Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 134

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 134
Verkefni 3. árs læknanema Viðvarandi viðhorf til kynlífs á ungum aldri eru áhyggjuefni. Lykilorð: Kynfræðsla, unglingar, kynsjúkdómar, getnaðarvarnir, neyðargetnaðarvörn Tengsl mismunandi Aurora A arfgerða við DNA- stuðul, S-fasa, stigun og stærð brjóstaæxla Kristín María Tómasdóttir1, Jórunn Eyfjörð1'2, Jón Gunnlaugur Jónasson1'3'4, Sigríður K. Böðvarsdóttir1'2, Linda Viðarsdóttir1'2, Guðríður Ólafsdóttir4, Laufey Tryggvadóttir4, Elínborg Ólafsdóttir4, Baldur Sigfússon5. Ææknadeild HÍ,2Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði,3Rannsóknarstofa í meinafræði á LSH,4Krabbameinsskrá KÍ,5Leitarstöð KÍ Inngangur: Aurora/Ipll kínasar eru vel varðveittir serín/threonín kínasar sem taka þátt í frumuskiptingum. Genið sem ákvarðar kínasann er á litningi 20ql3.2. Aurora A er virkjað til að koma frumu í skiptingu, svo geislaskaut þroskist og aðskiljist og litningar raði sér rétt upp á metafasaflöt. Afvirkjun er nauðsynleg fyrir eðlilega frymisskiptingu og er mikilvægt skref í að fruman komist úr skiptingu. Yfirtjáning kínasans virðist valda óstöðugleika í erfðaefni æxla af þekjuvefsuppruna. Breytileiki (polymorphism) í F31I samsætu Aurora A gensins sem veldur amínósýrubreytingu Phe yfir í Ile hefur verið tengdur við krabbameinsáhættu. Niðurstöður rannsókna á brjóstæxlasýnum frá íslenskum konum sýna sömu áhættuaukningu, að undanskildum konum með BRCA2 kímlínubreytingu. Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvort þessi breytileiki hafi tengsl við DNA-stuðul, S-fasa, stigun og stærð brjóstaæxla. Ásamt því að kanna hvort BRCA2 arfberar séu á einhvern hátt ólíkir m.t.t. þessara þátta. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn eru 498 konur sem greindust með sitt fyrsta ífarandi brjóstakrabbamein 1990-2004. Búið var að greina breytileika í F31I samsætu Aurora A í erfðaefni þeirra á Rannsóknarstofu KÍ. Konunum var skipt í þrjá hópa eftir því hvort þær væru án áhættusamsætunnar (PhePhe = FF), arfblendnar (Phelle = FI) eða arfhreinar (Ilelle = II). Þessir hópar voru síðan bornir saman m.t.t. DNA-stuðuls, S-fasa, TNM-stigunar og stærð æxla. Einnig voru þessir þættir skoðaðir innan arfgerðarhópanna. Upplýsingar fengust frá Rannsóknarstofu í meinafræði á LSH. Forritið Stata var notað við tölfræðiútreikninga þar sem einkum var notast við Fisher's próf. Niðurstöður: Engin tengsl fundust milli DNA-stuðuls og arfgerðar. S-fasifylgirDNA-stuðlihjáöllumargerðarhópunum FF (p >0.001), FI (p >0.001) og II (p = 0.038). Æxli FI kvenna sem hafa ekki BRCA2 stökkbreytinguna hafa háan S-fasa (p = 0.011), þessi tengsl sjást jafnframt þegar æxli FI og II kvenna án BRCA2 stökkbreytingar eru tekin saman (p = 0.03). Hátt stig fylgir háum DNA-stuðli hjá II konum (p = 0.005). II konurmeð háan DNA-stuðul hafatilhneigingu til að stigast hærra en FF konur (p = 0.082). Þessi tengsl aukast séu FI konum bætt við II kvennahópinn (p = 0.051) en minnka þegar konur með BRCA2 stökkbreytinguna eru teknar út (p = 0.136). FI konur með háan DNA-stuðul hafa stærri æxli borið saman við FF konur (p = 0.036). Séu FI og II konur með háan DNA-stuðul teknar saman þá eru þær með stærri æxli en FF (p = 0.062). Þessi tengsl minnka þegar konur með BRCA2 stökkbreytinguna eru teknar út (p = 0.251). Ályktanir: Breytileiki í Aurora A geni virðist tengjast háu stigi og stórum æxlum. BRCA2 stökkbreytingin hefur að því virðist áhrif á stærð og stig æxla hjá hluta kvenna með Ile breytileika. Einstofna mótefnahækkun á íslandi á árunum 1990-1994 María Þorsteinsdóttir1, Vilhelmína Haraldsdóttir2, Helga M.Ögmundsdóttir3, Elínborg J. Ólafsdóttir4 Læknadeild Háskóla íslands1, Lyflækningasvið II LSH2, Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í frumu og sameindalíffræði3, Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands4. Inngangur Einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathy, MG) er óeðlileg myndun á heilum einstofna immúnóglóbúlínum eða hlutum þeirra og finnst sem toppur á rafdrætti próteina í sermi eða þvagi. Helstu sjúkdómar ervalda einstofna mótefnamyndun eru mergæxli (multiple myeloma, MM) og Waldenström sjúkdómur (Waldenström's macroglobulinemia,WM). Einstofna mótefna myndum af óþekktum toga (monoclonal gammopathy of undetermined significance,MGUS) flokkast ekki sem sjúkdómur en getur verið undanfari illkynja blóðsjúkdóma. Verkefnið erframhald verkefnis Ástu Eirar Eymundsdóttur læknanema frá árinu 2001. Ásta rannsakaði alla einstaklinga ergreindust með einstofna mótefnahækkun á árunum 1990-1994 og reyndust þeir vera allsl91. Rannsókn Ástu á afdrifum þessa hóps náði til ársloka 2000. í þessari rannsókn er hópnum fylgt eftir fimm ár til viðbótar og sérstök áhersla lögð á afdrif svo sem lifun og þróun yfir í illkynja sjúkdóma. Efniviður og aðferðir Hópurinn var skoðaður og þá sérstaklega afdrif hans. Fyrir þá sem voru látnir var skráð hvort um illkynja sjúkdóm væri að ræða, dánardægur og dánarorsök. Leitað var að þróun yfir í illkynja sjúkdóma með því að vinna upplýsingar úr Krabbameinsskrá, með því að skoða sjúkraskrár á LSH og fara yfir gögn rannsóknarstofa.. Einnig var leitað að rannsóknarniðurstöðum hjá læknum er reka eigin læknastofur. Upplýsingar voru skráðar í gagnagrunn í tölvuforritinu Access frá Microsoft. 134 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.