Læknaneminn - 01.04.2007, Side 125

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 125
 Verkefni 3. árs læknanema og þríglýseríða í sermi. Mælingará fitufrumuboðum í sermi voru gerðar með ELISA aðferð. Tjáning leptínviðtaka á hnattkjarna hvítfrumum úr blóði voru merktar með flúrljómandi mótefnum og rannsakaðir í frumuflæðisjá eftir að þær höfðu verið einangraðar með þéttnistigli (gradient). Niðurstöður: Þegar bornir voru saman sjúklingar og viðmið (leiðrétt fyrir aldur/kyn/BMI) reyndist ekki vera munur á leptín og leptínviðtakaþéttni en munur var á þéttni adiponektíns og resistíns milli hópanna. Fyrir alla sjálfboðaliða (sjúklinga og viðmið) var sterk fylgni milli leptíns í sermi og BMI en hjá körlum var leptínþéttnin í meira samræmi við mittismál en BMI. Engin fylgni var milli PASI gilda og leptínþéttni meðal karlkyns sórasjúklinga en fylgni reyndist vera sterk fyrir kvenkyns sórasjúklinga. Hins vegar reyndist ver fylgni milli PASI og resistínþéttni bæði hjá körlum og konum, sterkari þó fyrir konur. Neikvæð fylgni reyndist hins vegar vera milli PASI gilda og adiponektínþéttni. Af þeim frumuboðum sem mældir voru í sermi var IL-8 það eina sem prófið nam að ráði og sýndi það einnig veika fylgni með PASI gildum sjúklinga. í samanburði við lækkandi PASI skor sjúklinga sást einnig lækkun í þéttni leptínviðtaka í sermi (p<0,005) þrátt fyrir að þyngd, BMI, mittismál og leptín virðist ekki breytast mikið. Umræða og ályktanir: Áður hefur verið sýnt fram á jákvæða fylgni milli líkamsþyngdar og þéttni fitufrumuboða í líkamanum. Hins vegar sýnum við fram á jákvæða fylgni milli þyngdar, BMI og mittismáls annars vegar og PASI gilda sórasjúklinga hins vegar. Einnig vörpum við því fram að fitufrumuboðar gætu verið mikilvæg tenging milli, fitumagns og alvarleika sóraútbrota. Það er því hugsanlegt að fitufrumuboðar hafi áhrif á gang sjúkdómsins. Þar sem um áframhaldandi rannsókn er að ræða er enn verið að vinna úr og safna niðurstöðum úr efnivið rannsóknarinnar. Algengi IgA skorts hjá einstaklingum með sykursýki tegund 1 og sjálfsofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli Árni Egill Örnólfsson1, Björn Rúnar Lúðvíksson1-2, Guðmundur H. Jörgensen1'2, Ástráður B. Hreiðarsson3, Arna Guðmundsdóttir3, Ari Jóhannesson3 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Ónæmisfræðideild LSH, 3Innkirtladeild LSH Inngangur IgA er aðalmótefnið á slímhúðaryfirborðum líkamans en einnig eitt helsta mótefnið í sermi. IgA í slímhúðum bindst sýklum og öðrum mótefnavökum og hindrar þannig sýkingu þeirra í líkamanum. Án þessa gætu slíkir mótefnavakar virkjað bólguferla sem aftur gætu leitt til skemmda á slímhúðum og öðrum vefjum. IgA skortur er algengasti mótefnaskorturinn og einn algengasti meðfæddi ónæmisgallinn. Rannsóknir hafa sýnt framáauknatíðnisjálfsofnæmissjúkdómahjáeinstaklingum með IgA skort, m.a. á sykursýki tegund 1 og sjálfsofnæmissjúkdómum í skjaldkirtli. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort algengi IgA skorts væri aukið hjá einstaklingum með sykursýki tegund 1 og sjálfsofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli á íslandi. Efniviður og aðferðir IgA styrkur í sermi var mældur með Ijósbrotsmælingu hjá 314 einstaklingum með ofstarfsemi í skjaldkirtli, 199 einstaklingum með sykursýki tegund 1 og 5 einstaklingum sem höfðu báða sjúkdómana. Blóðsýni skjaldkirtilshópsins komu úr tveimur eldri rannsóknum, "Faraldsfræðileg rannsókn á ofstarfsemi skjaldkirtils" og "Er skortur á mannose binding lectin (MBL) áhættuþáttur fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli?". Sykur- sýkissjúklingarnir voru frá Göngudeild sykursjúkra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Til samanburðar voru notaðar niðustöður úr skimun fyrir IgA skorti hjá 609 blóðgjöfum. Niðurstöður Af þeim 518 sýnum sem mæld voru greindist enginn einstaklingur með sértækan IgA skort. Einn einstaklingur úr sykursýkishópnum hafði áður greinst með fjölþætta mótefnalækkun. Styrkur IgA í semi var lægri hjá konum en körlum í skjaldkirtilshópnum ([IgAjc? = 2,67 ± 1,16 m.v. [IgA]9 = 2,11 ± 1,04; P<0,001) eins og hjá blóðgjöfunum. Hins vegar reyndust karlar með sykursýki tegund 1 hafa lægri styrk IgA en konur, þó munurinn hafi ekki verið tölfræðilega marktækur ([IgAJá1 = 2,49 + 0,98 m.v. [IgA]$ = 2,57 ± 1,16; P=0,96). Þeir höfðu hins vegar marktækt lægri IgA gildi en karlkyns blóðgjafar ([IgA]c?DM1 = 2,49 ± 0,98 m.v. [IgA]c?Blóðgj = 2,84 ± 1,26; P=0,004). Ekkert samband fannst milli styrks IgA og MBL í sermi. Ályktun og umræða Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að algengi IgA skorts hjá einstaklingum með ofstarfsemi í skjaldkirtli og sykursýki tegund 1 á íslandi sé ekki aukið. Þessar niðurstöður velta upp þeirri spurningu hjá okkur hvort sjúklingarnir beri aðrar samsætur í HLA-genum en fundist hafa hjá sambærilegum hópum í öðrum löndum. í framhaldi afrannsókninnistefnumviðaðþvíaðgeraarfgerðargreiningu á sjúklingunum til að skoða sérstakar HLA-samsætur. Care of Sick Neonates at Monkey Bay Community Hospital in Malawi Berglind Eik Guðmundsdóttir, stud.med.1, Geir Gunnlaugsson, Dr.Med.Sc., MPH1-2 ^University of Iceland, Faculty of Medicine, 2Centre for Child Health Services, Reykjavík Introduction Each year 4 million infants die before reaching the age of Læknaneminn 2007 1 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.