Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 36

Læknaneminn - 01.04.2010, Síða 36
Hvernig veita kennarar í verknámi lœknanemum leiðsögn varðandi siðferðileg álitamál og samskipti við sjúklinga? Inngangur Bylting hefur orðið í siðfræði- og samskiptafræðikennslu læknanema við Háskóla Islands á allra síðustu árum. Arið 2002 var umfangsmikil og skipuleg kennsla í þessum greinum innleidd í námskrá læknadeildarinnar á fyrsta og öðru námsári en fram að þeim tíma höfðu einungis verið kennd mun minni námskeið í samskipta- og siðfræði. Rannsóknin mín miðaði að því að varpa ljósi á það hvernig leiðbeiningar og óformlega tilsögn læknanemar í verklegu námi fá frá kennurum sínum varðandi siðferðileg álitamál og sam- skipti við sjúklinga. I svipuðum rannsóknum sem gerðar hafa verið á kennslu- spítölum annars staðar í heiminum kemur í ljós að læknanemar lenda reglulega í krefjandi aðstæðum í verknámi þar sem reynir á siðferðisvitund þeirra og dómgreind. Nemendur í einni slíkri rannsókn sem gerð var í Bretlandi sögðust hafa lítið sjálfstraust til að takast á við slíkar aðstæður og töldu sig ekki fá nægan stuðning frá kennurum sínum þegar kæmi að því að útkljá slík vandamál1. Nemendur vilja geta rætt við kennara sína um svona tilfelli og segja slíkan stuðning ómetanlegan ef hann fæst1’2. I bandarískri rannsókn var rætt við kennara og þeir spurðir hvernig þeir myndu gagnrýna nemendur sem kæmu illa fram eða þyrftu á siðferðilegri leiðsögn að halda. Kennarar sögðu að strangt yrði tekið á þeim nemendum. Síðan var þeim fylgt eftir og kom í ljós að kennarar gripu alls ekki til markvissra aðgerða ef nemanda varð á í verknáminu. Þeir notuðu frekar ógreinilegar aðferðir eins og að brosa ekki, þegja eða slá aðstæðunum upp í grín til að koma gagnrýni sinni á framfæri. Eftir á sögðust þeir hafa samúð með læknanemanum og vildu ekki draga hann niður. Einnig báru þeir fyrir sig að þeir vildu ekki spillaandrúmsloftinu á spítalanum3. í kjölfar ýmssa annarra rannsókna hafa verið settar fram tillögur eða sýnt fram á ástæður fyrir því að leiðbeiningum um siðfræði og samskiptafræði sé ábótavant í læknadeildum almennt. Tilgangur rannsóknar minnar var að komast að því hvort einhver formleg kennsla færi fram í siðfræði og samskiptafræði á verklegu árum læknanámsins við læknadeild Háskóla íslands og kanna upplifun læknanema af þeirri kennslu sem og viðhorf þeirra til hennar ef hún væri fyrir hendi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum. Tekin voru viðtöl við nemendur sem allir voru á verklegu árum læknanámsins við Háskóla íslands. Viðtölin voru rýnihópa- viðtöl sem fóru þannig fram að margir einstaklingar tóku þátt í sama viðtalinu. Tekin voru tvö viðtöl, annars vegar við sex 4. árs læknanema og hins vegar sex 5. árs læknanema. Tók hvort um sig tvær klukkustundir. Viðtölin voru svo sett orðrétt inn í tölvu og unnið úr þeim þannig. Niðurstöður Læknanemarnir segjast læra framkomu af kennurum sem eru fyrirmyndir þeirra í verknáminu fremur en að kennarar veiti þeim beinlínis leiðsögn. Nemarnir veita því eftirtekt að sjúklingar finna til öryggis og trausts ef læknir kemur fram við þá af nærgætni og mannúð, þá sé auðvelt fyrir sjúklinginn að koma því á framfæri sem honum liggur á hjarta og fyrir lækninn að komast að því sem máli skiptir varðandi sjúklinginn. Læknanemunum þykir mikið til koma þegar þeir verða vitni af fagmannlegri og góðri framkomu gagnvart sjúklingum. Til dæmis er aðdáunarvert hvernig tiltekinn sérfræðingur fer að því að færa sjúklingi slæmar fréttir: [...] það er ótrúlegt hvab hún fór flott íþað að segja sjúklingi að hann væri með krabbamein. Það var eiginlega alveg magnað að fylgjast með þvi hvað hún fór varfisrið í þetta og hvað sjúklingarnir voru sáttir eftirþað. Maður dáist aðþví... það er auðvitað velgert. Þótt margir kennarar séu góðar fyrirmyndir að mati lækna-nemanna upplifa nemarnir ítrekað að kennarar þeirra brjóti á sjúklingum, aðstandendum eða læknanemum. Læknanemunum þykir útilokað að ræða slík tilvik við kennara sína og reyna jafnvel að bæta fyrir framkomu þeirra ef sjúklingur eða aðstandandi hefur verið niðurlægður eða honum sýnd ónærgætni. Þessi sérfræðingur gengur inn í stofuna, horfir svona á sjúklinginn [...] og segir „Þetta er alversta lærleggsbrot sem ég hef nokkurn tímann séð, þetta mun aldrei gróa almennilega“ og svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.