Læknaneminn - 01.04.2007, Page 143

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 143
Verkefni 3. árs læknanema þrígilda bóluefninu, er óvíst hve vel mótefnin endast þegar á fullorðinsár er komið. Ef rauðir hundar koma upp á ný, má telja að meðal fullorðinna verði margir næmir fyrir sjúkdómnum og þar með er aukin hætta á heilabólgu og rauðhundaheilkenni. Rauðir hundar hafa ekki greinst á íslandi síðan 1996. Þróun á in-vitro greiningu á fæðuofnæmi. Höfundur: Valentínus Þ. Valdimarsson1. Leiðbeinendur: Björn R. Lúðvíksson1'2, Inga Skaftadóttir2, Michael V. Clausen2 og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2. 'Háskóli íslands, 2Landsspítali Háskólasjúkrahús. Inngangur: Fæðuofnæmi er algengur sjúkdómur sem veldurflestum tilfellum ofnæmislosts. Hinsvegarergreining þess vandkvæðum bundin. Af þeim um 20% einstaklinga sem telja sig vera með fæðuofnæmi eru einungis um 2% greindir með IgE miðlað ofnæmissvar. Hér er lýst aðferð til greiningar fæðuofnæmis sem grundvallast á virkjun hvítfruma. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru einstaklingar með (n=5) eða án (n=3) jarðhnetuofnæmis. Sértæk flúorskinsmerkt músamótefni fyrir CD63 og CD203c var blandað í heilblóð með eða án jarðhnetulausnar og svörun metin í frumuflæðissjá (basófílvirkjunarpróf/BVP). Ofnæmi var einnig metið með mælingu á sértæku IgE með ImmunoCAP aðferð og ofnæmishúðprófum (SPT). Niðurstöður: Hlutfall sértækt merktra frumna (BVP) jókst marktækt frá 4,19 ±0,6% í 60,88 ±31,9% (p = 0,008) hjá þeim sem voru með jarðhnetuofnæmi en ekki hjá viðmiðunarhópi (NS). Marktæk fylgni var á milli svörunar BVP miðað við SPT (R=0,817; p=0,013) en hinsvegar var fylgni milli BVP og sértæks IgE verri (R=0,602; p=0,102). Samanburður á næmni og sértækni er umtalsvert betri fyrir BVP en SPT og sértækt IgE (sjá töflu). BVP SPT Sértækt IgE > 0,35 kUA/L Sértækt IgE > 14 kUA/L Sértækni 100% 83% 100% 56% Næmni 100% 100% 75% 100% Ályktanir: BVPergotttil þess að greina jarðhnetuofnæmi og vænlegra en SPT og mæling á sértæku IgE. SPT og mæling á sértæku IgE sem er hærra en 14 kUA/L greinir of marga fals neikvætt en mæling á sértæku IgE hærra en 0,35 kUA/L greinir of marga fals jákvætt. Skammstafanir: BVP - basófílvirkjunarpróf, SPT (skin prick test) - ofnæmishúðpróf, NS (not significant) - ekki tölfræðilega marktækt. Lykilorð: Fæðuofnæmi, jarðhnetuofnæmi, basófílar, frumuflæðissjá, CD63, CD203c, basófílvirkjunarpróf, sértækt IgE, SPT. Doppler blóðflæðimælingar í a. uterina í meðgöngum grunuðum um vaxtarskerðingu fóstur - slembin rannsókn Þórey Steinarsdóttir1, Sæmundur Guðmundsson2 1 Læknadeild Háskóla íslands, 2 Kvinnokliniken Universitetssjukhuset MAS, Malmö Inngangur og markmið Vaxtarskerðing (IUGR) fóstra er tengd fjölda vandamála á meðgöngu og við fæðingu og getur einnig haft áhrif á heilsu barns til lengri tíma. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort blóðflæðimælingar í a. uterina bæti eftirlit með þessum meðgöngum og fækki vandamálum. Þátttakendur og aðferðir Þátttakendurnir voru 108 ófrískar konur sem grunaðar voru um vaxtarskerðingu fósturs. Getnaður var tímasettur með snemmsónar og konurnar gáfu fullt upplýst samþykki fyrir rannsókninni. Þátttakendum var skipt með slembinni aðferð í tvo hópa. Viðmiðunarhópurinn fékk eingöngu hefðbundndið eftirlit með Doppler blóðflæðimælingum í a. umbilicalis. Hjá rannsóknarhópnum var auk hefðbundins eftirlits mælt blóðflæði með Doppler í a. uterina. Niðurstöður Niðurstöðurnar sýndu ekki marktækan mun á útkomu meðganganna og fæðinganna milli hópanna. Hóparnirvoru bornir saman með tilliti til fjölda koma á mæðravernd, fjölda innlagna á spítala og fjölda legudaga á spítala fyrir og eftir fæðingu, tíðni innlagna á nýburadeildir og fjölda legudaga þar. Einnig fjölda keisaraskurða og skiptingu þeirra í bráða- og valkeisara, notkun tanga og sogklukkna við fæðingu og ígangsetningu fæðingar. Meðgöngulengdar við fæðingu, þyngdar nýburans og fráviks frá eðlilegri vaxtarkúrfu, auk Apgar score við 1 og 5 mín. og pH og Base Exess í slagæð og bláæð naflastrengsins. Við samanburð sáust hins vegar marktæk tengsl aukinnar blóðflæðismótstöðu i a. uterina og a.umbilicalis við vandamál á meðgöngu og í fæðingu. Ályktun Blóðflæðimælingar í a. uterina sýna ekki bættar klínískar niðurstöður séu mælingar líka gerðar í a. umbilicalis. Þó ber að halda þeim áfram vegna sterkra tengsla við vandamál á meðgöngu. Læknaneminn 2007 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.