Læknaneminn - 01.04.2007, Page 141

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 141
Verkefni 3. árs læknanema Valsplæsing á umritunarmengi lífvera er eitt athyglis- verðasta viðfangsefnið í erfðafræði um þessar mundir. Mikilvægi þess jókst þegar raðgreining á erfðamengi mannsins sýndi fram á að í því eru einungis 20-30 þúsund gen. Hins vegar er mikill skortur á skilvirkum aðferðum til að rannsaka og finna valsplæsingar m.a. í sjúkdómsgenum. Á Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla íslands hefur verið þróuð einföld rafdráttaraðferð sem nefnist tvívíður þáttaháður rafdráttur (Two-Dimensional Strandness-Dependent Electrophoresis; 2D-SDE). 2D-SDE er öflug aðferð til að hámarka skilvirkni PCR magnanna og endurblendinga auk þess sem hana má nota til að aðskilja réttparaðar og misparaðar DNA sameindir. Markmið verkefnisins voru margþætt: i) Að hámarka afköst PCR mögnunar á flóknum cDNA sýnum, ii) að skilgreina skilvirkar endurblendingaraðstæður fyrir flókin cDNAsýni, iii) að skilgreina hversu lengi þarf aðendurblenda cDNA sýnum fyrir styrkjöfnun, iv) að nota mangan fellingu til að styrkjafna cDNA sýni, v) að nota 2D-SDE til að einangra og mynda safn af valsplæstum cDNA sameindum og vi) að staðfesta að safnið innihaldi valsplæstar cDNA sameindir með raðgreiningu og samanburði við gagnabanka um valsplæsingar í manninum. RNA var einangrað úr 293T mannafrumulínu og víxlritað í cDNA. cDNA sýnin voru skorin með Mbol skerðiensími. Aðhæfar voru límdir á þau og þeir notaðir til PCR mögnunar. Aðstæður þeirrar mögnunar voru hámarkaðar m.t.t. hlutfalls ein- og tvíþátta DNA sameinda. Best var að láta hvarfið ganga 16 hringi með vísaskoti (primer boost). í framhaldinu voru skilgreindar endurblendingaraðstæður. í Ijós kom að skilvirkast var að endurblenda cDNA afurðunum eftir að aðhæfar voru skornir af. Aðeins þurfti að endurblenda í 30 sekúndur til að bútar í háum styrk yrðu tvíþátta. Eftir slíka endurblendingu sýndum við fram á að hægt var að einangra allar einþátta cDNA sameindir með mangan fellingu og styrkjafna þannig sýnið á einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Eftir styrkjöfnun var cDNA afurðum endurblendað til að mynda misparaðar sameindir. Mispöruðu cDNA sameindirnar voru einangraðar með 2D- SDE, magnaðar upp, límdar inn í plasmíð og klónaðar. Unnið er að því að raðgreina klóna úr safninu og bera saman við þekktar valsplæsingar í gagnabönkum. Sýkingar í bringubeini og miðmæti eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi 1997-2004 , -i Steinn Steingrimsson , Tomas Guðbjartsson ' , Bjarni Torfason1'^, Karl G. Kristinsson1'^, Magnús Gottfreðsson1'4 1) læknadeild Háskóla íslands, 2) hjarta- og lungnaskurðdeild, 3) sýklafræðideild, 4) smitsjúkdómadeild Landspítala háskóla-sjúkrahúss (LSH) Inngangur: Miðmætissýking ermjög alvarlegurfylgikvilli opinna skurðaðgerða og samkvæmt erlendum rannsóknum sjást þær í allt að 5% tilfella. Dánartíðni er umtalsverð, sjúklingarnir þurfa oft að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi og fylgikvillar algengir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara sýkinga hér á landi og áhættuþætti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra sjúklinga sem gengust undir opnar hjartaaðgerðir á íslandi 1997-2004, samtals 1650 einstaklinga en 63 börnum var sleppt. Sjúklingar sem fengu sýkingu og fóru í enduraðgerð þess vegna voru fundnir með leit í aðgerðalista LSH, einnig voru sjúklingar fundnir sem höfðu fengið greininguna postop sýking í greiningarlistum LSH. Fyrir sérhvern sjúkling með miðmætissýkingu voru valdir tveir sjúklingar í samanburðarhóp sem gengist höfðu undir hjartaskurðaðgerð á sama tímabili. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ýmissa áhættuþátta og tegund aðgerða. Einnig var gangur eftir aðgerð kannaður, iífshorfur, ræktunarsvör og meðferð, bæði sýklalyfjameðferð og skurðaðgerðir. Niðurstaða: Á rannsóknartímabilinu greindist 41 sjúklingur (2,5%) með miðmætissýkingu, og var greiningin yfirleitt gerð innan tveggja vikna frá aðgerð. Oftast var um að ræða kransæðahjáveituaðgerð (75%) og ósæðarlokuskipti (17%). Ekki var marktækur munur á sýkingartíðni milli ára á þessu 8 ára tímabili (1,2 til 4%). Algengustu sýkingavaldar voru Staphylococcus aureus (36,6%) og kóagúlasa-neikvæðir Staphylokokkar (34,1%). Alls fóru 39 sjúklingar í sárahreinsun og síðar endurvírun en tveir sjúklingar voru eingöngu meðhöndlaðir með sýklalyfjagjöf í æð. Tólf sjúklingargengust undirendurvírun öðru sinni og fjórir sjúklingar þrisvar sinnum í allt. Fjórir sjúklingar (9,8%) með miðmætissýkingu lifðu ekki af aðgerðina, samanborið við 3,7% í samanburðarhópi. Einu ári frá aðgerð voru 85% og 95% í hópunum tveimur á lífi (p=0,ll). Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar kynjadreifingu, líkamsþyngdarstuðul og ástæðu aðgerðar. Hins vegarvoru sjúklingarmeð miðmætissýkingu marktækt eldri (p=0,02), höfðu oftar sögu um reykingar (p=0,03), útæðasjúkdóm (p<0,01), heilablóðfall (p<0,01), lágt útstreymisbrot (p=0,03) og sykursýki (p<0,05). Þar að auki voru þeir oftar í NYHA flokki IV miðað við samanburðarhóp (p=0,02). Ályktun: Tíðni bringubeins- og miðmætissýkinga á íslandi (2,5%) er sambærileg við erlendar rannsóknir. Áhættuþættir eru svipaðir nema hvað ekki var marktækur munurá kynjadreifingu, líkamsþyngdarstuðli og tangartími hjá sjúklingum með sýkingu í miðmæti. Tíðni sýkinga eftir hjáveitu- og lokuskiptaaðgerðir var einnig sambærileg. Dánarhlutfall sjúklinga með miðmætissýkingu erumtalsvert (14,6%) en þó lægra en í eldri rannsóknum. Lykilorð: Áhættuþættir, hjartaaðgerðir, lífshorfur, miðmætissýking. Osteogenesis imperfecta á íslandi Læknaneminn 2007 1 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.