Læknaneminn - 01.04.2007, Side 102

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 102
Heilsutengd þjónusta græðara og fleiri aðila meta og meðhöndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið.7 Meðferðin er sögð vera árangursrík við bakverkjum, þunglyndi, ofvirkni, svefnleysi, mígreni, taugaverkjum, sjóntruflunum o.fl.8 en ekki hefur verið sýnt fram á virkni meðferðarinnar með áreiðanlegum rannsóknum.1'9 Meðferðin er kennd hérlendis við Upledger stofnunina og einnig er á íslandi starfrækt útibú frá breskum skóla (The College of Cranio-Sacral Therapy í London). Ætlast er til að nemendur Ijúki áföngum í heilbrigðisfræði, líffæra- og lífeðlisfræði, líffræði, sálfræði, sjúkdómafræði o.fl. í framhaldsskóla. Vefræn tilfinningalosun (socioemotional release) Sagt er frá þessu meðferðarformi á heimasíðu CranioSacral félags íslands sem aðferð til að „aðstoða líkamann við að losa um vefrænar afleiðingar af áföllum og neikvæðar tilfinningar sem þeim tengjast"7. Þetta er samspil höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar og samtalstækni. Kenningin á bak við þessa meðferð er sú að þegar einstaklingur verði fyrir áfalli geymi líkaminn orku (vegna reiði, hræðslu eða annarra tilfinninga) og myndist þá svokallað orkumein. Heilsunudd Nudd er aldagömul meðferð þar sem handafl er notað til að beita þrýstingi, hreyfingu eða titringi á mjúkvefi líkamans. Tilgangurinn er að fá fram slökun, hita og aukið súrefnisframboð til mjúkvefja og minnka verki. Til eru yfir 80 mismunandi gerðir af nuddi. í bandarískri rannsókn kom fram að einstaklingar nota nudd í margs konartilgangi, m.a. til að minnka verki, til endurhæfingar eftir íþróttameiðsli, til að losa um streitu og auka slökun, til að minnka kvíða og þunglyndi og til að auka almenna vellíðan.10 Ýmsar kenningar eru uppi um hvaða áhrif nuddmeðferð hefur á líkamann, m.a. um að nudd hindri miðlun sársaukaboða til heila („gate control" kenningin), minnki sympatiska (semju-) taugavirkni en auki parasympatiska taugavirkni, auki losun serotonins og/eða endorphina í líkamanum, hindri trefjamyndun (fibrosis) og auki flæði sogæðavökva.10 í Fjölbrautarskólanum við Ármúla er rekin námsbraut fyrir nuddara í samvinnu við Félag íslenskra heilsunuddara og Nuddskóla íslands. Nemendur fá kennslu um starfsemi líkamans, t.d. vöðvafræði, lífeðlisfræði, heilbrigðisfræði og sjúkdómafræði, ásamt þjálfun í hefðbundnu klassísku nuddi og meðhöndlunaraðferðum sem byggja á punktum eða orkubrautum. Til að fá viðurkenningu sem nuddari verða nemar að starfa við nudd í tæpa 1.000 tíma. Lithimnufræði (iridology) Lithimnugreining er mynd sem dregin er upp af mynstrinu í lithimnu augnanna. Iðkendur þessara fræða segja að með lithimnugreiningu megi greina ástand líffæra, uppsöfnun eiturefna og slíms, arfgenga veikleika, sýrustig líkamans, bólgumyndanir, van- eða ofvirkni kirtla, ástæðursjúkdóma, tilvist sýkinga o.m.fl. Til greiningarinnar eru notuð stækkunargler eða raufarlampar til að skoða lithimnuna sem síðan er borin saman við lithimnukort. Á kortunum hefur lithimnunni verið skipt niður í 80-90 svæði eftir því hvaða líkamshluta viðkomandi hluti lithimnunnar er talinn túlka. Lithimnugreining er ekki sögð lækning heldur sagt að lithimnufræðingur geti í kjölfar greiningarinnar ráðlagt um mataræði og lífsstíl til heilsueflingar og til að fyrirbyggja sjúkdóma.2'11 Lithimnufræðingar eru sumir sjálfmenntaðir en einnig er boðið upp á námskeið í fræðunum. í skýrslu nefndar á vegum bresku lávarðadeildarinnar (Select Committee on Science and Technology) frá árinu 1999 er lithimnufræði flokkuð með meðferðum sem ekki byggi á sannfærandi þekkingargrunni.1 Smáskamm talækningar (homeopa thy) Smáskammtalækningar byggja á þeirri kenningu að líkaminn sé í eðli sínu fær um að lækna sig sjálfur með eigin lífskrafti. Lendi orkukerfi líkamans í ójafnvægi fari sjúkdómar að hrjá hann. Markmið smáskammtalækninga er að hvetja líkamann til að lækna sig sjálfur. Þessu markmiði er náð með því að meðhöndla ójafnvægið með smáskömmtum af því sem í stærri skömmtum myndi valda þeim einkennum sem ætlunin er að ráða bót á.12 Á heimasíðu Organon, fagfélags hómópata, segir að helsti kostur hómópatíunnar felist í forvörnum því með hómópatíu sé unnt að greina veikleika sem komið gætu fram síðar. Einnig sé hægt að stuðla að betri líðan þótt einkenni séu ekki vel skilgreind eða falli ekki undir tiltekinn sjúkdóm. Meðferðin sé persónubundin og því líklegt að einstaklingar með sömu sjúkdómsgreiningu fái mismunandi meðferð.13 Byrjað er á að fara yfir líkamleg, andleg og tilfinningaleg einkenni og í kjölfarið valin sú meðferð sem talin er henta. Til meðferðar eru notaðar svonefndar remedíur sem eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu. Efnin eru þynnt í mörgum skrefum en sú vinnsluaðferð sem notuð er er sögð viðhalda lækningarmætti efnisins sama hve mikil þynningin sé. Remedíur fást í vökvaformi og sem töflur.14 Á heimasíðu Organon segir: „Remedíurnar eru með öllu skaðlausar og valda ekki aukaverkunum''.13 Rannsóknir á smáskammtalækningum hafa gefið misvísandi niðurstöður. Sumar hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þeirra en áhrifin hafa ekki verið útskýrð vísindalega. Niðurstöður annarra rannsókna hafa verið þær að ekki séu 7 02 Læknaneminn 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.