Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 106
Heilsutenqd þjónusta græðara og fleiri aðila
BlómadroparáÖgjöf (flower essence therapy)
Blómadropar eru ýmis konar efni sem unnin eru úr þykkni
blóma og jurta sem hefur verið mikið þynnt til að auka
áhrifamátt efnisins. í fyrstu munu vandamál einstaklingsins
vera greind og á þeim grundvelli fundið út hvaða
blómadropar henti til að styrkja viðkomandi. Tilgangurinn
á ekki að vera að lækna sjúkdóma beint heldur eiga
droparnir að styrkja tilfinningalegt og andlegt jafnvægi
einstaklingsins.48
Heilun (healing)
Hugmyndin að baki heilun er sú að manneskjur séu
rafsegulfræðilegar verur og þ.a.l. séu aðferðir til að hafa
áhrif á þá orku besta leiðin til lækninga.49 Hver einstaklingur
eigi sér orkulíkama, eða árur, og ójafnvægi í orkuflæði
líkamans geti valdið ýmsum kvillum. Heilari notar hendur
sínar til að hafa áhrif á orkusvæði líkamans, veita orku,
losa um stíflur og koma á jafnvægi. í skýrslu
heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á
íslandi segir: „Heilun kann að virka en ekki er Ijóst
hvernig."1
Reiki
Margar ólíkar aðferðir falla undir hugtakið heilun og reiki
er ein af þeim. Með reiki er átt við orkulækningar sem
felast í því að meðferðaraðilinn leggur hendur sínar á eða
við þann sem til hans leitar með það að markmiði að flytja
til hans lífsorku (eða ki), losa um orkustíflur og minnka
neikvæða orku umhverfis hann. Notaðar eru 12-15
mismunandi handarstellingar og er hverri þeirra haldið í
2-5 mínútureða þartil meðferðaraðilanum finnstorkuflæðið
í þeirri stellingu vera minnkað. Aðferðin er notuð til
meðhöndlunar á streitu, krónískum verkjum og
aukaverkunum lyfja- og geislameðferðar krabbameina en
einnig til að hægja á hjartslætti, efla ónæmiskerfið og auka
vellíðan. Nám í reiki skiptist í 3-4 skref sem hvert tekur 1-
2 daga.50
Vöðva- og hreyfifræði (kinesiology)
Vöðva- og hreyfifræði er meðferðarform þar sem
vöðvapróf er notað til að greina ójafnvægi á orkuflæði
líkamans og athuga styrk einstakra vöðva með tilliti til
orkuflæðis. Með nuddi eða þrýstingi fingurgóma á ákveðin
svæði líkamans er leitast við að jafna orkuflæðið. Rætt er
um 14 orkubrautir líkamans og að hverri orkubraut tengist
vissir vöðvar og líffæri. Meðferðin á að miða að því að
koma jafnvægi á þau orkukerfi líkamans sem hafi áhrif á
líkamann, komi í veg fyrir sjúkdóma og bæti andlega
líðan.1'51 Greinin er m.a. kennd sem áfangi í Nuddskóla
íslands. í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og
starfsemi þeirra á íslandi segir um kinesiologiu: „Ekki
liggja fyrir nægjanleg gögn til þess að segja til um virkni."1
Ayurveda læknisfræði (ayurvedic medicine)
Markmið ayurveda læknisfræði er að
samþætta líkama, huga og anda og koma
á jafnvægi í þeim tilgangi að varna sjúk-
dómum og auka vellíðan. Kenning ayurveda
læknisfræðinnar er sú að allir hlutir í
alheiminum, lifandi og ekki lifandi, tengist
- og að heilsutengd vandamál komi fram
þegar samband þeirra á milli riðlist. Þetta
geti gerst við líkamlegar, andlegar og hug-
rænar truflanir. Slíkt ójafnvægi veiki líkamann og geri hann
viðkvæmari fyrir sjúkdómum. Jurtir, olíur, krydd, málmar,
nudd og aðrar vörur og tækni eru notuð til að hreinsa
líkamann og koma á jafnvægi. Oft eru gerðar breytingar á
mataræði og lífsstíl.52 í skýrslu heilbrigðisráðherra um
græðara og starfsemi þeirra á íslandi segir: „Ayurveda
læknisfræði felur í sér meðferð sem kann að hafa gagnlega
virkni en skilning á hvað í meðferðinni virkar skortir."1
Pólunarmeðferð (polarity therapy)
Pólunarmeðferð byggir á hugmyndum um orku líkam-
ans, mataræði, hreyfingu og sjálfsvitund. Meðferðin bein-
ist að rafsegulsviði líkamans sem er talið stýra heilsu ein-
staklingsins. Ýmsir þættir geti haft áhrif á rafsegulsvið
líkamans, m.a. snerting, mataræði, hreyfing, hljóð, við-
mót, sambönd, lífsreynsla, slys og umhverfisþættir. Sagt
er að meðfram mænunni liggi fimm orkustöðvar sem kall-
ast chakra. Þær stýri líkamlegri og andlegri virkni og nefn-
ist jörð, vatn, eldur, loft og Ijós. Næmur meðferðaraðili geti
þreifað orkuflæðið og gert það eðlilegt á ný. Þannig munj
heilsa einstaklingsins batna og hreysti hans á allan hátt. I
meðferðinni er léttri eða þéttri snertingu beitt með
fingrum. Einstaklingurinn er hvattur til aukinnar sjálfsvit-
undar m.t.t. orkuskynjunar sem er oft lýst sem sviða, hita,
þenslu og bylgjulíkum hreyfingum. Með þessu á meðferðin
að stuðla að djúpri slökun og líkamlegri kyrrð.53-54
Líföndun (vivation)
Líföndun er sérstök öndunartækni sem hefur það
markmið að losa um spennu og stíflur í líkamanum og fylla
hann af endurnýjuðum krafti. Öndunartæknin á að kenna
fólki að anda óhikað og þannig auka hæfileika þess til að
njóta lífsins.55 Meðferðin á að gagnast til að minnka streitu,
leysa persónuleg vandamál, takast á við sorg og þunglyndi,
bæta samskipti við aðra, þroska andlega viðleitni, losa fólk
við fíkn, auka sjálfstraust og aðstoða fólk við að ná
markmiðum sínum.
7 06 Læknaneminn 2007