Læknaneminn - 01.04.2007, Side 137

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 137
Verkefni 3. árs læknanema age, body weight and current smoking as well as pack years smoked but not with gender. Individuals with low- ered spirometric values had significantly higher hsCRP lev- els. This was still significant after adjustment for smoking, gender, age, and body weight. Conclusions: In an epidemiological sample of 1000 individuals, COPD was found in 17.2% of the sample. HsCRP was significantly related to lower spirometric val- ues, increasing age, body weight, and smoking. Keywords: C-reactive protein, COPD, body mass index, gender, age, smoking, spirometry, BOLD. Greining á þekjuvefsuppruna bandvefslíkra frumna í brjóstkirtli með staðsetningu á innskoti víxlveira Ragnar Pálsson1, Geir Tryggvason3, Valgarður Sigurðsson1'2-3, Þórarinn Guðjónsson1'2-3, Magnús Karl Magnússon3 ^Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 3Blóðmeinafræðideild LSH Bakgrunnur: Ummyndun þekjuvefs í bandvef (e. Epithelial Mesenchymal Transition, EMT) er mikilvægt ferli ífósturþroska. EMTáséreinnigstaðíýmsum krabbameinum og er tengt myndun meinvarpa og slæmum horfum. EMT orsakast af breyttri tjáningu umritunarþátta sem stýra sérhæfingu frumna en erfitt hefur verið að rannsaka EMT m.a. vegna skorts á frumulínum sem endurspegla þetta ferli í frumurækt. Rannsóknarhópur okkar hefur þróað frumuræktunarlíkan sem sýnir að æðaþelsfrumur örva umbreytingu þekjuvefsstofnfrumna í bandvefslíkar frumur. Notuð var stofnfrumulínan D492 sem búin var til með innskoti víxlveirugenaferju er innihélt E6 og E7, æxlisgen vörtuveiru-16. í þrívíðrisamræktD492meðæðaþelsfrumum sýndi hluti D492 frumnanna bandvefslíka svipgerð. Þessar bandvefslíku frumur voru einangraðar og til varð frumulínan D492F. Hún tjáir vimentin og umritunarþáttinn Snail, sem einkenna EMT frumur, og hefur tapað tjáningu ýmissa þekjuvefspróteina, t.d. viðloðunarsameindarinnar E- cadheríns. Nýlega einangruðum við tvo sértæka víxlveiruinnskotsstaði í D492 frumulínunni. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að staðfesta uppruna D492F frá D492 á ótvíræðan hátt með greiningu á víxlveiruinnskotsstöðum í klónuðum frumlínum af D492 og D492F og renna þannig frekari stoðum undir að EMT umbreyting hafi raunverulega átt sér stað. Efniviður og aðferðir: Frumuklónar úr D492 og D492F frumulínunum voru búnirtil með því að sá stökum frumum í holubakka og rækta upp. Svipgerð var könnuð með confocal-smásjárskoðun eftir flúrljómandi mótefnalitun á kennipróteinum þekju- og bandvefsfrumna og DNA svo einangrað með fenól-klóróform einangrunaraðferð. Innskotsstaðsetningar víxlveira í D492 voru staðfestar með keðjufjölföldun (PCR) á sértækum DNA-röðum sem náðu yfir samskeyti víxlveira og frumu-erfðamengis í klónum D492 og D492F. Til frekari athugunar á fjölda veiruinnskota og samanburðar á þeim milli klóna var notuð Southern-blettun með geislamerktum þreifara gegn E6 og E7 genunum. Einnig voru frumulínurnar bornar saman með hefðbundnum litningarannsóknum. Ræktun á mjúkagar var framkvæmd til að kanna illkynja vaxtareiginleika. Niðurstöður: Alls voru myndaðir 6 klónar úr D492F og 5 úr D492. Svipgerð tveggja D492 klóna var skilgreind meðónæmisflúrlitunogreyndisteðlilegþekjufrumusvipgerð enþrírklónarD492Fsemlitaðirvorulíktustbandvefsfrumum, tjáðu t.d. vimentin en ekki E-cadherín. DNA var einangrað úr klónum beggja frumulína og tókst að magna upp sameiginlegan víxlveiruinnskotsstað úr þeim öllum, sem áður hafði verið skilgreindur í óklónuðum D492. Þessi innskotsstaður er á litningi 20, framan við genið PTPNl, sem áður hefur verið einangrað sem innskotsstaður víxlveiru er talin var valda krabbameinsumbreytingu. Ekki tókst að magna upp víxlveiruinnskotsstað á litningi 1 úr klónum D492F en það tókst aftur á móti í einum D492 klónanna. Verið er að kanna fjölda víxlveiruinnskotsstaða með Southern-blettun á klónum frá báðum frumulínum en niðurstöður liggja ekki fyrir. Klónar D492F uxu í mjúkagar en óklónaðar frumur D492 ekki. Umræða: Við höfum klónað D492 og D492F og staðfest EMT svipgerð D492F frumulínunnar. Með því að sýna fram á sameiginlegan víxlveiruinnskotsstað í frumulínunum tveimur höfum við staðfest að D492F á uppruna í frumum D492, þ.e. að þessar bandvefslíku frumur hafi umbreyst frá þekjuvefsstofnfrumum úr brjósti. Vöxtur D492F í mjúkagar og talsverður munur á karyotýpu frumulínanna í litningarannsóknum bendir til að D492F kunni að vera orðnar krabbameinsfrumur. Samspil stoðvefjar og þekjufrumna er talið þýðingarmikið í tilurð og framþróun æxlisvaxtar. Áhrif æðaþelsfrumna á D492 stofnfrumulínuna er áhugavert dæmi um slíkt samspil enda er EMT tengt framþróun brjóstakrabbameina á ýmsan hátt, svo sem við meinvörpun og endurupptöku sjúkdóms. D492 og D492F eru því áhugaverðar frumulínur til frekari rannsókna á EMT í tengslum við brjóstakrabbamein. Greining endurþrengsla í stoðnetum kransæða með klínísku einkennamati og áreynsluþolprófi Sandra Dís Steinþórsdóttir1, Sigurdís Haraldsdóttir2, Karl Andersen1'2. ^Læknadeild Háskóla íslands, 2Hjartadeild LSH. Inngangur Kransæðavíkkun með stoðnetsísetningu er árangursrík meðferð við kransæðaþrengslum. Þráttfyrirgóðan árangur víkkana verða endurþrengsli í stoðneti í allt að 20-30% Læknaneminn 2007 1 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.