Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 136
Verkefni 3. árs læknanema
aðilar sækja bætur til TR (32%) eða til vátryggingafélaga
(60%). TR samþykkti bótaskyldu í 53% tilvika og 2%
tilvika voru það alvarleg að landlæknir veitti viðkomandi
heilbrigðisstarfsmönnum formlega áminningu. Mistök í
víðtækri merkingu höfðu átt sér stað í 31% tilvika.
Alvarlegur fylgikvilli var algengasta orsök bótaskyldu og
því næst röng eða ófullnægjandi greining. Flest mál voru
vegna bæklunarlækninga og bótaskylda var samþykkt þar
í fleiri tilvikum en öðrum greinum. Einnig voru sjúklingar í
bæklunarlækningum, fæðingarhjálp og kvensjúkdómum
líklegri en aðrir til að leita með mál sín bæði til TR og
Landlæknisembættisins.
Ályktun: Ágreiningsmálum í heilbrigðiskerfinu hefur
fjölgað gríðarlega hin síðustu ár, einkum og sér í lagi
dómsmálum. Aðkallandi erað grípa til markvissra aðgerða
með það fyrir augum að fækka slíkum tilvikum, til hagsbóta
fyrir alla aðila.
Lykilorð: sjúklingatrygging, mistök, kærur, kvartanir,
dómsmál
Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi baktería í
öndunarvegi barna í Litháen
Óli Hilmar Ólason1, Helga Erlendsdóttir1-3, Karl G.
Kristinsson1-3, Ásgeir Haraldsson1'2
Læknadeild Háskóla íslands1, Barnaspítali Hringsins2,
Sýkladeild Landspítali-Háskólasjúkrahús3
Inngangur: Sýklalyfjaónæmi baktería og útbreiðsla
ónæmra stofna er víða vandamál. Til að varpa skýrara Ijósi
á áhættuþætti þess var rannsókn sett á fót á íslandi og í
Litháen þar sem faraldsfræði S. pneumoniae
(pneumókokkar) o.fl baktería frá nefkoki er skoðuð.
Markmið rannsóknarinnar nú er að meta sýklalyfjanotkun
og sýklalyfjaónæmi í Vilnius, Litháen og bera saman við
fyrri rannsóknir. Jafnframt er markmið að fá vitneskju um
hjúpgerðir pneumókokka, sem börn á leikskólaaldri bera
með framtíðarnotkun pneumókokka-bóluefna í huga.
Efniviður og aðferðir: Að fengnu upplýstu samþykki
foreldra voru tekin nefkokssýni úr heilbrigðum
leikskólabörnum frá 13 leikskólum í Vilnius, Litháen.
Leikskólar voru valdir þannig að þeir endurspegluðu börn í
Vilnius m.t.t. stéttar, uppruna og efnahags. Foreldrar barna
fylltu út spurningalista er varðaði sýklalyfjanotkun
barnanna, veikindi o.fl.. Sýni voru tekin úr börnum sem
skiluðu útfylltum spurningalista. Frá sýnum voru ræktaðir
pneumókokkar, streptókokkar af grúppu A og S. aureus.
Skimað var fyrir sýklalyfjaónæmi og hjúpgreiningar
framkvæmdar á pneumókokkum.
Niðurstöður: Alls tók 601 barn þátt í rannsókninni á
aldrinum 1-7 ára. Meðalaldur var 5 ár. Beratíðni var
eftirfarandi: pneumókokkar43% (258/601), streptókokkar
af flokki A 13% (79/601). Hlutfall pneumókokka með
minnkað penisillínnæmi (penicillin non-susceptible
pneumococci, PNSP) (MIC>0,094pg/ml) var 9% (25/282).
Þar af voru 3 alveg ónæmir (PÓP) (MIC>2pg/ml). Einn
metisillínónæmur S. aureus (MÓSA) stofn fannst. Um 21%
barnanna höfðu fengið >3 skammta sýklalyfja síðastliðna
6 mánuði. Algengasta hjúpgerð pneumókokka var 23F, en
alls fundust 26 hjúpgerðir. 51% stofna er að finna í sjögildu
próteintengdu bóluefni (prevnar®).
Ályktanir: Þrátt fyrir minnkaða notkun sýklalyfja (úr
27% í 21%) jókst tíðni PNSP. Ljóst er að sýklalyfjanotkun
hefur áhrif á þróun sýklalyfjaónæmra stofna. Fleira kemur
þó til. Ónæmi fyrir >1 sýklalyfi var algengt hjá ónæmum
stofnum og þannig hefur makrólíðanotkun stuðlað að
penisillínónæmi auk erýþrómýsínónæmis. Með tilliti til
faraldsfræði og kostnaðar (um 16.000 ísl. krónur/barn)
telur undirritaður ekki ráðlegt að innleiða almenna
ungbarnabólusetningu.
Highly selective C - reactive protein (hsCRP) in
patients with chronic obstructive pulmonary
disease (COPD)
Ólöf Birna Margrétardóttir1, Þórarinn Gíslason1-2, Gunnar
Guðmundsson1-2, and ísleifur Ólafsson3
^Læknadeild Háskóla íslands,2 Lungnadeild Landspítalans,
and 3 Rannsóknastofa Landspítalans
Background: Chronic obstructive pulmonary disease
(COPD) is a disease state characterized by an accelerated
decline in lung function and progressive lower airway and
systemic inflammation. Highly selective C - reactive prot-
ein (hsCRP) is elevated in systemic inflammation. The
possible association of hsCRP and COPD has mostly been
evaluated in highly selected patient samples.
Objective: To evaluate the association between COPD
and hsCRP in randomly selected sample of the Icelandic
population and simultaneously to correlate for gender,
age, smoking, and body weight.
Methods: This study was based on 1000 randomly
selected men and women 40 years and older living in
Reykjavík and suburbs who where investigated in an
international study on the burden of obstructive lung
disease www.kpchr.org/boldcopd. In addition their hsCRP
values were measured.
Results: There was altogether 80.8% participation,
403 males and 355 females, mean age was 57.7 (±12.7)
years. Altogether 130 individuals (17.2%) fullfilled intern-
ational criteria for COPD based on postdilator spirometry.
In addition there were 120 individuals (15.6%) reporting
chronic respiratory symptoms. HsCRP measurements
were subsequently divided into 4 equally large groups
(<0.75, 0.75-1.27, 1.27-3.25 and >3.25 mg/L). High
hsCRP values were significantly associated with increasing
136 Læknaneminn 2007