Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.04.2010, Blaðsíða 49
1. Gerðu þér grein fyrir því að þú bakar með hjartanu - með sálinni - og þú verður að leggja alla þína ást í gerið. 2. Þvoðu þér um hendurnar, þær eru drulluskítugar. 3. Enn og aftur ætla ég að hamra á fyrsta atriðinu. Ég vil fá innlifun í minn bakstur! 4. Farðu yfir skiptingu amínósýra í glúkó-, ketó og lípógenískar og lífnauðsynlegar og lífónauðsynlegar. - það sakar aldrei að muna slíkt. 5. Þegar allt þetta er búið getur þú loksins byrjað að framkvæma kraftaverkið: 6. Þú tekur mjólkina og hellir henni í pott, þú hitar mjólkina þar til hún verður ylvolg og bætir geri út í. ATH: í guðanna bænum EKKI gleyma að setja ger. 7. Þar næst hrærir þú í hrærivél smjörinu og sykrinum saman og bætir svo egginu og saltinu út í. 8. Helltu svo germjólkinni saman við. 9. Hrærðu hveitið út í, þetta skaltu drullast til að gera hægt og rólega því annars fer allt í fokk og enginn vill vera vinur þinn lengur. Að lokum muntu þurfa að hnoða deigið saman í höndunum. ATH: Ef notað er þurrger má blanda því út í hveitið áður en því er hellt í blönduna. 10. Nú er kominn tími til að láta deigið hefast í 30 - 60 min. Á meðan geturðu rifjað upp segmental innervation viðbragðsboga í útlimum. 11. Þegar deigið hefur hefast nóg á það að vera búið að tvöfalda rúmmál sitt, þ.e. V = VO-2. Þá skaltu hnoða deigið, við það mun það falla saman og er óþarfi að vera hræddur við það. Skiptu því svo í fjóra hluta og flettu hvern hluta út í kringlóttar flatkökur. 12. Á meðan deigið er að hefast og ef þú manst alla reflexana upp á hundrað geturðu gert fyllinguna: Hrærðu saman smjör (við stofuhita) og vanillusykur og bættu svo rifnu marsipaninu út í. 13. Dreifðu svo fyllingunni yfir flatkökurnar - skildu þó kant eftir svo þú subbir ekki út um allt - og stráðu svo súkkatinu yfir. 14. Því næst skaltu taka alla kanta pönnukökunnar og sameina þá inn að miðjunni svo úr verði deigbolti með fyllingunni inn í. Snúðu svo deiginu við svo að samskeytin snúi niður. ATH: Mikilvægt er að loka samskeytunum vel með því að klípa þau saman svo að marsipanið leki ekki út. 15. Láttu deigið hefast í nokkurn tíma og penslaðu það svo áður en það er sett inn í ofninn. 16. Brauðið skal bakast við 473 K í 25 mín. 17. Brauðið skal borðast af bestu lyst. Ef ske kynni að þú hafir gleymt því að setja ger skalt þú ekki örvænta því ég get hér kynnt þig fyrir ákveðnu líkani sem getur hjálpað þér að komast yfir áfallið og kvíðann og sorgina sem honum fylgir. Líkanið kallast HAM-líkanið og hefur það hjálpað mörgun fávísum bökurum að komast yfir vandamál sín. Geðdeild LSH og jafnframt fjölmargir sjálfstætt starfandi sálfræðingar geta veitt þér meðferðina og beint þér á ný inn á braut hamingju og vel hefaðs brauðs. Það kemur fyrir að fólk misstigi sig og gleymi gerinu, en þá má maður ekki halda þvf fram að maður geti ekkert gert rétt - það vantar alltaf prófyfirsetufólk. Ef samstarfsaðili þinn veit ekki hvað egg er skaltu benda honum á það. Það getur verið erfitt að greina þau frá hjónabandssælusneiðunum. »■ -m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.