Læknaneminn - 01.04.2007, Page 135
Verkefni 3. árs læknanema
Niðurstöður
Af þeim 191 einstaklingi sem greindist með einstofna
mótefnahækkun á tímabilinu voru 60 greindir með illkynja
blóðsjúkdóm við greiningu parapróteinsins, þar af voru 39
karlar og 21 kona. í árslok 2005 voru 45 á lífi og 146 látnir.
Af 131 einstaklingi sem flokkaðist upphaflega með MGUS
þróuðu 12 einstaklingar, 7 konur og 5 karlar, með sér
illkynja blóðsjúkdóm á 2-14 árum. Fyrir 150 einstaklinga
fundustupplýsingarumtegundeinstofnamótefnahækkunar.
Af 16 einstaklingum með IgA mótefnahækkun fengu 11
illkynja blóðsjúkdóm, þar af voru 8 sem greindust með
illkynja blóðsjúkdóm við greiningu parapróteinsins og 3
sem flokkuðust upphaflega með MGUS.
Ályktanir
Einstaklingar með einstofna mótefnahækkun halda áfram
að vera í aukinni hættu á að fá illkynja blóðsjúkdóma þó að
lengra sé liðið frá greiningu mótefnahækkunarinnar.
Áhættan í þessum íslenska hóp er sambærileg við það
sem þekkist í erlendum rannsóknum. Einstaklingar með
IgA mótefnahækkun hafa marktækt verri horfur en
einstaklingar sem hafa mótefnahækkun af IgG gerð.
Áhrif aldurs á utangenamerki mannsins
(Effects of age on epigenetic marks)
Martin Ingi Sigurðsson1, Vilmundur Guðnason1-2, Andrew
P. Feinberg3 og Flans Tómas Björnsson3
^Læknadeild HÍ, 2Hjartavernd, 3Johns Hopkins University
School of Medicine
Inngangur: Utangenamerki (e. epigenetic marks) eru
DNA-tengdar upplýsingar sem erfast bæði í mítósu og
meiósu en eru ekki hluti af sjálfri DNA röðinni. Tvær
megingerðir utangenamerkja eru þekktar í spendýrum,
DNA metýlun og litnisbreytingar (chromatin modification).
Tíðni breytinga á utangenamerkjum er margfalt hærri en
tíðni stökkbreytinga í erfðaefninu. Því er mögulegt að
margar slíkar breytingar safnist upp í tímans rás og breyti
smám saman tjáningarmynstri gena. Þetta kann að skýra
hvers vegna margir sjúkdómar koma ekki fram fyrr en á
síðari hluta ævinnar. í þessari rannsókn var kannað hvort
DNA metýlun í CpG tvíkirninu breyttist með aldri.
Efni og aðferðir: Til að kanna breytingar á DNA metýlun
alls erfðamenginsins var notast við LUMA aðferðina. Hún
byggir á því að skera erfðaefnið með tveimur mismunandi
skerðiensímum, einu metýl-næmu og einu metýl-ónæmu
og meta magn ensímskurðsins með Ijósraðgreini
(Pyrosequencer). Forrit voru skrifuð til að greina tíðni
markraðar skerðiensímanna í mismunandi hlutum
erfðamengisins.
Niðurstöður: Ekki fundust tengsl milli aldurs og
metýlunar í þversniðsrannsókn þar sem bornir voru saman
einstaklingar fæddir á árunum 1940-1949. Niðurstöður
framsýnnar langsniðsrannsóknar þar sem notuð voru tvö
sýni frá sama einstaklingi tekin með 10-14 ára bili sýndu
að 7 einstaklingar töpuðu DNA metýlun, 16 einstaklingar
stóðu í stað og 8 einstaklingar bættu við sig metýlhópum.
Stærsta breytingin varð í hópnum sem bætti við sig. í
heildina reyndist metýlun markraðar skerðiensímanna
aukast marktækt með aldri (p=0,00074). Niðurstöður
greiningará tíðni markraðar i erfðamengi mannsins benda
til þess að markröðin sé verulegu yfirmagni í CpG eyjum,
útröðum þekktra gena og nálægt endum litninganna
(subtelomeric regions).
Umræða: Rannsóknin bendir til þess að DNA metýlun
breytist verulega með aldri. Þekkt er að litningaendar
styttast með auknum aldri. Þá eru til sjúkdómar sem koma
fram seint á ævinni (t.d. ristilkrabbamein, æðakölkun og
gigtsjúkdómar) þar sem aukinni metýlun CpG eyja í
stýrisvæðum gena hefur verið lýst. Þar sem aðferðin sem
notuð var er að einhverju leyti sértæk fyrir þessi svæði
gætu aldurstengdar breytingar á DNA metýlun mögulega
verið einn þeirra þátta sem valda aldurstengdum
sjúkdómum.
Sjúklingatrygging - umfang og meðferð
ágreiningsmala í heilbrigðiskerfinu
Oddur Þórir Þórarinsson1 Sigurður Thorlacius
^Læknadeild Háskóla íslands, 2Tryggingastofnun ríkisins
Inngangur og markmið: Kvörtunum og kærum vegna
atvika í heilbrigðiskerfinu fer fjölgandi ár frá ári. Aðili sem
ósáttur er með atvik getur valið um nokkrar
málsmeðferðarleiðir til að leita réttar síns. Árið 2001
batnaði réttarstaða sjúlinga hér á landi til mikilla muna
þegar lögleitt var virkt bótaúrræði um sjúklingatryggingu.
Ljóst er að ágreiningsmál eru til þess fallin að draga úr
trausti almennings á heilbrigðiskerfinu og því mikilvægt að
gera sér grein fyrir orsökum, umfangi og eðli þeirra.
Þátttakendur og aðferðir: Unninn var skrá úr
upplýsingakerfi Tryggingastofnunar ríkisins (TR) fyrir þá
einstaklinga sem lögðu á árunum 2001 til 2004 fram
tilkynningu um tjónsatvik á grundvelli sjúklingatryggingar.
Til samanburðar var safnað sambærilegum upplýsingum
hjáLandlæknisembættinu. Aukþesssemmagnupplýsingum
um umfang og eðli kvartana og kæra var safnað hjá
Landlæknisembættinu, úr dómasafni Hæstaréttar og úr
ársskýrslum Ágreiningsmálanefndar. Upplýsingar voru
fengnarúrupplýsingakerfumTRog Landlæknisembættisins,
auk þess sem sjúkraskrár, álit og greinargerðir voru
skoðaðar að því marki sem nauðsynlegt þótti.
Niðurstöður: Hiðvirkabótaúrræðiumsjúklingatryggingu
hefur ekki fækkað ágreiningsmálum annars staðar vegna
atvika í heilbrigðiskerfinu. Konur eru meirihluti sjúklinga í
þessum málum, 63%, og hlutfall öryrkja er hátt, 28%.
36%aðilaleituðubæðimeðmálsíntilLandlæknisembættisins
og TR, kom þar fram verulegur munur milli þess hvort
Læknaneminn 2007 1 35