnu stofnunarinnar. Lögin má sjá í heild sinni á heimasíðu Alþingis.3 Ilmolíumeðferð (aromatherapy) Ilmolíur (essential oils) eru unnar úr plöntum á margskonar hátt2 og komið inn í líkamann með innöndun, inntöku um munn eða áburði á húð. Verkunarmáti ilmolía er ekki þekktur í raun en margs konar tilgátur hafa verið settar fram, m.a. um að áhrif olíanna geti tengst lyfleysuhrifum, áhrifum snertingar og lyktar á parasympatíska (utansemju) taugakerfið, sálfræðilegum áhrifum eða lyfjafræðilegum áhrifum.4 Tilgangur olíumeðferðar getur verið slökun eða örvun, verkjastilling, kvíðastilling, bættur svefn, örvun ónæmiskerfisins, bakteríudrepandi áhrif eða áhrif til að draga úr þunglyndi.5 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi segir: „Þrátt fyrir að líffræðileg áhrif ilmolía séu þekkt liggja ekki fyrir nægileg gögn til þess að greina á milli virkni ilmolíanna sem slíkra og virkni nuddsins sem er hluti af meðferðinni og lyktaráhrifa."1 Mikilvægt er að áður en meðferð hefjist sé kannað hvort einstaklingur hafi ofnæmi og hvort þekktar aukaverkanir geti verið slæmar fyrir einstaklinginn. Ekki er mælt með ilmolíumeðferð á fyrstu 24 vikum meðgöngu.5 Ilmolíumeðferð er kennd í Lífsskólanum en er einnig hluti af námsskrá snyrtibrautar fjölbrautaskóla Breiðholts og snyrtiskóla Kópavogs. Námið er tvö ár. Auk 660 fagtíma þurfa nemendur að hafa lokið tveim önnum í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, fyrstu hjálp og heilsufræði í framhaldsskóla. Einn ilmolíufræðingur starfar á Landspítala háskólasjúkrahúsi.6 Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð (craniosacral tnerapy) Því hefur verið haldið fram að höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð byggi á því að sitji spjaldbeinið ekki rétt í mjaðmagrindinni, liggi höfuðið ekki rétt á liðflötum efsta hálsliðar, ef hindrun verði á hreyfingu höfuðkúpubeina eða sé einhver hindrun til staðar í „himnukerfi líkamans" megi búast við röngu álagi á heila- og mænuhimnurnar og hindrun verði á hreyfingu mænuvökva. Þetta geti valdið áreiti á taugar og slíkt áreiti geti valdið einkennum hvar sem er í líkamanum.2 Á heimasíðu CranioSacral félags íslands (www.craniosacral.is) segir að í meðferðinni greini meðferðaraðilinn hreyfingu í mænuvökvanum, finni hvar hindrun er á þessari hreyfingu og leiti eftir staðbundinni spennu í bandvef. Meðferðin felist í að losa um spennuna í bandvefnum og að liðka fyrir hreyfingu höfuðbeina og spjaldbeins. Notaður sé léttur þrýstingur eða tog til að Læknaneminn 2007 1 01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.