Læknaneminn - 01.04.2007, Page 107

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 107
Heitsutenqd þjónusta græðara og fleiri aðila NLP ráðgjöf (neuro linguistic programming) NLP byggir á þeirri hugmynd að tungumál og öll hegðun sé lærð og hafi ákveðið mynstur sem megi vinna með, breyta og virkja einstaklingnum í hag. Þetta geti haft áhrif á þá sem umgangist viðkomandi.56 Hugmyndin er að með skynfærum skynji menn aðeins hluta af heiminum. Það fari fram viss síun vegna fyrri reynslu, trúar, skoðana, gilda og þeirra forsendna sem menn gefi sér. Það hvernig hver einstaklingur skynji heiminn sé eitthvað sem megi breyta til hins betra. Meðaðferðinni megi vinna meðundirmeðvitund og mannlega hegðun. Reynt er að finna og virkja ómeðvitaða hæfileika hjá einstaklingum sem nýta megi á jákvæðan hátt. Hugsunum er beint í jákvæðan farveg og einstaklingnum hjálpað við að ná fram sínum vonum og væntingum. Rolfing Rolfing er bandvefsmeðferð sem felst í djúpnuddi vöðva og tengivefja. Upphafsmaður fræðanna Ida Pauline Rolf taldi að bandvefsreifar (e. fascia) gætu hindrað gagnverkandi (e. opposing) vöðva í að starfa sjálfstætt. Meðferðin felst í djúpu nuddi sem á að aðskilja bandvefsreifarnar.57 Tilgangurinn er að losa um tilfinningalega og líkamlega spennu, skapa samhæfingu allra líkamshluta og samstilla hreyfiferla líkamans.1 Nám í Rolfing tekur um 2 ár en áður þarf nemandi að hafa lokið námskeiðum í líffæra- og lífeðlisfræði úr framhaldsskóla. Árugreining (aura therapy) Þessi fræði eru yfir 5000 ára gömul og byggjast á því að lesa í árur einstaklinga. Árur eru taldar vera verndandi orkusvið sem stöðugt séu á hreyfingu. Orkan sjáist sem einn eða fleiri litir. Hver liturtákni ákveðna líðan og litirnir gefi þannig til kynna andlega og líkamlega líðan. Til dæmis merki rauður litur reiði og bleikur litur merki ást. Litirnir eða skörð sem myndist í árunni eigi að geta gefið vísbend- ingar um sjúkdóma sem hrjái einstaklinginn og birtist oftast nálægt þeim líkamshluta sem sjúkdómurinn sé í. Árumeð- ferðum er ætlað að stýra orku árunnar í átt að jákvæðu líkamlegu, andlegu, tilfinningalegu og hugrænu jafnvægi. Áhrifin geti verið allt frá almennri vellíðan upp í algleymi og alsælu. Til að árumeðferð beri árangur verði einstaklingur sjálfur að þrá betri heilsu og hamingju. Meðferðin er helst notuð til að lina verki, stuðla að bata og minnka streitu.58 Kristallaheilun (crystal healing) Meðferðin byggist á því að hver lífvera hafi sveiflukennt orkukerfi sem innihaldi chakra sem sé rafsegulsvið kringum líkamann. Með því að nota rétta kristalla sé hægt að stilla orkukerfið og auka vellíðan. Kristallarnir valdi titringi sem sé einstakur fyrir hvern kristal og sé háður lit, efnasam- setningu, atómbyggingu og lögun kristalsins. Kristallana megi nota til að hreyfa, gleypa, skerpa, beina og dreifa orku innan líkamans.53 Innhverf íhugun (transcendental meditation) Með innhverfri íhugun er átt við hugleiðslutækni sem er upprunnin á Indlandi og miði að því að losa hugann undan venjulegum hugsunum um stundarsakir og komi á hugarró.59 Sagt er að hugleiðslan leiði hugann inn að eigin kjarna, veki hann til vitundar um óbundið eðli sitt og óendanlega möguleika sína. Hún geri huganum kleift að nýta getu sína til ótakmarkaðrar vitundar og skilja til hlítar allar hliðar sinnar tilvistar. Tæknina stundar einstaklingur daglega í 15-20 mínútur.60 í skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á íslandi segir: „Innhverf íhugun hefurlíklega virkni til slökunarog gæti haftgagnlega virkni í meðferð gegn fíkn."1 Á slóðinni www.kirkjan.net er fjallað um innhverfa íhugun. Þar segir: „Hefur hreyfingin verið gagnrýnd fyrir að aðferðir hennar svipti menn sjálfræðinu og að hún blekki fólk til að halda að þær séu vísindalegar, þegar þær í raun byggja á trúarlegum, hindúiskum, grunni."61 Huglækningar (mental healing) Huglækningar byggja á áhrifum hugans á líkamann. Að baki býr sú hugmynd að fólk hafi fastmótaðar hugmyndir sem geti gert það veikt eða í það minnsta berskjaldað fyrir sjúkdómum. Sagt er að huglæknar geti fjarlægt djúpstæða reiði, losað um ótjáðar tilfinningar, linað ótta og þannig byggt upp sjálfstraust og eflt jákvæðni og bjartsýni. Þetta geri þeir með því að kenna fólki uppbyggjandi hugsanir og öðga ímyndunarafl þess.62 Blóðflokkafæði (blood type diet) Hugmyndin sem liggur að baki þessum fræðum er að blóðflokkur hvers og eins sé mikilvægasti áhrifavaldur á það hvaða mataræði henti hverjum einstaklingi. Upphafsmaður fræðanna er Peter D'Adamo sem lagði fram þá kenningu að lektín í fæðu gætu haft áhrif á mótefnavaka á rauðum blóðkornum og valdið kekkjun (e. agglutination) í blóði. Peter taldi að ef einstaklingur neytti fæðu sem innihaldi lektín sem ekki samrýmist hans blóðflokki gæti lektínið valdið samloðun fruma og í kjölfarið truflun á meltingu, efnaskiptum og ónæmiskerfi. Þannig væri sumt fæði beinlínis skaðlegt fólki í vissum blóðflokkum en annað mjög gott fyrir það.53'63 Seldir eru blóðprufupakkar, ætlaðir til heimanota, sem einstaklingar geti notað til að finna út hvaða blóðflokki (ABO) þeir tilheyra. í þessum fræðum er lagt til að einstaklingar fari yfir ákveðinn lista Læknaneminn 2007 1 07
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.