Læknaneminn - 01.04.2007, Side 108

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 108
Heilsutengd þjónusta qræðara oq fleiri aðila sjúkdómseinkenna og haki við þau einkenni sem þeir hafa fundið fyrir. Listinn er aðgengilegur á heimasíðunni www.blodflokkar.is. Niðurstöður þessarar könnunar eiga að segja til um hvort viðkomandi þurfi að huga að breyttu mataræði og hvaða bætiefni, aðlögunarefni og plöntuefni hann muni hafa gott af að innbyrða.64 Það hefur ekki verið sýnt fram á með rannsóknum að lektín í fæðu geti valdið samloðun rauðra blóðkorna in vivo né hefur verið sýnt fram á árangur sértæks blóðflokkafæðis með rannsóknum.65 Samkvæmt hugmyndum D'Adamo er fólk ýmist seytarar (e. secretors) (80%) eða ekki-seytarar (20%). Þar á hann við að sumt fólk sé fært um að seyta mótefnavaka blóðflokks í líkamsvökva sinn en þessi mótefnavaki sé lykillinn að ónæmisvörnum líkamans. Almennt séu ekki- seytar líklegri til að hafa ónæmissjúkdóma en seytar og einnig fái þeir frekar sykursýki og vefjagigt. Seld eru munnvatnspróf sem eiga að greina hvort einstaklingar séu seytar eða ekki-seytar. Bioresonance therapy Meðferð þessi byggir á þeirri kenningu að öll stærstu líffæri líkamans eigi sér sínar eigin orkubrautir í líkamanum sem tengist saman í höfði, höndum og fótum. Á þessum stöðum sé líkaminn tengdur íeina heild og um orkubrautirnar eigi orkan að geta flætt óhindrað um allan líkamann. Ef einkenni komi fram í einu líffæri líkamans geti orsökin legið í öðru líffæri líkamans, jafnvel líffæri sem staðsett sé allt annars staðar í líkamanum, því orkubrautirnar séu samtengdar.66 Notað er sérstakt greiningartæki. Það er þannig úr garði gert að á því eru rafskaut sem komið er fyrir á húð manns. Þau geti numið ójafnvægi í orkuflæði líkama hans. Skautin eru tengd við tölvu og hún á að túlka þau merki sem henni berist frá rafskautunum. Út frá því eigi meðferðaraðilinn að geta séð líkamlega og andlega heilsu viðkomandi. Meðal þess sem tækið á að greina eru vítamínskortur, streita, nýrnahettuvirkni, hormónaóregla og ónæmiskerfis- sjúkdómar. Með sama tæki á síðan að vera hægt að veita meðferð. Þá mun græðandi sveiflukenndur straumur vera sendur um rafskautin inn í líkama sjúklingsins. Sagt er að með þessu megi meðhöndla ofnæmi, svefnvandamál, króníska verki, streitu og hormónatruflanir.53 AfeitrunarmataræÖi (detox diet) Hugmyndin um afeitrunarmataræði lítur að því að ýmsar gerðir matar og drykkjar innihaldi skaðleg efni sem safnist upp í líkamanum og valdi vanlíðan. Meðferðin felur í sér breytingará neysluvenjum með það að markmiði að afeitra líkamann með því að fjarlægja úr honum slík eiturefni. Á það að bæta heilsu, auka orku, efla viðnám gegn sjúkdómum, bæta andlega líðan, örva meltingu og aðstoða við þyngdartap.53 Sem dæmi um sjúkdóma sem mataræðið á að geta unnið á eru ofnæmi, kvíði, lungnasjúkdómar, gigt, háþrýstingur og krabbamein.67 Til eru margar gerðir af afeitrunarmataræði en venjulega er fæðið takmarkað við hrátt grænmeti, ávexti, vatn og jógúrt. Öllu kjöti er sleppt sem og áfengi og örvandi drykkjum eins og kaffi. Mismunandi er hve lengi einstaklingur er talinn þurfa að vera á þessu mataræði en oftast er það talið þurfa að vara í 1-2 vikur. Til viðbótar er fastað í vikutíma. Lítill vísindalegur efniviður er til um meðferð af þessu tagi.68 Boðið er upp á ferðir frá íslandi til Póllands á heilsuhótel þar sem afeitrunarmataræðið er stundað.67'69 Lokaorð Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um heilsutengda þjónustu græðara og ýmsar aðrar óhefðbundnar meðferðir sem ekki er víst að falli þar undir. Ljóst er að margt er í boði fyrir þá einstaklinga sem kjósa að leita út fyrir hið hefðbundna heilbrigðiskerfi. Þó ber að hafa í huga að margar þessara aðferða eru byggðar á svipuðum grunni. Mikilvægt er fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk að þekkja til þessara úrræða, kynna sér þær rannsóknir sem liggja fyrir um virkni þeirra og hvort og þá hvernig þau geti haft áhrif á þá hefðbundnu meðferð sem sjúklingur fær. Svo virðist sem margt sé óljóst um áhrifamátt þeirra óhefðbundnu meðferðarúrræða sem eru á boðstólum enda þótt mörg þyki hafa sýnt fram á gagnsemi sína. Á móti kemur að ætla má að aukaverkanir séu að öllum líkindum vanskráðar. Líklegt er að á næstu árum muni margt skýrast í þessum efnum enda fjölmargar rannsóknir í vinnslu, t.d. á vegum National Center for Complementary and Alternative Medicine í Bandaríkjunum. Sú stofnun stendur fyrir rannsóknum á óhefðbundnum meðferðum og veitir einnig styrki til rannsókna á þeim. Það er von höfundar að grein þessi hafi í senn náð að veita þekkingu og yfirsýn yfir þær aðferðir sem í boði eru og ekki teljast til hefðbundinna læknismeðferða. Þekking á þeim erforsenda hreinskilinna, fræðandi og fordómalausra samskipta við sjúkling. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sýni skilning og hafi innsæi inn í væntingar sjúklings. Æskilegt er að geta gefið faglegt og vandað mat á þeim meðferðum sem sjúklingur kýs að nýta sér utan hins hefðbundna heilbrigðiskerfis og vera meðvitaður um hugsanleg áhrif þeirrar meðferðar á þá læknisfræðilegu meðferð sem verið er að veita sjúklingnum. / 08 Læknaneminn 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.