Læknaneminn - 01.04.2007, Page 113

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 113
Hannes Blöndal lætur af störfum sem prófessor við læknadeild Nú í vor lætur af störfum einn merkasti kennari læknadeildar, Hannes Blöndal prófessor í líffærafræði. Hannes hefur kennt læknanemum líffærafræði frá haustinu 1972, en þá tók hann við af prófessor Jóni Steffensen sem annast hafði anatómíumenntun læknanema frá árinu 1937 eða í 35 ár. Hannes hefur þannig jafnað 35 ára setulengd fyrirrennara síns nú í vor. Hafa skal þó í huga að mun fleiri læknar hafa útskrifast undan væng Hannesar, en þeirtelja hátt í 1400 [1]. Þetta langlífi í vandasömu starfi segir sitt um Hannes. Það hefur líka óvæntan kost í för með sér fyrir nemendur hans þar sem stúdentar í dag eiga það sameiginlegt með stórum hluta kennara deildarinnar að hafa lærtsína líffærafræði hjá prófessor Blöndal. Brúarþessi staðreynd kynslóðabilið í samræðum innan spítalans, þar sem iðulega kemur í Ijós að Hannes hefur verið samur við sig allt frá upphafi: fróður og kröfuharður, með hárbeittan húmor og skjót tilsvör. Kennslustíll Hannesar er flæðandi og kannast margir við þá ógurlegu upplifun að sitja fyrsta tímann þar sem Hannes bunaði út úr sér latínu- og grískuheitum jafnframt því sem hann, án fyrirhafnar, rissaði mynd af umræðuefninu upp á töflu. Eftir nokkra daga var maður þó kominn upp í tempó en það að fylgja Hannesi eftir var full vinna. Hannes notaði teikningar ríkuiega við skýringar, en dygðu þær ekki til greip hann nálæga muni til útskýringar eða hreinlega lék viðkomandi líffæri. Hannes hefur í sinni tíð staðið fyrir umbótum í kennslu deildarinnar og var í fararbroddi tölvuvæddrar kennslu er hann setti upp tölvuver með kennsluforritum í anatómíu á tíunda áratugnum. Þá má ekki gleyma kennslubókunum sem Hannes hefur skrifað fyrir líffærafræðinámskeiðið. Þessar bækur hafa mótað grunnþekkingu margra lækna á Islandi í líffærafræði og reynst notadrjúgar í náminu. Hannes var heiðursgestur á árshátíð Félags læknanema árið 2001, en læknanemar þakka Hannesi aftur innilega fyrir störf sín, meðvitaðir um það að sæti hans verður ekki auðfyllt. [1: Læknatalið 1999 kveðurá um að 1132 hafi útskrifast frá læknadeild HÍ á árunum 1972-1999. Fyrstu 3 árgangarnir lærðu ekki hjá Hannesi. Síðan 1999 hafa um 300 nemendur útskrifast frá læknadeild samkvæmt gögnum læknadeildar.] Læknaneminn 2007 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.